Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 6

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 6
6 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. EFNAHAGSMÁL Hraða á úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja samkvæmt samkomu- lagi viðskipta- og efnahagsráðu- neytsins, fjármálafyrirtækja og ýmissa samtaka og félaga atvinnu- rekenda. „Stefnt er að því að fyrir 1. júní hafi fjármálafyrirtækin lokið skoð- un á fjárhagsstöðu þessara fyrir- tækja og gert lífvænlegum fyrir- tækjum sem eru í fjárhagsvanda tilboð um úrvinnslu skulda þeirra,“ segir í tilkynningu frá aðilum sam- komulagsins sem undirrituðu það í gær. Rætt er um fyrirtæki með skuld- ir sem nema allt að einum millj- arði króna. Miða á við að heildar- skuldsetning fyrirtækis að lokinni úrvinnslunni verði ekki yfir eigna- og rekstrarvirði þess að viðbættu virði annarra trygginga og ábyrgða fyrir skuldum þess. Ríkið mun end- urskoða opinber gjöld og skatta- skuldir „með það fyrir augum að fresta greiðslum eða fella niður skuldir, sé það í hag allra hlutaðeig- andi aðila,“ segir í gögnum samn- ingsaðilanna. „Við víkjum verulega til hliðar hefðbundnum viðmiðunum í skatta- legum efnum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í raun og veru er búin hér til heimild til að fella niður allt sem er undir fimm hundruð milljónum þegar töp hafa verið fullnýtt og fyrning- ar og afskriftarreglur nýttar í botn. Fyrirtækin leggja þá af stað án nokkura skattaskulda út í lífið.“ Árni Páll Árnason, viðskipta- og efnahagsráðherra, sagði fyrirtæki nú fá svigrúm til annars en ein- göngu þess að halda sjó. „Þau geta farið að byggja upp starfsemi sína og bæta við fólki frekar en að láta fólk fara. Ég tel því að þetta sé mjög mikilvæg aðgerð til að vinna bug á því atvinnuleysi sem þegar er orðið og skapa forsendur fyrir hagvexti á næsta ári og aukinni fjárfestingu strax á fyrra hluta næsta árs,“ sagði Árni Páll. Úlfar Steindórsson, formaður Viðskiptaráðs, sagði áætlunina geta leyst fyrirtæki og einstaklinga úr skuldafangelsi. „Við trúum því að þetta sé ein fljótvirkasta efnahags- aðgerðin sem hægt er að fara í á þessari stundu,“ sagði Úlfar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, kvaðst sérstak- lega ánægð með víðtæka samstöðu um samkomulagið. Frá hruni hefðu fjármálafyrirtækin fyrst og fremst boðið skammtímalausnir. „Það er mikilvægt að komast þangað að við séum að skoða langtímalausnir,“ sagði Birna. „Þetta er stórkostlegt tækifæri til að koma lífvænlegum fyrir- tækjum á beinu brautina,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. „Við erum mjög ánægðir og vonumst til að sjá fleiri slíkar áhrifaríkar aðgerðir til að koma hjólum atvinnulífsins af stað.“ gar@frettabladid.is Bjarga fyrirtækjum sem eiga sér lífs von Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, fjármálafyrirtækja og atvinnulífsins undirrituðu í gær samkomulag sem greiða á úr skuldavanda lífvænlegra lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Skattaeftirgjöf og skuldaniðurfelling eru meðal ráðstafana. SAMKOMULAG UNDIRRITAÐ Úlfar Steindórsson, formaður Viðskiptaráðs, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Birna Einarsdóttir, formaður Samtaka fjármálafyrir- tækja, Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra, Vilhelm Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda, skrif- uðu undir samkomulag í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aðgerðir gegn skuldavanda ■ Fyrirtæki með skuldir allt að 1.000 milljónum geta fengið skuldir lækkaðar niður að virði fyrirtækis- ins. ■ Fyrirtæki geta fengið biðlán á lágum vöxtum án greiðslna í þrjú ár. ■ Ljúka á tillögum um fjárhagslega endurskipulagningu fyrir 1. júní á næsta ári. ■ Ríkið og opinberir aðilar endur- skoða gjöld og skattaskuldir. ■ Viðskiptaskuldir verða ekki færðar niður tengist þær daglegum rekstri og viðskiptasamböndum. ■ Stjórnvöld beita sér fyrir þátttöku opinberra lánastofnana. Ert þú skráð(ur) í stjórnmála- flokk? Já 32,9% Nei 67,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að seinka klukkunni á Íslandi? Segðu þína skoðun á Vísir.is. STJÓRNSÝSLA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, sagði í sam- tali við Bylgjuna í gær að úttekt menntamálanefndar Alþingis og Ríkisendurskoðunar á fjármálum Hraðbrautar væri óheppileg. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna, þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál,“ sagði Þorgerð- ur Katrín, sem var menntamála- ráðherra á árunum 2003 til 2009, en Hraðbraut tók til starfa árið 2003. Þorgerður benti þó á að ekkert ólöglegt hefði átt sér stað þegar stjórnendur og eigendur skólans greiddu sér út arð með ofgreiðslum frá ráðuneytinu. 37 prósent af rekstrarútgjöldum Menntaskólans Hraðbrautar eru greidd í laun starfsmanna. Kemur þetta fram í skýrslu mennta- málanefndar Alþingis um úttekt Ríkisendurskoðunar á fjármálum skólans. Hlutfall launakostnaðar hjá Hraðbraut er helmingi lægra en gengur og gerist í framhalds- skólum á vegum ríkisins, þar sem það er að jafnaði um 75 prósent. Stjórnendur skólans eru harðlega gagnrýndir fyrir meðferð á opin- berum fjármunum sem fengist hafa í gegnum þjónustusamninga við menntamálaráðuneytið. Í kjöl- farið hefur Ríkisendurskoðun nú kallað eftir öllum gildandi samn- ingum sem ráðuneytin tólf hafa gert við hina ýmsu aðila, en þeir eru 141 talsins. Stjórnendur skólans og eigend- ur Hraðbrautar ehf., fyrirtækisins sem rekur Menntaskólann Hrað- braut, greiddu sér út 177 milljón- ir króna í arð á tímabilinu, þrátt fyrir að skólinn hafi ekki verið rekinn með hagnaði. - sv Fyrrverandi menntamálaráðherra segir skýrslu menntamálanefndar um Hraðbrautar óþægilegt mál: Hraðbraut gagnrýnd fyrir meðferð á opinberu fé ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON Skólastjóri og eigandi Hraðbrautar er harðlega gagnrýndur í skýrslu menntamála- nefndar Alþingis um úttekt Ríkisendur- skoðunar á fjármálum skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PARÍS, AP Frelsisher Kosovo myrti fjölda almennra borgara sem teknir höfðu verið til fanga og seldi úr þeim líffærin eftir að stríðinu í Kosovo lauk árið 1999. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sviss- neska þingmannsins Dick Marty, sem er kunnur fyrir rannsókn Evrópuráðsins á fangaflugi banda- rísku leyniþjónustunnar CIA. Glæpirnir voru samkvæmt skýrslunni framdir í Fushi-Kruje í Norður-Albaníu, nálægt helsta alþjóðaflugvelli landsins. Fórnarlömbin, bæði and- stæðingar Frelsishers Kosovo og Serbar, voru skot- in og skurðlæknar námu síðan úr þeim líffærin. Í skýrslunni er Drenica-hópurinn svokallaði bendl- aður við málið, en leiðtogi hans er Hashim Thaci, núverandi forsætisráðherra Kosovo og fyrrverandi foringi í Frelsishernum. Ríkisstjórn Kosovo kallar skýrsluna rógburð en hún verður til umfjöllunar á þingi Evrópuráðsins í janúar næstkomandi. Á þriðjudag var tekið fyrir tengt dómsmál í Pristina í Kosovo þar sem sjö manns eru sakaðir um aðild að umsvifamiklum alþjóðlegum líffæra- söluhring. Saksóknari sagði þá að sjúklingar frá Kanada, Þýskalandi, Póllandi og Ísrael hefðu greitt á bilinu 80-100 þúsund evrur hver fyrir líffæri úr fátæklingum frá Austur-Evrópu og Mið-Asíu. - mt Skýrsla tengir forsætisráðherra Kosovo við morð og líffærasölu: Frelsisher Kosovo seldi líffæri VIÐ DÓMSHÚSIÐ Skurðlæknirinn Lutfi Dervishi (t.h.) er talinn vera höfuðpaur alþjóðlegs líffærasöluhrings. Hann kemur hér út úr dómshúsi í Pristina á þriðjudag ásamt Arban syni sínum. KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.