Sólskin - 01.07.1932, Síða 37

Sólskin - 01.07.1932, Síða 37
35 Þegar hún var búin að átta sig á, að þetta var henn- ar eigin drengur, sagði hún: »Hvað hafa þeir gert við þig í skólanum, Jónsi?« »Jeg var þveginn,« sagði Jón. »0g kennarinn bað mig að koma altaf hreinn í skólann. Par voru allir hreinir nema jeg.« Konunni varð svo mikið urn þetta, að hún leit á hendurnar á sjer, tók svo vatnsbala og sápu og þvoði sjer vandlega um hendur og andlit. Nú tók hún eftir því, að hreinar höndur og hreint a,ndlit, stakk illa í stúf við óhrein fötin. Hún fór þá úr öllum fötum og þvoði þau vel og vandlega og hengdi þau svo út á snúru. Nú varð konunni litið á kroppinn á sjer. Sá var nú ekki hreinn. Hún var eins og höttótt og leistótt kind, sem er öll svört, nema hvít um höfuð og fram- fætur. Hún laugaði sig nú vel og vandlega í lækn- um og sápuþvoði og burstaði, þangað til hún var orðin tárhrein, og þá stóð heima, að sólin og sunnan- vindurinn hafði þurkað fötin, svo að hún gat nú klætt sig í hrein föt. Þegar hún kom inn, tók hún eftir því, að alt hús- ið var óhreint. Pað stakk illa í stúf við hrein föt- in hennar. Hún tók nú til starfa, þvoði og skúr- aði, sópaði, dustaði og þurkaði, og Jón litli hjálpaði henni vel og drengilega. Þegar bóndi hennar kom heim, varð hann for- viða. »Hvað er þetta?« sagði hann. »Jeg held, að jeg sje í vitlausu húsi.« 3*

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.