Sólskin - 01.07.1932, Blaðsíða 58
56
Eldgos nálægt Hekht.
beltin, sem ofar ligg'ja, hafa bæst við síðar, hulið
hið gamla íslancl þykkri hraunblæju, og hækkað það
um leið. Þannig er landið okkar bygt upp stig af
stigi, í hvert skifti, er Ægir hefir hafið jötuneflda
árás á strendurnar, og reynt að brjóta þær, hefir
eldguðinn hafist handa, og bætt í skarðið.
Þegar eldgos eru, brjótast lofttegundir, a-ska og
vellandi hraun upp úr jörðinni. Það er askan og
Jp-aunið, sem bæta »alin« við hæð landsins. Hvað
öskuna snertir, skýtur eldguðinn oft langt yfir mark-
ið, því mikið af henni fer oft svo hátt, að hún get-
ur borist langt í loftinu. Sem dæmi má nefna ösku-
íallið í Skaftáreldunum miklu, árið 1783. öskufall-
ið í hafi kringum Island var þá svo mikið, að far-
menn gátu safnað ösku í lófa sinn af þilförum skip-
anna. Þá barst einnig mikið af ösku til annara landa,
já, meira að segj alla leið til ítalíu og Síberíu.
Annars fellur mikið af öskunni nálægt eldstöðv-
unum, vatnsgufan í lofttegundunum, sem koma upp