Sólskin - 01.07.1932, Side 57

Sólskin - 01.07.1932, Side 57
oo úr sjó, eða aö mararbotninn hefir lyft sjer úr sæ. Ef til vill hafa bæði þessi öfl, eldgosin og breyt- ingar í jarðskorpunni, verið að verki við að mynda brúna. Þegar fram liðu stundir, seig' mikill hluti þessarar brúar í sæ, en nokkuð af henni varð þó -eftir, nefnilega eyjarnar fyrir norðan Skotland. Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar og Island. ísland er þannig leyfar af heljarmikilli landbrú, sem einu sinni tengdi saman Evrópu og Ameríku. Þeir kraftar, sem mynduðu. þessa landbrú, og brutu hana niður aftur, starfa enn í dag á íslandi; enn- þá berjast þeir um völd yfir landinu, eldurinn byggir það upp, en vatnið og loftið leitast við, að jafna það við jörðu. 2. »Eldurinn« (starf eldfjaUanna). I hvert skifti, þegar »öskrar djúpt í rótum lands,« er eldguðinn að reyna að brjóta af sér böndin og lyfta þunga jarðlaganna af herðum sjer. Að vísu hafa eldgos lengstum verið óvinir þjóðar vorrar, en þegar öllu. er á botninn hvolft, eru þau ef til vill tryggasti vinur landsins Fjallkonan, sem gnæfir eins og drotning úr Atlantshafi, er eins og kappi, sem berst í einvígi, og óvinirnir sækja að úr öllum átt- um. Þessir óvinir eru fyrst og fremst bylgjur hafs- ins. I orustunni við Ægi, á landið einn tryggan vin, en hann er eldurinn. Við eldgosin bætist lag á lag ofan, eins og við getum víða sjeð í fjöllum. Þar kem- ur greinilega fram beltaskifting, en hvert »belti« hef- i'r einu sinni verið hraun á yfirborði jarðar, og hin

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.