Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 26

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 26
 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR26 Umsjón: nánar á visir.is „Við erum rosalega montin af okkar fólki,“ segir Unnur Magnús- dóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi. Fimmtán manna hópur frá Dale Carnegie á Íslandi rakaði til sín verðlaunum á ráðstefnu fyrirtækisins í Miami í Banda- ríkjunum á dögunum. Vörumerk- ið hér fékk fyrstu verðlaun frá móðurfélaginu ytra fyrir fram- úrskarandi árangur á milli ára. Þá tóku þær Anna Guðrún Steins- en og Ragnheiður Aradóttir 1. og 2. sæti í flokknum besti þjálfari í Evrópu, Afríku og Mið-Austur- löndum. Unnur var sjálf á meðal helstu ræðumanna á ráðstefnunni en þar fór hún yfir aðstæður íslenskra fyrirtækja. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Þegar allt fór á hliðina gaf Dale Carnegie þau ráð að gefa í og auka útgjöld til markaðsmála. Það gerð- um við og eyddum hverri einustu krónu sem við áttum í markaðs- setningu. Við erum á því að það hafi skilað sér,“ segir Unnur og bætir við að samstarfsfólki hennar úti finnist með ólíkindum hvern- ig Íslandi hafi tekist til miðað við önnur og mun stærri lönd. „Þeir ná því ekki að þótt við séum rétt rúmlega 300 þúsund veltum við meiru en rúmlega fjörutíu milljóna manna markaður á Spáni,“ segir hún. - jab Íslendingar raka til sín verðlaunum í Bandaríkjunum: Dale Carnegie hér vekur athygli í vestri Eignarhaldsfélagið 7 hægri, einkahlutafélag Kristján Ara- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra viðskiptabankasviðs hjá Kaupþingi, var úrskurðað gjald- þrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Lánasamningar félagsins eru allir í erlendri mynt og nema 2,1 milljarði króna. Skuldirnar eru tilkomnar vegna lántöku Kristjáns við kaup á hlutabréfum í Kaupþingi árið 2006. Allir lánasamningar eru í erlendri mynt og engar eignir til í búinu upp í skuldir, að sögn Helga Birgissonar lögmanns sem skip- aður var skiptastjóri. Gjaldþrotið verður auglýst á næstu dögum og hefur skilanefnd Kaupþings, sem er eini kröfuhafinn, tvo mánuði til að lýsa kröfum í búið. DV greindi frá því í júní í fyrra að lánveitingar Kaupþings til Kristjáns vegna kaupa hans á hlutabréfum í bankanum hefðu um mitt ár 2006 numið tæpum níu hundruð milljónum króna. Þá var ekki útilokað að Kristján hefði tekið aukin lán til frekari hlutabréfakaupa fram að banka- hruni. Kristján sagði í samtali við DV í nóvember 2008 að auk lánsins frá Kaupþingi hefðu hann og kona hans, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrver- andi menntamálaráðherra, lagt ævisparnaðinn að veði í hluta- bréfakaupin. „Ævisparnaðurinn er farinn, en við eigum þó alla- vega húsið… Við höfðum mikla trú á Kaupþingi,“ sagði hann. Fram kemur í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis að Kristj- án hafi fært hlutabréfaskuld- ir sínar inn í einkahlutafélagið 7 hægri ehf. í febrúar 2008 að fengnu leyfi Hreiðars Más Sig- urðssonar, forstjóra Kaupþings, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, þá fjármálastjóra bankans. Stjórn Kaupþings ákvað í miðju bankahruni að aflétta persónulegri ábyrgð þeirra stjórnenda bankans sem hann lánaði háar fjárhæðir til hluta- bréfakaupa. Slitastjórn Kaup- þings rifti ákvörðuninni í vor og hefur samið við hluta fyrrver- andi starfsmanna Kaupþings um endurgreiðslu á láninu. Helgi útilokar ekki að Kristján sé í persónulegum ábyrgðum fyrir einhverjum hluta lánanna sem hann fékk vegna hlutabréfa- kaupanna. Ekki náðist í Kristján vegna málsins þegar eftir því var leitað í gær. - jab Félag Kristjáns skuld- ar rúma tvo milljarða Einkahlutafélagið 7 hægri var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Engar eignir eru til á móti skuldum. Ekki er útilokað að Kristján Arason sé persónu- lega ábyrgur fyrir hluta skulda, segir skiptastjóri. ÁRANGRINUM FAGNAÐ Starfsfólk Dale Carnegie fagnaði vel þegar það tók við verð- launum í Bandaríkjunum á dögunum. KRISTJÁN ARASON Skiptastjóri einkahlutafélagsins 7 hægri segir ekki útilokað að Kristján sé í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. 100 ÞÚSUND HLUTIR verða gefnir út í rekstrarfélagi samfélagsvefjarins Facebook á næstu dögum. Þeir verða boðnir upp á vefsíðunni Sharespost. Lágmarksboð í hlutina verður 23 dalir á hlut, samkvæmt bandaríska við- skiptatímaritinu Forbes. Slitastjórn Kaupthing Singer & Fried lander (KSF), banka Kaup- þings í Bretlandi, hefur greitt kröfuhöfum 45 prósent af kröfum í bú bankans. Reiknað er með að endurheimtur muni nema á milli 78 og 84 prósentum. Þetta kemur fram í skýrslu til kröfuhafa frá lög- fræðingum Ernst & Young í Bret- landi sem stýra slitum á KSF. Breska fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn KSF við fall Kaupþings 8. október 2008. Fram kemur í skýrslu til kröfu- hafa að 953 kröfum hafi verið lýst í búið upp á 5,4 milljarða punda, jafnvirði 982 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í skýrslunni að heildarútlán KSF námu þremur milljörðum punda, jafnvirði tæpra 546 milljarða króna. Þar af höfðu 43 prósent skilað sér til baka í lok september. Fjórðungur lánanna var til kaupa auðugra einstakl- inga á einkaþotum, þyrlum og lúx- usskútum. Lán til einkaþotukaupa hafa verið greidd til baka að fullu en verið er að fá viðskiptavini bankans til að endurfjármagna hin lánin til að greiða bankanum. Þá kemur fram í skýrslunni að nokkur tilboð hafi verið lögð fram í lánasafn KSF. Tilboðin hafi verið undir væntingum og þeim því ekki verið tekið. Búið er að skipta lána- safninu upp með það fyrir augum að auka verðgildi þess. - jab Kaupthing Singer & Friedlander greiðir kröfuhöfum: Reikna með 84 prósenta heimtum Nánari upplýsingar varðandi auglýsingar veitir: Örn Geirsson, sími: 512 5448, netfang: orn@365.is Áramótaannáll Markaðarins - uppgjör á árinu 2010 í viðskiptalífinu Hvað stendur upp úr í viðskiptalífinu á árinu sem er senn liðið? Hvernig tókst fyrirtækjunum að vinna sig út úr erfiðleikunum? Hvernig er alþjóðlega umhverfið? Hvað er framundan á nýju ári? Markaðurinn ræðir við fjölda fólks í viðskiptalífinu. Dómnefnd Markaðarins velur bestu og verstu viðskipti ársins og menn viðskiptalífsins árið 2010. Áramótaannáll Markaðarins kemur út miðvikudaginn 29. desember. „Þetta er stórkostlegt og gefur okkur færi á að ráða einn forrit- ara og halda áfram með það sem við gerum,“ segir Steinunn Anna Gunnarsdóttir, framleiðandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu Locatify. Fyrirtækið hlaut í síðustu viku styrk Nordic Game Program upp á hálfa milljón danskra króna, jafn- virði tæpra 10,5 milljóna íslenskra króna, til framleiðslu á tölvuleikn- um Fjársjóðsleit. Leikurinn er ein- göngu fyrir iPhone-farsíma frá Apple. Styrkinn fær Locatify til að þróa leikinn áfram og koma honum á markað. Leikurinn er hugsaður sem net- leikur fyrir hópa sem keppa í fjár- sjóðsleit. Hann byggir á leiðsagnar- forritinu Locatify Iceland sem kom út í sumar. Í því forriti er hægt að nota GPS-staðsetningartækni iPhone-símans til að kalla fram upplýsingar um ýmsa staðhætti. Leikurinn er framhald af því og gefur þeim sem spila hann mögu- leika á að nýta ratleikinn bæði til skemmtunar og fræðslu, að sögn Steinunnar. Nordic Game Program er verk- efni sem menningarmálaráðherr- ar Norðurlandaríkjanna fimm ýttu úr vör fyrir fimm árum og hvetja á til framleiðslu og dreifingar á nor- rænum tölvuleikjum fyrir börn og unglinga. Veittir eru styrkir tvisv- ar á ári. 252 umsóknir bárust Nord- ic Game Program í ár og fengu þrettán fyrirtæki styrk. - jab SKOT ÚR RATLEIKNUM Hjónin Leifur Björn Björnsson, leikjahönnuður Locati- fy, og kona hans Steinunn vinna að því að þróa ratleik fyrir iPhone-farsíma. Íslenskur fjársjóðsratleikur fyrir farsíma hlýtur rúmlega tíu milljóna króna styrk: Ætla að ráða fleiri forritara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.