19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 55

19. júní - 19.06.1997, Page 55
Sunna Bjarkardóttir og Guðrún Lilja Jónsdóttir: Nei, ekki alveg, það er launamismunur á vinnustöðum. Maður finnur fyrir kynjamisrétti á vinnustað, en við erum líka í skóla og þar finnur maður ekki fyrir neinu ójafnrétti. Það er svo erfitt að breyta hlutunum. Það vantar helst hugarfarsbreytingu, ekki bara hjá körlum heldur lika hjá konunum. Ragnheiður Helgadóttir: Nei. Það sést á launum og starfsframa. Það eru minni möguleikar fyrir konur hvað varðar starf. Það strandar bara á okkur konum. Við erum ekki nógu duglegar, ef við ekki berjumst þá berst enginn fyrir okkur. Magnús K. Hannesson: Ekki fullkomið. Það vantar á ýmsum stöðum og það er of langt mál að gera grein fyrir því í stuttu máli. Vilji er allt sem þarf. A varamannabekknum Varamenn í nefndum fá oft ekki laun, þótt jafnmikil undirbúningsvinna fylgi þvi að vera alltaf til taks og að sitja alla fundi. Hvort kynið heldur þú að sé oftar í sæti aðal- manna og hvort i sæti varamanna? Varaþingmenn eru ekki á launum, nema þegar þeir koma inn á þing. Samt sitja þeir alla þingflokks- fundi og vinna mikla heimavinnu. Algengt er að konur séu varaþingmenn, þær raðast einkennilega oft á eftir körlunum i „öruggu sætunum". 33

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.