Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 18
18 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars, á Írlandi Írar eru langt komnir í rafbílavæð- ingu. Paul Mulvaney, framkvæmda- stjóri ESB ecars á Írlandi, segir að til þurfi samstarf hins opinbera, bílaframleiðenda og orkufyrir- tækja. Framfarir í þróun rafhlaðna ýta undir væntingar um stóraukna notkun rafbíla. Stórstígar framfarir á sviði hönnunar raf- hlaðna ýta undir væntingar um að rafbíla- notkun verði á endanum mjög útbreidd. Þá auka framfarir á þessu sviði líkurnar á að rafhlöður í bíla þoli betur kulda. Í október var sett heimsmet í Þýskalandi þegar breytt- um Audi-rafbíl var ekið 600 kílómetra á einni hleðslu. Tilraunir með slíkar ofur- rafhlöður standa þó enn yfir og þær ekki fjöldaframleiddar. Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars á Írlandi, segir að þar hafi menn, líkt og hér rekið sig á að kuldar hamli notkun raf- bíla. „En fjöldi bílaframleiðenda hefur nú þegar náð langt í þróun betri rafhlaðna, auk þess sem sumir bílar eru búnir forhitara og þurfa því ekki að eyða orku í það þegar tekið er af stað,“ segir hann. Írar eru í hópi þeirra þjóða sem lengst eru komnar í upptöku rafbíla. ESB er orku- fyrirtæki sem annast bæði virkjanafram- kvæmdir og dreifingu orku á Írlandi. ESB ecars er svo dótturfyrirtæki stofnað utan um uppbyggingu dreifikerfis fyrir raforku í samgöngum. Að sögn Mulvaneys er ýtt undir notkun rafmagnsbíla á Írlandi með samstarfi bíla- framleiðenda, stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Stjórnvöld búa þá til hvatann til skiptanna, bílaframleiðendur fallast á að útvega bíla hraðar en þeir annars hefðu gert og við sjáum um uppbyggingu dreifikerfis orkunnar.“ Hann bætir um leið við að samkeppni sé í framleiðslu og sölu orkunnar. „Hugmyndin er að orkufyrirtækin geti boðið ökumönnum ólíka kosti og gjöld.“ Mulvaney áréttar að markmið Íra sé að draga úr útblæstri og því sé mikill ávinning- ur í rafbílavæðingunni, en megnið af orku- framleiðslu landsins sé vistvænt, með vatns- afls-, vind- og sjávarfallavirkjunum. „Við byggjum nú upp stoðkerfið sem þarf að vera til áður en notkun rafbíla getur orðið almenn,“ segir Mulvaney og bætir við að ekki sé úr vegi að líkja ástandinu við það þegar myndbandstæki komu fyrst fram. Írar séu meðvitaðir um hættuna á því að enda með „Betamax“ hleðslustöðv- ar í stað „VHS“, en Mulvaney óttast það þó ekki með þeim búnaði sem orðið hefur fyrir valinu og aðferðafræði sem beitt er. Notuð eru sjö pinna tengi sem eru nokkuð útbreidd, meðal annars á Norðurlöndum og þess gætt að setja sem skilyrði við kaup á búnaði að hann gangi við staðlað samskiptakerfi sem bæta megi við og ólíkir framleiðendur geti notað. „Við kaupum bara hleðslustöðvar sem geta tekið við og skilað gögnum á ákveðinn hátt, en framleiðendur þeirra reyna vitan- lega að selja með tækjunum sinn eigin hug- búnað. Við hins vegar látum ekki láta ein- skorða okkur við einhvern einn ákveðinn hugbúnað og framleiðanda.“ olikr@frettabladid.is PAUL MULVANEY Í kuldakasti í byrjun mánaðarins var, samkvæmt heimildum blaðsins, gerð óformleg tilraun í Reykjavík með getu Mitsubishi iMiev rafmagnsbíls, sem er líkur þeim hér að ofan. Í ljós kom að í tólf stiga gaddi dugði rafhlaða bílsins bara í tæplega 40 kílómetra akstur. MYND/ESB ECARS Þríþætt átak þarf til rafbílavæðingar „Þó svo að sérfræðingar séu sammála um tækni og hvernig skynsamlegast sé að byggja upp slíka rafbílavæðingu þá hefur verið erfiðara að finna út hvernig á að standa straum af kostnaði,“ segir á vef þró- unarfélagsins Northern Lights Energy (NLE) um rafbílavæðingu Íslands. „Óskastaða á hverjum stað væri ef stjórnvöld kostuðu slíka uppbyggingu eða eitthvert opinbert fyrirtæki, en um það er ekki að ræða hér á landi. Þess vegna eru farnar aðrar leiðir til að láta þetta verða að veruleika hér á landi.“ Lausnin er sögð felast í að leita til fyrirtækja og stofnana um að standa saman að uppbyggingunni. „Með því að fá fjölmarga til að leggja sitt af mörkum þá verður á fimm árum möguleiki til að byggja upp slíkt heildarkerfi og á þeim tíma eru allir helstu bílaframleiðendur að koma með sína rafbíla á markað.“ Sýn NLE á nánustu framtíð rafbílavæðingar hér á landi, hleðslustöðvar og uppbyggingu dreifikerfis er að finna á vefnum www.nle.is. Einkaframtak um rafbílavæðingu Íslands Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Fyrirtækjaþjónusta Pósthússins býður upp á hagstæða heimsendingu á jólapökkum til þinna viðskiptavina, hvort sem er á höfuð- borgasvæðinu eða á Akureyri • Sérhæfð heimsendingarþjónusta til fyrirtækja og einstaklinga • Dreifum hvort sem er að degi eða kvöldi. • Hátt þjónustustig sniðið að þínum þörfum. • Dreifum einnig frá Akureyri til höfuðborgarsvæðis. Allar nánari upplýsingar gefa sölufulltrúar Pósthússins í síma 585 8300 eða 585 8330 Pósthúsið ehf Suðurhraun 1, 210 Garðabær s: 585 8300, www.posthusid.is Við komum jólapakkanum til skila
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.