19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 63

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 63
Þœr Vigdís Finnbogadóttir, Sigriður Th. Erlendsdóttir og Björg Einarsdóttir voru útnefndar heiðursfélagar Kvenréttindafélagsins á hátíðarsamkomu sem haldin var i tilefni af 90 ára afmœli félagsins, þann 27. janúar sl. Bryndis Hlööversdóttir, formaður félagsins, afhenti heiðursfélögunum nýju sérstök heiðursskjöl af þessu tilefni. Mæðraráð hermanna í Rússlandi The Committee of Soldiers' Mothers of Russia (CSMR) eða Mæðraráð hermanna var stofnað 1989 af 300 mæðrum. Fyrir tilstilli þess hafa 180.000 stúdentar verið kallaðir fyrr heim úr hernum til að halda áfram námi auk þess sem það á heiðurinn af bættum hag hermanna með líf- og heilsutryggingu, kauþhækkun og rétti til starfa hjá hinu opinbera. Mótmæli Mæðraráðsins hafa ekki síst beinst að átökunum í Tsjetsjeníu. Ráðið skipulagði hópferðir til Grosní og hafa hundruð mæðra gengið þangað til að leita uppi týnda syni sína; jarðsetja þá eða bjarga úr haldi. Mæðraráðið hefur í samvinnu við tsjetsjenskar konur hafið baráttu gegn átökum, þvert á allar víglínur, og m.a. mótmælt mannréttindabrotum á báðum vigstöðvum. Mæðraráðið rekur heimili fyrir flóttahermenn og vinnur að því að útrýma kúgun og dauðsföllum í rússneska hernum sem rakin eru til harðra refsinga þar. Það hefur haldið ýmsar ráðstefnur og fundi um afleiðingar stríðsrekstrar, auk þess sem gefnar eru út fréttir af atvikum sem og Minningabók sem inniheldur nöfn, myndir og persónulegar frásagnir af hermönnum sem dáið hafa á friðartímum við herþjónustu. Mæðraráð hermanna var tilnefnt til friðarverðlauna Nóbels árið 1996. Tvöfalt fleiri konur á þing í Bretlandi Konum á breska þinginu fjölgaði mjög eftir kosn- ingarnar 1. mai, eða úr 62 i 120. Heildarfjöldi þingsæta er 659 og þvi hækkar hlutfall kvenna úr 9,2% i 18%. 101 af þeim 120 konum sem koma inn á þing nú eru frá verkamannaflokknum en ihaldsflokkurinn á aðeins 12. Verkamannaflokk- urinn hefur markvisst unnið að því að styrkja kon- ur innan sinna raöa, með þvi meðal annars að koma á kynjakvótaka fyrir frambjóöendur. Flokk- urinn heitir þvi að innan áratugar verði annar hver þingmaður flokksins kona. a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.