Sólskin - 01.07.1932, Page 62

Sólskin - 01.07.1932, Page 62
GO frjósa regndroparnir og' verða að snjó, sem eykur hæð jöklanna. Svo koma árnar og lækirnir og flytja vatnið út í sjóinn á ný, og þannig fær hann end- urbætt tapið, sem sólargeislarnir voru valdandi. Þetta er í fáum orðum hringrás vatnsins í náttúr* unni. Á þessari hringrás er vatnið sístarfandi, það vinn- ur stöðugt að því, að jafna fjöllin við jörðu og gera landið flatt. Þegar árnar fossa niður brattar hlíð- ar, rífa þær með sjer alt, sem á vegi þeirra verð- ur, og ekki er þeim ofurefli, að skola með sjer smáu og stóm grjóti, eins langt niður og kraftar þeirra levfa. Þegar niður í dalverpið kemur, er áin orðin kraftminni, hún verður nú að skilja stórgrýtið eft- ir, en straumurinn er þó ennþá svo harður, að áin getur borið með sjer möl. Þegar niður á láglendi kemur, er áin orðin svo þróttlaus, að hún getur ein- ungis flutt sand og leii', einkum leirinn, og úr hon- um myndar hún eyrar, eða flytu-r hann alla leið út í sjó. Áin grefur sig dýpra og dýpra í landið, sem hún rennur um, og mvndar sjer farveg. Brátt verður farvegurinn dýpri og dýpri, hann verður að gili, en þegar tímar líða, verður gilið að dal. Að lokum grafa árnar dal við dal, langt inn í hálendið, en á milli dalanna eru fjallgarðar. En niður fjallshlíð- arnar fossa lækir, og' mynda smádali og hvylftir. Við það koma skörð og skorur í fjöllin, og þegar svona heldur áfram í margar miljónir ára, e.vðast þau með öllu, landið verður flatt.

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.