Sólskin - 01.07.1932, Page 6
4
Mjer fanst hug’sanir hans vera á þessa leið: »Jeg
þakka þjer fyrir, að þú gleymir ekki mállausa vin-
inum þínum. Pakka þjer fyrir, að þú hefir mint á
að gefa mjer að borða, og sjeð um að mjer væri
hlýtt á nóttunni, klappað mjer og verið mjer góður.«
Síðan hefi jeg oft hlustað á guðsdýrkun og lof-
gerð dýranna.
Dýrðlegastur er lofsöngurinn á vormorgni. Þá er
þakkað fyrir ljós og yl dags og' vors og að vetur
og nótt eru vikin á braut. Lofgerð lóunnar þarf ekki
að þýða. IJún er borin og barnfædd á tslandi og
flytur lofgerð sína á íslensku, með því að syngja:
»dýrðin, dýrðin«, og svo er lagið hennar sætt, að lotn-
ingin, blíðan og hrifningin verður ekki látin í ljósi
á einfaldari og fegurri hátt. En henni verður það