Sólskin - 01.07.1932, Side 60
58
sem áður var, þegar eldfjöllin gusu hvert í kapp
við annað, og mynduðu megnið af landi voru. Eld-
fjöllin eldast, eins og alt annað í heiminum. Fyr
eða síðar kemur að því, að fjallið gýs í hinsta sinn,
þá er starfi þess lokið, eftir það getur það engu
bætt við hæð sína eða landið í kring, og tönn tím-
ans fer þá að brjóta niður það, sem áður var bygt
upp. Einhverntíma kemur að því, að öll eldfjöll á
íslandi þagna, engin hraun vella þá lengur yfir land-
ið, engin ný aska myndar þá frjósaman jarðveg, kom-
andi tímum til blessunar. Upp frá því mun tsland
aðeins eiga einn liðgjafa í hinni eilífu baráttu við
vatnið (og sjóinn) og loftið, en hann er þau öfl,
í jarðskorpunni, sem lyfta löndunum úr sæ. Slík öfl,
sem nefnd eru »hægfara hreifingar í jarðskorpunni«
eru sístarfandi, fyrir starfsemi þeirra eru sum löncl
smám saman að hækka en önnur að síga í sæ.
3. Vatnið.
I landafræðinni lærum við um árnar á Islandi,
að minsta kosti þær stærstu, hvað þær heita, hvað-
an þær koma, og hvert þær renna. Það er gífur-
legt vatnsmagn, sem á hverjum degi rennur niður
af hinum sterku herðum landsins, til þess að finna
hvíld í hinu mikla hafi, sem skolar strendurnar.
En hvaðan kemur alt þetta vatn? Það er nefnilega
bersýnilegt, að vötnin okkar myndu fljótt tæmast,
ef þeim bærist ekki vatn, í stað þess, sem árnar
bera úr þeim.
Þegar sólin hitar sjávarflötinn, leysast ótal smá-