Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 34

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 34
34 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Þ etta er nú bara æsku- della sem hefur haldist við og aukist frekar en hitt,“ segir Baldur Sveinsson ljósmyndari, sem var að gefa út þriðju árbók sína um flugvélar á Íslandi. „Mér finnst svo skemmtilegt að horfa á þessa gripi og fylgjast með þeim og svo er þetta líka sögulegur áhugi.“ Baldur gaf út bókina Flugvélar á og yfir Íslandi árið 2007. Að sögn Baldurs seldist sú bók vel. „Hún kom út ofan í ákveðið tóma- rúm. Mál og menning gaf bókina út og auglýsti hana mikið og fyrir vikið seldist hún vel. Í kjölfarið fékk ég svo þessa hugmynd að búa til árbók og félagar mínir í flug- klúbbunum hvöttu mig áfram.“ Baldur byrjaði að mynda flug- vélar árið 1964 en ekki þó af krafti fyrr en 1970. „Ég á því safn sem nær þangað aftur. Þetta hefur gengið í bylgjum. Ég hafði til dæmis mjög gaman af því að fara upp á Keflavíkurflugvöll og fylgjast með flugvélunum þar.“ Baldur segir að töluvert af flugmönnum sé til í að fljúga með hann í ljósmyndaleiðangra og enn aðrir sem vilji fljúga módelunum – það er vélunum sem hann síðan myndar. „Í 99 prósent tilvika þarf ég ekki að greiða fyrir flugið, annars stæði þetta ekki undir sér,“ segir Baldur. „Þetta eru fimm hundruð bækur sem ég læt prenta og ef þær seljast allar er ég á þokka- lega réttu róli, rétt ofan við plús- inn.“ Baldur segir að á ýmsu hafi gengið við útgáfu nýjustu bókar- innar. „Það má segja að þessi Murphy, sem lögmálið er kennt við, sé orðinn góður vinur minn. Það hefur allt gengið á aftur- fótunum. Þetta eru öflugar og góðar vélar sem bókin er prentuð í. Þetta er mjög fullkomin litaljós- myndatækni sem er við að eiga en fyrst fóru valsar í prent smiðjunni og svo spennuvírar. Svo fór þetta í límingu uppi í Odda og þá hrundu fræsarinn og límarinn þar. Þá tafðist útgáfa bókarinnar um viku,“ segir Baldur hlæjandi. Þótt á ýmsu hafi gengið getur Baldur farið að brosa út í annað því bókin var væntanleg úr lím- ingu sama dag og hann ræddi við Fréttablaðið og hún ætti því að vera komin í flestar betri bóka- búðir. Á þeim tæplega fimmtíu árum sem Baldur hefur verið að mynda flugvélar hefur safnast upp gríðar- lega stórt myndasafn sem hleypur á tugum þúsunda mynda. Af þessum þúsundum er ein mynd í uppáhaldi hjá Baldri en sú mynd birtist í stóru bókinni sem hann gaf út árið 2007. „Það var mynd sem ég tók úr Phantom- vél af tveimur öðrum Phantom- vélum og einni Awacs-ratsjárvél. Myndina tók ég við Stokksnes við Eystrahorn árið 1979. Þessi mynd fer ekki úr minninu enda hef ég bara tvisvar flogið með Phantom- vélum,“ segir Baldur. En hver ætli sé uppáhaldsflugvélin hans? „Ég hef alltaf verið hrifinn af aflinu og kraftinum í orrustu- þotum. Allar flugvélar hafa samt sinn sjarma. Það gerist til dæmis varla betra en að vera í lítilli vél með opinn glugga og með aðra vél sveimandi í kring.“ Hver flugvél hefur sinn sjarma Baldur Sveinsson var að gefa út sína þriðju árbók um flugvélar. Hann hefur haft einlægan áhuga á flugvélum frá því hann var strákur. Í samtali við Kristján Hjálmarsson segir hann frá flugvélaáhuga sínum, uppáhaldsvélinni og eftirminnilegustu myndinni. UPPÁHALDSMYNDIN Tvær F-4E Phantom-vélar frá 57. flugsveit sem var á Keflavíkurflugvelli frá 1954 til 1995 fylgja E-3A Sentry Awacs-ratjárvél yfir ratsjárstöðina á Stokksnesi við Eystra-Horn. Tekin í maí 1979. MYNDIR/BALDUR SVEINSSON TF-GNÁ Gæsluþyrlan TF-GNÁ fer á loft á flughátíðinni á Akureyri 19. júní 2010 undir styrkri stjórn Sigurðar Ásgeirssonar flugstjóra. GÍTARAR Douglas Dakota TF-NPK sést hér þegar 70 tölvuleikjagíturum var kastað úr henni í gíginn Rauðu- skál við Heklu um klukkan 23.00 hinn 3. júlí 2010. SÚ STÓRA Antonov AN-225, stærsta flugvél heims, í lendingu á Keflavíkurflugvelli 6. október. BÓKIN Cessna 172 Skyhawk yfir gosstöðvunum á Fimmvörðu- hálsi prýðir kápu nýjustu bókar Baldurs Sveinssonar. BALDUR SVEINSSON Hann hefur haft gríðarlegan áhuga á flugvélum frá því hann var smástrákur. Mér finnst svo skemmti- legt að horfa á þessa gripi og fylgjast með þeim og svo er þetta líka sögu- legur áhugi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.