19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 66
endurmeta stefnu og markmið félagsins frá grunni og vinnuað- ferðirnar, og lauk vinnunni með því að samþykkt var fram- kvæmdaáætlun félagsins desember 1996 - maí 1997. Á fundinum var mikið rætt um fjármál félagsins og voru þátt- takendur sammála um að þau stæðu starfseminni fýrir þrifurn. I’ví yrði að leggja höfuðáherslu á að afla félaginu fastra tekju- stofna auk félagsgjaldanna og voru viðraðar nokkrar hugmynd- ir í þeim efnum. Rétt er að geta þess að félagið fékk styrk af fjár- Iögum í ár, í fyrsta sinn í mörg ár. Styrkurinn var reyndar ekki eins hár og við hefðum óskað en þó munar verulega um hann. Segja má að landsfundur félagsins og undirbúningur hans hafi verið meginverkefni sumarsins og haustsins auk stefnumót- unarhelgarinnar. Að auki tók formaður félagsins þátt í alþjóð- legu samstarfi sem síðar verður greint frá auk þess sem nokkur tími fór í að undirbúa fyrstu umsókn félagsins til Evrópusam- bandsins vegna samanburðarverkefnis sem félagið hyggst vinna. Timamótadómi fagnað Á fundi framkvæmdastjórnar 25. feb. sk, var samþykkt ályktun um dóm Hæstaréttar frá 20. fcbrúar sl. Dómurinn felur í sér tímamót að því leyti að þar er viðurkcnnt að það sé mannrétt- indabrot að ákvarða fólki mismunandi örorkubætur á grund- velli kynferðis. Félagið mótmælti á sínum tíma dómum sem gengu á árinu 1995 þar sem stúlkum voru dærndar 75% af ör- orkubótum sem drengir hefðu fengið og sendi félagið Dómara- félagi Islands, Lögmannafélagi Islands og lagadeil HI bréf þar sem skorað var á viðkomandi að kynna lög og alþjóðasamninga er banna mismunum á grundvclli kynferðis, í sínum röðunt. Stjórnin sá því ástæðu til að fagna sérstaklega þessari stefnu- breytingu og setti fréttatilkynningu þess efnis í dagblöð. Svo virðist reyndar sem fleiri dómar séu að líta dagsins Ijós sem bendi til þess að dóntstólar séu að taka við sér varðandi löggjöf um jafnan rétt kvenna og karla, en tvö mál hafa nýlega unnist fyrir Hæstarétti þar sem mismunun á grundvelli kynferðis er viðurkennd. Heiðmerkurferö 19. júni Á kvenréttindadaginn hélt föngulegur hópur félagskvenna í Heiðmörk og voru um 200 plöntur gróðursettar í reit félags- ins. Að lokinni gróðursetningu var þátttakendum boðið á skrif- stofu félagsins þar sem frarn voru reiddar léttar veitingar í tilefni dagsins. Landsfundur KRFÍ 1996 Nítjándi landsfundur félagsins var haldinn í Hafnarfirði 27.-28. september. Bryndís Hlöðversdóttir setti fundinn á föstudags- kvöldinu, en Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ávarp- aði gesti. Síðan tók við sérstök hátíðardagskrá í tilefni þess að þann dag voru 140 ár liðin frá fæðingu Bríetar Bjarnhéðins- dóttur. Ragnhildur Rúriksdóttir leikkona túlkaði þætti úr lífi Bríetar með upplestri úr bók hennar Strá í hreiðrið. I’á sungu Sara Guðmundsdóttir og Stefán Orn Gunnlaugsson nokkur lög og Jóna Einarsdóttir lék á harmonikku milli atriða. Veislustjóri var einn af yngstu félögum okkar, Stefán Karl Stefánsson leik- listarnemi. Á laugardaginum voru hefðbundin landsfundarstörf. Fund- arstjórar voru kjörnar þær Arndís Steinþórsdóttir, Hansína B. Einarsdóttir og Inga Jóna Þórðardóttir. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar frá síðasta landsfundi og að því loknu flutti formaður MMK skýrslu sína. Hún tilkynnti jafnframt að sjóðurinn hefði ákveðið að gefa Kvennasögusafni íslands 150 þúsund krónur í tilefni af formlegri opnun safnsins í Þjóðarbók- hlöðu. Aðalefni fundarins var Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, CEDAW, sem fékk formlega heitið Kvennasáttmálinn. Frarn- sögur höfðu Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu jafnréttismála, Brynhildur Flóvens, lögfræðingur, Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyti, Lára V. Júl- íusdóttir lögmaður, Aðalheiður Héðinsdóttir, frkvstj. Kaffitárs ehf. og Inga Þyrí Kjartansdóttir, frkvstj. Atlantsfisks ehf. I fundarlok var samþykkt ályktun þar sem m.a. var ákveðið að félagið beitti sér fyrir fræðslu urn sáttmálann og kynningu á honum í samvinnu við aðra. Bent var á að SÞ legðu áherslu á nauðsyn frjálsra félagasamtaka og því þyrftu stjórnvöld að hafa samráð við KRFÍ um framkvæmd og eftirlit sáttmálns. Einnig var bent á nokkur mikilvæg atriði á sviði mannréttinda kvenna sem ekki hafa verið færð í lög hér. Félagið hafði leitað til félagsmálaráðherra um útgáfu á sátt- málanum og ávarpaði Páll Pétursson landsfundinn og færði fé- laginu að gjöf nýja vasaútgáfu sáttmálans í 2000 eintökum. Stefnumótunarhópur landsfundar lagði fram greinargerð sem fundurinn studdi heilshugar. Að loknum landsfundarstörfum var fundargestum boðið til móttöku forsetahjónanna Olafs Ragnars Grímssonar og Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur að Bessastöðum. Eftirtaldar konur voru kjörnar í stjórn félagsins: Oddný Vil- hjálmsdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir, Elín Harðardóttir, Soffia Guðmundsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Ásta R. Jóhannes- dóttir. Til vara voru kjörnar; Sigríður Friðriksdóttir, Bessí Jó- hannsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Guðrún Hall- grímsdóttir, Elsa S. Þorkelsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Guð- rún Halldórsdóttir, Guðrún Árnadóttir og Lára V. Júlíusdóttir. Opnun Kvennasögusafns íslands Kvennasögusafn Islands var formlega opnað í Þjóðarbókhlöð- unni þann 5. des. í sömu viku hafði félagið áætlað að halda jóla- fund sinn en ákveðið var að fclla fundinn niður en hvetja félaga þess í stað til að mæta á opnun safnsins. KRFI gaf safninu borð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og stól og ritvél Laufeyjar dóttur hennar í tilefni af opnuninni. 90 ára afmæli KRFÍ Þann 27. janúar sl. hélt félagið upp á 90 ára afmæli sitt, en fé- lagið var stofnað sama dag árið 1907. Dagskrá afmælisdagsins hófst með morgunverðarfúndi um kosningar og lýðræði en þar hafði dr. Ólafur Harðarson framsögu og velti því m.a. fyrir sér hvort núverandi kosningakerfi þjónaði konurn jafnvel og körl- um. Að erindi hans loknu voru umræður og fyrirspurnir en ftindurinn var vel sóttur. Kiukkan 17.00 hófst hátíðardagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Bryndís Hlöðversdóttir formaður félagsins setti hátíðina en að því loknu héldu ávörp þær Guðrún IC. Þorbergs- dóttir sem jafnframt var heiðursgestur samkomunnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi og fv. formaður KRFÍ. Á samkomunni voru þrír félagar tilnefndir heiðursfélagar, þær Vigdís Finnbogadóttir, Sigríður Th. Erlendsdóttir og Björg Einarsdóttir og voru þeim afltent heiðursskjöl í því skyni. Sophie Schoonjans lék á hörpu og tveir nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík, þær Arnbjörg Sigurðardóttir og Berglind María Tómasdóttir fluttu flautu- dúetta. Að lokinni hátíðardagskrá var bauð borgarstjóri til mót- töku. Urn kvöldið var skemmtidagskrá á vegum Listaklúbbs Leik- hússkjallarans. Kjallarinn var troðfullur af fólki og meðal gesta voru forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Dagskráin bar yfirskriftina: „Konur með penna“. Leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Edda Heiðrún Back- man, María Sigurðardóttir og Halldóra Geirharðsdóttir sögðu frá ævi og starfi íslenskra skáldkvenna í upphafi aldarinnar og lásu úr verkum þcirra, en auk þeirra stóð Auður Soffla Birgis- dóttir, bókmenntafræðingur, að sýningunni. Fjöldi skeyta og gjafa barst félaginu í tilefni afmælisins og fjöldi kvenna skrifaði greinar í dagblöð vikurnar á undan afntæl- inu. Eru öllum sem sýndu félaginu hlýhug a afmælinu færðar bestu þakkir. Afmælishátíðin vakti milda athygli fjölmiðla og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.