Sólskin - 01.07.1932, Síða 8

Sólskin - 01.07.1932, Síða 8
6 þjer fyrir matinn, sem þú færðir ungunum mínum í fvrra. Þakka þjer fyrir litlu bjölluna, sem þú bjóst til úi’ fingurbjörg og nagla og hengdir um hálsinn á gula kisa. Sú bjalla frelsaði líf litlu barnanna minna. Hve hljóðlega sem kisi læddist, heyrðu þau altaf til hans og gátu flúið, áður en hann náði þeim. Þakka þjer fyrir, að hafa aldrei stygt okkur loft- farana. Við eigum allir flugvjelar og getum forð- að okkur, en okkur þykir miklu meira gaman að fá að búa fast hjá ykkur og skemta ykkur með söngnum okkar.« Snjótitlingur að vetrinuni. Sólskríkja að sumrinu. Þá kom sólskríkja, himinglöð og hrifin yfir því, að veturinn væri loks á enda. »Þakka þjer fyrir moðsallann og brauðmolana, sem þú dreifðir fyrir okkur á snjóinn í vetur,« sagði hún. »Þá var allur maturinn minn undir svo þykkum snjó, að jeg náði hvergi í björg. Jeg yfirgef aldrei Island, þó að jeg sjái alla farfuglana fljúga burt á haustin. Jeg hræð- ist ekki íslenskan vetur. Mjer er aldrei kalt, ef jeg hefi nóg að borða. Og ef veturinn er svo hjarta- laus að hylja fyrir mjer jörðina, þá er altaf nóg til af góðum börnum, til þess að gefa okkur.«

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.