Sólskin - 01.07.1932, Page 24

Sólskin - 01.07.1932, Page 24
22 Sykri náð úr rófu. Og’ út á sykurrófnaakurinn kemur nú fjöldi af fólki, fátæklegu og- þreytulegu, körlum, konum og börnum, og það hefir með sjer alskonar vjelar og verkfæri, vagna og hesta. Svo er tekið til óspiltra málanna, og unnið frá morgni til kvölds og dag eítir dag. Rófurnar eru nú teknar upp og kast- að í hrúgur. Svo er kál- ið skorið af, og rófun- um er mokað upp í vagna og ekið burt, heim að sykurverk- smiðjunni, því að nú þarf að ná úr þeim sykrinum. Fyrst eru nú rófurn- ar þvegnar, náttúrlega í stórum þvottavjelum, þangað til þær eru orðn- ar hvítar og tárhreinar. Svo eru þær teknar og skornar niður í þunnar sneiðar í fjarskalega stórum vjelum, sem ganga fyrir gufuafli. Síðan eru allar þess- ar sneiðar lagðar í bleyti í heljarmiklum ámum og við það fer sykurinn úr þeim út í vatnið, alveg eins og þegar fiskur er afvatnaður, þá fer saltið úr hon- um út í vatnið. Þegar sneiðarnar eru búnar að liggja nógu lengi í bleyti, eru þær síaðar frá vatn- Sykurrófa.

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.