Sólskin - 01.07.1932, Side 16

Sólskin - 01.07.1932, Side 16
14 ■orði, að Paradís hlyti að vera bygð verum með slík- um dýrðarljóma. Það er sagt, að hina fagurlitu fugla sje einkum að finna í hitabeltinu og fari sjaldan saman fagur búningur og fögur söngrödd. En svo er víða í nátt- úrunni, að einn hefii- það, sem annan vantar. Ætti því enginn að öfunda annan, heldur gleðjast af því, sem gott er og fagurt í fari annara, Söngur. Söngfuglana er einkum að finna í tempruðu belt- unum. Þeir munu vei'a feður allrar tónlistar á jörð vorri. Þegar hún var verri bústaður en hún er nú, og áður en mannleg eyi'u urðu til, ómuðu söngyar fuglanna. Og enn er svo, að fátt veitir meiri unað en fagur fuglasöngur kringum bústaði mannanna. Slíkt verður þó aldrei, nema börn og- fullorðnir elski fugl- ana og láti að minsta kosti vera að ónáða þá. Þeir vita fljótt um hugi manna til þeirra og haga sjer þar eftir. Eða hvers vegna eru allir fuglar vorir styggir og varir um sig nema æðarfuglinn? Þessi eina fuglategund er svo gæf að strjúka má eggja- mæðurnar í hreiðrunum, án þess að þær róti sjer. Það er af því, að æðurin hefir lært að skoða manninn vin sinn, þar sem aðrir fuglar óttast hann eins og vjer tígrisdýr, eiturslöngur og önnur illkvikindi. Með vaxandi fegurðarsmekk Islendinga, mun þeim lær- ast að hafa unun af að hæna að sjer fuglana, virða þá fyrir sjer og taka af þeim ljósmyndir, en hrylla

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.