Sólskin - 01.07.1932, Page 25
inu. Þær eru svo gefnar litlum grísum að jeta. og
grísunum þykja þær mesta sælgæti, því að dálít-
ill sykur er eftir í þeim. -— En sykurvatninu er
veitt eftir pípum út í ákaflega stóra potta eða ker-
öld. Þar er það hitað lengi, lengi, og við það gufar
vatnið upp, -- það er soðið niður — svo að seinast
verður eftir brúnleit leðja, sem kölluð er síróp. Þið
þekkið það, ef til vill. Sjáið þið nú til. Þetta er í
rauninni alveg sama aðferðin, eins og höfð er, þeg-
ar búinn er til mysuostur. I mjólkinni er sykur,
það vitið þið, og hann er allur í mysunni. Mysan er
svo tekin og soðin niður, þangað til eftir verður
brúnleit leðja, mysuosturinn. Hann er svipaður sír-
ópinu, en ekki eins sætur, því að mjólkursykur er
miklu minna sætur en rófusykur. — Jæja, í sír-
ópinu eru alskonar efni önnur en sykur, og þeim
verður að ná í burtu, annars verður sykurinn vond-
ur á bragðið. Þetta er svo gert, — og síðan er sír-
ópið hitað að nýju, svo að enn meira vatn gufi upp
úr því, og á meðan verður að hræra í því jafnt
og þjett. — Loksins fer að myndast sykur — litlir,
brúnleitir kristallar, líkt og froststirningur, ofan á
sírópinu. Þeir verða svo fleiri og fleiri, þangað til
sírópið er orðið þykt af þeim. Þá er alt saman tek-
ið og látið í nokkurs konar skilvindu, ógurlega stóra,
og hún aðskilur svo sykurinn og sírópið. Sykurinn
er nú líkastur lausasnjó, nema gulleitur. Honum er
svo mokað saman í stórar hrúgur. Það er þetta,
sem kallað er púðursykur.