Sólskin - 01.07.1932, Page 9
7
Þegar jeg var lítill, kom jeg eitt sinn til mömmu
minnar og sagði henni að jeg heyrði, hvað litlu lömb-
in segöu. »Hvað segja þau þá, vinur minn?« sagði
hún.
»Þau segja: »Jeg í'inn ekki mömmu mína—a«.«
Síðan hefir mjer heyrst kindurnar þakka fyrir
að hætt er við að taka spenann út úr litla lamb-
inu, til þess að mjólka hann.
Jeg heyri kindina segja: »Þakka þjer fyrir, að þú
ha-fðir húsið mitt bjart og þurt í vetur, og gafst
mjer nóg að borða. Þakka þjer fyrir, að þú leiðir
mig á hornunum, en dregur mig ekki á hárinu.
Þakka þjer fyrir, að þú skilur og manst, að jeg get
fundið til alveg eins og þú, en sá er munur, að jeg
get ekki kvartað, þó að jeg eigi bágt.«