Sólskin - 01.07.1932, Page 7
5
eins og öðrum, að hún syngur ekki sífelda lofsöngva.
Stundum setur að henni þunglyndi, þá syngur hún:
»blí, blí«. Pá minnist hún langferðarinnar yfir haf-
ið, þegar hún var nær dauða en lífi af þreytu og
hungri. »Mínar eru sorgirnar þungar sem blý,« er
þá textinn við lagið hennar —• »blí, blí«.
Stcindepill eda steinklappa.
Pá kemur steinklappan full af fjöri og galgopa-
skap og skellir í góminn: »dss, dss, þetta er alt
búið og gleymt, dss, dss,« segir hún. Og þá fer lóan
aftur að syngja: »dýrðin, dýrðin,« en sú litla leik-
ur undir. Og nú þakka þær fyrir að vera komnar
heim, fyrir góða veðrið, fyrir nóg að borða, og nýtt
hreiður með elskulegu litlu dröfnóttu eggjunum. En
mest er þakklætið, þegar þær syngja þessar hugs-
anir: »Þakka þjer fyrir, að þú styggir mig ekki af
eggjunum mínum og lætur þau altaf í friði. Þakka