19. júní


19. júní - 19.06.1997, Síða 52

19. júní - 19.06.1997, Síða 52
/ Páll Pétursson, félagsmálaráðherra: Nei, það er ekki fullkomið jafnrétti hér að mínu mati. í 45. grein stjórnarskrárinnar er kveðið mjög skýrt á um að svo skuli vera og reyndar er jafnrétti tryggt í lögum betur en víðast annars staðar í heiminum. Við vorum tekin út í rannsókn sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um mismunun gegn konum fyrir tveimur árum síðan. Þar stendur tvennt upp úr af þeim aðfinnslum sem um var að ræða, annars vegar kynbundinn launamunur, hins vegar réttleysi sveitakvenna. Jafnréttisráð hefur tekið á málum sveitakvenna og nú í vor voru samþykkt á Alþingi lög um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi til handa þessum konum. Varðandi kynbundin launamun er komið af stað samstarfsverkefni; kynhlutlaust starfsmat. Ég vona að á niðurstöðu þessa verkefnis megi byggja áframhaldandi aðgerðir. Ráðuneytið er að vinna að nýrri jafnréttisáætlun og til að undirbúa hana hef ég efnt til fundarherferðar um landið. Hugmyndin er að víkka það mót sem að vinnur að jafnréttismálum og leita hvar víðast fanga. Ég held að tíminn vinni með okkur, ef maður lítur á hverjir eru í háskólanámi, eru konur í meirihluta og þvi tel ég að þær rétti mjög hratt hlut sinn í t.d. stjórnunarstöðum, í krafti meiri menntunar. En það er ekki bara hallað á konur, það hefur komið mjög skýrt fram að líka er hallað á karla, t.d. í tengslum við börnin. í tengslum við skilnað eða sambúðarslit missa karlar í flestum tilfellum meira en konur. í langflestum tilfellum er það móðirin sem fær forræðið, sem mér finnst nú persónulega nokkuð harðleikið og ég held að við ættum að reyna að vinna að sameiginlegu forræði. Umræðan um kynferðisleg misnotkun er einnig farin að taka á karlmenn á íslandi í dag. Umræðan hefur skapað miklar hömlur og það er t.d. orðið erfitt fyrir karlkennara að sýna nemanda sínum venjuleg hlýindi í umgengni. Þetta er mjög alvarlegur hlutur Eins hefur komið fram að karlar telja að þeir standi verr en konur gagnvart embættaveitingum, þ.e.a.s. að til þess að ráða karlumsækjanda þá þarf hann að vera ekki bara jafnsettur heldur að hafa eitthvað miklu meira til að bera. Þetta eru allt mál sem þarf að athuga gaumgæfilega. Rannveig Rist, forstjóri: Ef miðað er við hvað gerist viða um heim, er ekki sanngjarnt að segja annað en að jafnrétti ríki á íslandi. Hins vegar hefur mér ekki þótt okkur takast vel upp við að nýta það. Ég held að konurnar sjálfar ættu að taka sig á í þesum efnum og sækja fastar inn á fleiri svið. Ala þarf börn upp við jafnrétti, þá verður það þeim eðlilegt þegar þau eru orðin fullorðið fólk. Það er of seint að kynna jafnrétti fyrir unglingunum hafi þau ekki þekkt það áður. j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.