Sólskin - 01.07.1932, Síða 20

Sólskin - 01.07.1932, Síða 20
18 Stundum er hafður maður skamt frá, í rjettri vindstöðu, til þess að bera hljóðið, og- er það kallað að vera á vaðbergi. Þessar fýlaferðir eru erfiðar og- hættulegar; víða eru skriður og lausagrjót, sem hættulegt er fyrir sig'- manninn. Þó ekki sje nema lítil steinvala, sem fell- ur ofan af brúninni, getur hún orðið honum að bana. ef hún hittir hann í mikilli hæð. Auk þess ei' víða vondur vegur, sem ekki komast nema einstöku menn. 1 Drangana við Dyrhólaey er farið eftir fýlunga, og í einn þeirra, Háadrang, er farið eftir járnfesti á nokkrum parti, sem fest er uppi og altaf er látin hanga þar kyr. Sá, sem fyrstur fór upp með festi þessa, var Hjalti Jónsson, skipstjóri. Áður hafði einn maðui', svo menn viti, komist upp á dranginn, og tveir hrapað til dauðs, er þangað ætluðu. Fýlunga- tekja í Mýrda! fer ávalt vaxandi. Nú eiga flestar jarðir þar einhverja hluttöku í henni. Fyrir 50 ár- um var engin fýlatekja í nokkrum giljum, þar sem nú skiftir fýlung'inn þúsundum. Þvkja góð hlunn- indi að fýlatekjunni og fýlsunginn g-óð fæða. Það er einkennilegt með sjávarfugl — eins og fýlinn, að hann verpir innst inni á heiðum, fast inn við jökul, í giljum og háum hömrum. Alt sum- arið er gamli fýllinn að bera unganum fæðu, sem hann sækir í sjóinn. Er það eigi erfiðislaust. A þess- ari vegferð sinni hefir hann, auk eðlilegrar þreytu, við óvin að stríða. Þessi óvinur er kjóinn. Kjóinn Jjekkir alla aðdrætti fýlsins og eltir hann og situr um að berja hann niður, þegar hann fer með æti

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.