Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2010, Qupperneq 116

Fréttablaðið - 04.12.2010, Qupperneq 116
88 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Átjánda öldin gýs upp ljós- lifandi með ösku og eimyrju í skáldsögunni Jón eftir Ófeig Sigurðsson. Þar segir frá atburðum sem mótuðu og hertu Jón Steingríms- son eldklerk rúmum þrem- ur áratugum áður en hann glímdi við Skaftárelda. Jóns Steingrímssonar eldklerks er aðallega minnst fyrir Skaftáreld- ana. Eldskírn sína hlaut hann hins vegar veturinn 1755 til 1756, þegar hann hafðist við í helli í Mýrdaln- um og undirbjó komu barnshaf- andi konu sinnar. Þessir atburðir eru undirliggj- andi í skáldsögunni um Jón eftir Ófeig Sigurðsson. Daginn sem Jón kemur ríðandi norðan úr Skaga- firði niður af Kili byrjar Katla að gjósa og úr verður mesta gjósku- gos Íslandssögunnar og einn mesti harðindavetur. „Hið rólegasta og besta líf“ Hugmyndina að bókinni fékk Ófeigur þegar hann skoðaði bústað Jóns þennan örlagaríka vetur. „Það hafði talsverð áhrif á mig og gríðarlega merkilegt í sjálfu sér að hann hafi búið í þessum helli veturinn 1755 til 1756. Í kjöl- farið fór ég að endurlesa ævisögu hans, sem ég hafði lesið tíu árum áður fyrir námskeið hjá Matthíasi Viðari Sæmundssyni í íslensku í Háskólanum. Jón er ansi þögull um þessa veru í ævisögunni, það er í rauninni bara ein klausa sem segir eitthvað á þá leið að hann hafi dvalið í hellinum ásamt Þor- steini bróður sínum og Jóni vinnu- manni „og áttu þeir hið rólegasta og besta líf“. Svo segir ekkert meira um það. En þegar maður skoðar annála og samtímaheimildir sér maður hvað þessi tími hefur verið brjál- aður og aðstæður yfirgengileg- ar. Þessi vetur var kallaður sjötti í harðindum og er einn harðasti vetur í sögu landsins. 11. sept- ember 1755 urðu miklir jarð- skjálftar, fyrirboðar Kötlugossins síðar um haustið sem fyllti Suður- landið öskusorta. Og til að bæta gráu ofan á svart leggur hafís að landinu um veturinn. Ég taldi því málum blandið að lífið í hellinum hafi verið „hið rólegasta“ þennan vetur.“ Hvörf í lífi eldklerksins Jón fór ekki aðeins í Mýrdalinn til að flýja harðærið á Norður- landi og undirbúa komu Þórunn- ar, konu sinnar; hann hafði misst djáknaembættið fyrir norðan fyrir að barna ekkju klausturhaldarans í Reynistaðarklaustri. Þegar þau giftu sig komst sá kvittur á kreik að Jón og Þórunn hefðu ráðið eig- inmanni hennar heitnum bana og eltir sá kvittur hann alla leið suður. „Þetta eru hans ytri aðstæð- ur,“ segir Ófeigur, en hans innri aðstæður eru þær að þennan vetur stendur hann á ákveðnum tíma- mótum, er orðinn afhuga prest- skap og ætlar að verða bóndi og yrkja jörðina. Þarna kviknar líka áhugi hans á jarðeldum, hann skrifar sína fyrstu skýrslu um eldgos, ekki nema 27 ára gamall, og fetar sín fyrstu spor sem vís- indamaður og náttúrufræðingur. Það eru sem sagt ákveðin hvörf í hans lífi sem varða viðhorf hans til heimsins og guðdómsins, og inn í þau er ég að reyna að brjótast til að birta þau. Það er vitað að Jón skrifaði konu sinni bréf þennan vetur. Mér datt í hug að þar sem þetta var fyrir daga póstþjónustunnar og bréf bár- ust með fólki sem átti leið um land- ið, að bréfin hafi eingöngu borist frá Jóni en engin til hans, þar sem enginn átti leið í Mýrdalinn vegna gossins. Þess vegna ákvað ég að skrifa bókina sem bréf frá Jóni.“ Fífldirfska að skrifa í orðastað Jóns Bréf Jóns til konu sinnar hafa ekki varðveist og hafði Ófeigur því engar fyrirmyndir til að byggja á. Bréfin eru því að öllu leyti skáld- skapur, þótt frásögnin sé vissu- lega byggð á sögulegum atburðum og inn í hana blandist sögulegar persónur á borð við Skúla fógeta, Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Ófeigur segir bókina hafa verið tvöfalda áskorun, því ekki aðeins þurfti hann að semja söguna held- ur einnig segja hana með hinu sér- stæða tungutaki Jóns. „Það er fyrst og fremst fífldjarft og nánast heimskulegt að ætla að skrifa í orðastað Jóns Steingríms- sonar. Hann er fáheyrður stílisti og hans málfar mjög sérstakt. Ég fór þá leið að kortleggja ævisögu hans og orðfærið og bjó til litla orðabók. Ég byrjaði á því að apa upp stílinn og skrifaði bókina að hálfu leyti þannig upp. Ég prófaði síðan að skipta alveg yfir í nútíma- legt málfar, eins og ég væri sjálfur að skrifa þessi bréf. Þessu skeytti ég svo saman svo aldirnar mættu renna saman eins og í draumi, þannig úr yrði eitthvað nýtt, sem bæri keim 18. aldar og nútímaorðfæri.“ Harkaleg endurspeglun Þótt hálf þriðja öld sé liðin frá atburðum bók- arinnar kallast þeir heil- mikið á við samtímann; 11. september er alræmd dagsetning; yfirvald- ið, Skúli fógeti, reynir að rétta hagkerfi í lama- sessi við með efnahags- aðgerðum í formi Inn- réttinganna, og eldgos skekur landið og setur strik í reikninginn um gervalla heimsbyggð. „Þetta var meðal ann- ars það sem kveikti í þessari sögu,“ segir Ófeigur. „Þegar ég skoð- aði umgjörð hennar, það er að segja átjándu öld- ina, var þetta svo har- kaleg endurspeglun. Átjánda öldin er öfgaöld eins og sú tuttugasta. Á sjötta áratug 18. aldar, voru Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson sendir á flakk um landið því íslensk menn- ing var komin í þrot. Þekkingin var nánast horfin, að stórum hluta vegna Stóru bólu 1708; erlend áhrif voru mikil og erlent eignarhald yfir íslenskum afurðum. Grunn- urinn er smám saman að hverfa og þess vegna eru þeir sendir á vettvang til að kortleggja og koma stoðunum aftur undir landið, sem er að vissu leyti það sama og við erum að reyna núna.“ Næstum hættur við Speglanir bókarinnar við samtím- ann voru sumar óvæntar, til dæmis var Ófeigur langt á veg kominn þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa. „Það var ótrúlegt, ég hélt ég væri orðinn ímyndunarveikur, eða í hitakasti, að sjá það sem ég var að skrifa lifna svona við. Það var eins og að hitta Skúla fógeta! Þá ætlaði ég að hætta við bókina; þetta var of banalt. Stórfenglegir atburðir eins og hrunið og eldgos, fara fyrst inn í efsta lag menningarinnar, í túrismann og poppið, efst í hrifn- inguna, en sjatna smám saman og seytla niður í lögin þar undir. Það var undarlegt að vera að vinna í svo mikilli fjar- lægð frá samtímanum en vera allt í einu orðinn eins og fréttaritari goss- ins! Að skrifa eldskýrslu eins og Jón.“ Fékk smjörþefinn af því að standa í sporum Jóns Ófeigur afréð þó að halda sínu striki og leyfa eldgosinu að renna inn í bókina. „Ég var að skrifa um hvernig væri að vera í Mýrdalnum í öskusorta og fékk þarna tækifæri til að upplifa það sjálf- ur. Ég stökk því upp í bíl og fór enn einu sinni inn í hellinn hans Jóns. Mér fannst ég sjá myndina af Jóni í hellinum skýr- ar í gegnum öskumökk- inn og fékk smjörþef- inn af því hvernig var að vera í hans sporum. Þannig að fyrir bókina reyndist gosið því að lokum eins og hálf- gerð sending að ofan.“ Ófeigur segir speglunina ekki eingöngu hafa verið samfélags- lega eða sögulega, heldur líka persónulega. „Maður er alltaf að skrifa sjálfsævisögu tilfinningalífsins og Jón Steingrímsson talaði til mín. Það er svo margt hægt að læra af honum og ævisagan hans finnst mér vera svo rík af fegurð. Og ég dvaldi með Jóni inni í hell- inum því ég þurfti eins og hann að gera ýmis grundvallarmál upp við mig og endurskoða afstöðu mína til lífsins.“ bergsteinn@frettabladid.is 88 menning@frettabladid.is Í DIMMUM, DIMMUM HELLI ÓFEIGUR SIGURÐSSON „Maður er alltaf að skrifa sjálfsævisögu tilfinningalífsins og Jón Steingrímsson talaði til mín. Það er svo margt hægt að læra af honum.” FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Villa Bergshyddan Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan í Stokkhólmi. Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega samvinnu í huga. Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið bústaðinn að láni, án endurgjalds, í eina eða tvær vikur á tímabilinu 18. apríl til 2. október 2011. Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Umsóknareyðublöð fást á www.reykjavik.is/menningogferdamal og www.stockholm.se/nordisktsamarbete Umsóknir sendist í síðasta lagi 1. febrúar 2011 til: Stockholms Kulturförvaltning, Nordiskt kultursamarbete, Yvonne Boulogner, Box 16113 SE - 103 22 Stockholm Nánari upplýsingar veitir Hildur Sif Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590 1520, netföng:hildur.sif.arnardottir@reykjavik.is og yvonne.boulogner@kultur.stockholm.se IN MEMORIAM Á MOKKA Margrét Jónsdóttir listmálari sýnir brot úr myndröðinni IN MEMORIAM á Mokka við Skóla- vörðustíg. Verkin eru unnin með eggtemperu á pappír og eru unnin í París. Hugsunin að baki þeim er mörkin á milli listar og framleiðslu á tímum þar sem starf listamanna er ofurselt og metið á forsendum markaðarins. Mér fannst ég sjá myndina af Jóni í hell- inum skýrar í gegnum öskumökk- inn og fékk smjörþefinn af því hvernig var að vera í hans sporum. Þannig að fyrir bókina reynd- ist gosið því að lokum eins og hálfgerð sending að ofan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.