Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 38

Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 38
38 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR B ezti flokkurinn komst til valda í borgarstjórn Reykjavíkur af því að fólk var orðið þreytt á gömlu pólitíkusunum. Bezti flokkurinn lofaði því að það yrði skemmtilegra að búa í Reykjavík og framan af, að minnsta kosti eitthvað fram eftir sumri, leit út fyrir að flokkurinn nálgaðist ýmis viðfangsefni með nýjum og hressilegum hætti. Það var áður en kom að stóra viðfangsefninu, sem var að fást við fjármál borgarinnar. Þá kom í ljós að Bezti flokkurinn og Samfylk- ingin áttu ekki fyrir mörgum af skemmtilegu loforðunum. „Ég vildi óska þess að hún væri skemmtilegri, að við gætum boðið öllum borgarbúum ókeypis í strætó og ókeypis í sund og ókeypis handklæði. Kannski náum við að gera það næst. Það væri gaman,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætluninni í fyrra- dag. Og gaf svo í skyn að það hefði bæði verið erfitt og leiðinlegt að ná saman þessari fjárhags áætlun. Staðreyndin er sú að við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar örlaði ekki á nýrri hugsun eða vinnubrögðum. Þetta var gert með gamla laginu; gatinu lokað með því að hækka skattana og gjaldskrár borgarinnar. Sú leið er alltaf auðveldari fyrir stjórnmálamennina en að skera niður kostnað. Þá þarf að segja upp fleira fólki. Þá rísa upp sérhagsmuna hópar, sem missa spón úr aski sínum. Það er svo miklu þægilegra að dreifa skaðanum á sem flesta, þannig að hagsmunirnir séu ekki eins afmarkaðir og engir augljósir talsmenn, sem geta farið að berja á pólitíkusunum. Þetta er þekkt leið, margreynd og henni fylgir enginn ferskur andblær hress- leika. Niðurskurðurinn krefst hins vegar pólitísks hugrekkis og sömuleiðis frumleika og útsjónarsemi. Það getur þurft að breyta því hvernig hlutirnir hafa lengst af verið gerðir. Ekkert af þessu virðist Bezti flokkurinn hafa átt til hjá sér. Í reynsluleysi sínu og hugmyndaleysi virðist hann bara hafa afhent embættismönnum borgarinnar og samstarfsfólkinu í Samfylkingunni stjórnvölinn og leyft þeim að ráða ferðinni við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Embættismenn vilja aldrei skera niður kostnað; það eru ekki þeirra hagsmunir. Og það hefði auðvitað ekki litið vel út fyrir Samfylkinguna í ríkisstjórn ef það hefði komið í ljós að í borgar- stjórn væri áfram hægt að lækka kostnað í opinberum rekstri og komast hjá því að hækka skatta. Skatta- og gjaldahækkanir Bezta flokksins og Samfylkingarinnar koma verst niður á barnafjölskyldum í borginni. Hér í Frétta- blaðinu var á dögunum tekið dæmi af fimm manna fjölskyldu með meðaltekjur, tvö börn í leikskóla og það þriðja í skóla. Skatta- og gjaldahækkanir borgarinnar kosta þessa fjölskyldu tæplega 150.000 krónur á ári og til að eiga fyrir þeim útgjaldaauka getur þurft hálfs mánaðar aukavinnu – ef hún er þá í boði. Ætli fólkinu sem þannig er ástatt um þyki skemmtilegt að borga meira? Eða ætli því finnist bara frekar leiðinlegt að borgarstjórnar- meirihlutinn sé ekki betur starfi sínu vaxinn en raun ber vitni? Hvaða ferski andblær fylgdi Bezta flokknum við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar? Leiðinlegt Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fjárhagsáætlanagerð stendur nú yfir hjá sveitarfélögum landsins. Þar á bæ, líkt og annars staðar, býður fjárhagsleg staða ekki upp á annað en aðhaldssemi og sparsemi. Það skiptir hins vegar öllu máli hvar er spar- að þegar kemur að þjónustu sveitar félaga. BSRB hefur undanfarið brýnt þingmenn til að minn- ast þess fjöreggs sem þeir hafa í höndum sér; velferðar- kerfis þjóðarinnar. Sú brýn- ing á engu að síður erindi til sveitarstjórnarmanna. Þeir bera jafn mikla ábyrgð á því að ekki sé höggvið að rótum þess velferðarkerfis sem íslensk þjóð hefur byggt upp síðustu áratugi, oftar en ekki við kröpp kjör. Ákvarðanir kjörinna full- trúa í sveitarstjórnum hafa áhrif á þá þjónustu sem börn og fjölskyldur viðkomandi sveitarfélags treysta á. Nærþjónustan er ysti hringur velferðarkerfisins. Börn eiga að njóta þess að lifa áhyggjulausu lífi, stunda sínar tóm- stundir og geta treyst á það öryggisnet sem nærþjónustan er þeim, óháð efnahag foreldranna. Velferð barna og fjölskyldna hvílir því á herðum kjörinna fulltrúa sveitar stjórna. Sveitarfélög eru mislangt á veg komin með sínar fjárhagsáætlanir og til að mynda samþykkti Reykja- víkurborg sína á þriðjudag. Sé hún skoðuð má sjá að útgjöld til mennta- sviðs og íþrótta- og tómstundasviðs dragast saman. Þjónusta þessara sviða er sú sem stendur næst börn- um borgarinnar. Á sama tíma láta stjórnendur borgarinnar undir hælinn leggjast að nýta sér að fullu heimild til hækkunar útsvars. BSRB telur að velferðarkefið eigi að greiða úr sameiginlegum sjóð- um landsmanna. Útsvarstekjur eru hluti þeirra sjóða og þjónusta við börn er hluti velferðarkerfisins. Enginn þarf að velkjast í vafa um þörf á samdrætti útgjalda. Það er enginn að stinga hausnum í sandinn og heimta allt fyrir alla. Krafan er hins vegar skýr: Verjum velferðina. Þetta þurfa allir sveitarstjórnarfulltrúar að hafa í huga, þeir sem hafa samþykkt áætlanir, en ekki síst hinir sem eiga það eftir. Nærþjónustan og velferðin Velferðar- kerfið Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Krafan er hins vegar skýr: Verjum velferðina. Þetta þurfa allir sveitar- stjórnarfull- trúar að hafa í huga. Fagurt Heiti lagafrumvarpa og þings ályktunar- tillagna eru yfirleitt heldur þurr og leiðinleg. Dæmi: Reglur um verkferla og hæfnismat við opinberar embættis- veitingar, Olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðaustur- landi, og Ákvörðun nr. 17/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn. Snöggtum fallegri eru heiti tillagn- anna Staðgöngumæðrun og Þríhnjúkagígur en fegurðarverðlaunin þetta árið fær Guðmundur Stein- grímsson fyrir klukkutil- löguna sína. Hún heitir „Þingsályktunartillaga um seinkun klukkunnar og bjartari morgna“ og er fegurðin ein. Ha? Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið um ágæti frjálsra félagasamtaka og mikil- vægi þess að skattleggja þau ekki um of. Í greininni nefndi hún dæmi um félagsamtök, „sem snerta líf okkar allra“. Meðal slíkra samtaka er, að sögn Eyglóar, Kvenfélagasamband Íslands. Hér verður ekki gert lítið úr starfsemi þess en er ekki full djúpt í árinni tekið að segja Kvenfélaga- sambandið „snerta líf okkar allra“? I told you so Óráðsían sem viðgekkst árum saman í Menntaskólanum Hraðbraut er „í besta falli óheppileg“ að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem var menntamálaráðherra nær allan tímann sem ósköpin gengu á. Hún segir málið hins vegar ekki mega verða til þess að vinstri menn segi „I told you so“. Þá hlýtur að mega spyrja: Af hverju ekki? Hafi einhverjir varað við rekstrarforminu, mega þeir þá ekki benda á að þeir höfðu rétt fyrir sér? bjorn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.