Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 58

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 58
 16. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Á hverjum jólum stækkar hóp- ur þeirra sem þykir hnetusteik ómissandi á veisluborðið, en það eftirsótta sælkerafæði má panta hjá Manni lifandi. „Hnetusteik er mesti hátíðarréttur grænmetisætunnar, en hátíðleik- inn felst ekki síst í því hversu lang- an tíma tekur að undirbúa hana og elda. Það getur verið dálítill galdur að láta hana heppnast vel og marg- ar uppskriftir í gangi, en uppskrift Hrafnhildar yfirkokks hefur yfir sér rómað orðspor enda dýrindis réttur sem sannir sælkerar njóta að upplifa á jólum,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Manns lifandi, þar sem biðlisti eftir hnetusteik Hrafnhildar leng- ist ár frá ári. „Jólamatur Íslendinga ræðst af hefðum, og víst vil ég fá hangi- kjötslykt í húsið líka. Hins vegar þurfti að salta gamla jólamatinn fram úr hófi svo hann geymd- ist vel og markmiðið ekki endilega besta bragðið eða gæðin. Síðan hafa tímarnir breyst og nú geta landsmenn eldað allan mat úr fersku hráefni frá grunni, öfugt við þá tíð þegar grænmeti þekktist varla og ávext- ir sáust bara á jólum. Við þurfum því að upphugsa jólamatinn á ný og festast ekki í hefðum hefðanna vegna,“ segir Arndís sem ávallt hefur hnetusteik á aðfangadags- kvöld, sem og hægeldaða nauta- lund í ár, ásamt fullt af girnilegu, heimagerðu meðlæti. „Fjölskyldan tekur öll þátt í matseld jólanna og krakkarnir eru duglegir að skera, blanda og smakka. Samverustundir jólanna snúast svo mikið um veislumat og þeirrar fyrirhafnar ber að njóta með hægð og í stemningu. Íslend- ingar eru dálítið snöggir með jóla- matinn sem er skiljanlegt með litla krakka sem vilja drífa sig í pakk- ana, en okkur finnst mikilvægt að elda hægt, borða hægt, tala um matinn og njóta til hins ítrasta,“ segir Arndís sem leggur til æf- ingamatseld á nýjum jólamat áður en hann er borinn fram í fyrsta sinn. „Ávísun á vel heppnaða hnetu- steik er að hún sé stökk og „crunchy“, því hún missir marks ef hún verður mjúk eins og slátur í miðjunni. Sá galdur kostar und- irbúning og ég mundi hiklaust gera hnetusteik frá grunni áður en ég byði stórfjölskyldunni í slíkt sælkerafæði á jólum,“ segir Arndís og bætir við að besta meðlætið sé sætkart- öflustappa, Wald- orfsalat, heima- gert rauðkál og sveppasósa. „Best er að áætla hnetusteik ríflega því hún er fljót að klárast og jafnvel þeir sem voru efins geta ekki annað en fengið sér aftur þegar þeim komast á bragð- ið.“ Hnetusteik Manns lifandi að hætti Hrafnhildar Sigurðar- dóttur matreiðslumeistara fyrir sex (2 steikur eða 2,5 kg) olía 2 stk (300 g) laukur, saxaður 2 stk (800 g) kúrbítur, skorinn í litla ferninga 5 stk. (600 g) gulrætur, skornar í litla ferninga 2 tsk paprikukrydd ½ tsk eða ¼ tsk (eftir smekk) cayenne-pipar ½ tsk. pipar 2 tsk basil 1½-2 dl (150-200 ml) Tamari-soja- sósa ½ dl (50 ml) chilimauk (Sambal olek) 250 g möndlur, hakkaðar og rist- aðar 250 g heslihnetur, hakkaðar og ristaðar 400 ml kókosmjólk 300-350 g tómatar í dós, hakkaðir (krydd- og aukaefnalausir) 150 g haframjöl Steikið lauk og krydd í olíu á pönnu þar til hann hefur mýkst vel, setjið þá í djúpan pott. Steikið gulrætur og kúrbít á sömu pönnu þar til fengið á sig fallega steikarskán og bætið í pottinn. Ristið hnetur í ofni á bökunarpappír við 200°C þar til gullinbrúnar. Bætið þeim í pottinn og blandið öllu vel saman. Hafið með- alhita undir pottinum, bætið við kókos- mjólk og tómötum og þykkið maukið með haframjöli í restina. Setjið hnetu- deig í form, sirka 1 kíló fyrir hvora steik og þjappið vel. Bakið í ofni við 150- 160°C í 60 mínútur, dreifið þá hnetum og möndluflögum yfir og bakið áfram í 10 mínútur eða þar til falleg steikarhúð hefur myndast og hnetur og möndlur eru fallega gylltar á lit. Njótið með sveppasósu og jafnvel Jólachutney frá Manni lifandi. Villisveppasósa 1 stk meðalstór laukur, saxaður 3 stk skalottlaukar, saxaðir 200 g sveppir, skornir í sneiðar 100 g villisveppir (látnir liggja í bleyti í klukkustund) ½ tsk. oreganó ½ tsk pipar ¼ tsk cayenne-pipar 1 tsk basil ½ dl Tamari-sojasósa 2 dl grænmetissoð (eða vatn og grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu) grænmetiskraftur eftir smekk 2–3 dl rauðvín, eða Amé-vatn (villi- berja) rjómi eða kókosmjólk eftir smekk Má þykkja með Kuzu, fyrir þá sem vilja (fæst í Manni lifandi) Aðferð: Setjið olíu í pott og steikið lauk ásamt kryddum. Bætið þá sveppum og villisveppum í pottinn (sigtið vatnið frá áður). Bætið við rauðvíni og sjóðið niður um 20 prósent; bætið þá við rjóma eða kókosmjólk eftir smekk. Ekki er þörf á að salta sósuna. Hnetur í hátíðabúningi Arndís Thorarensen með unaðslega hnetusteik sem nýtur vaxandi vinsælda og lesendum gefst nú færi á að útbúa sjálfir með fágætri uppskrift hússins. Útkoman fer svo eftir natni, ást og umhyggju hvers þess sem við steikina nostrar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gjafakörfurnar frá Manni lifandi eru fullar af jákvæðum skilaboðum um mikilvægi þess að láta sér umhugað um heilsu okkar nán- ustu og vellíðan. Ýmsar samsetningar eru í boði en einnig er hægt er að fá þær sérsniðnar að þörfum hvers og eins. Úrvalið af lífrænni mat- vöru er fjölbreytt; þurrkaðir ávext- ir, gourmet-kex, hágæða súkkulaði, snyrti vörur, heilsudrykkir, vítamín og bætiefni, svo fátt eitt sé nefnt. Að auki er í boði úrval bóka, lífs- klukkna og heilsudýna. Það er vissu- lega sælla að gefa en þiggja en ánægj- an felst ekki síður í því að vera ábyrgur neytandi og kaupa vörur sem eru framleiddar eftir lífrænum stöðlum. Með því að velja lífrænt ertu ekki einungis að stuðla að betri heilsu og vellíðan hjá sjálfum þér heldur einnig að styðja mikilvæga þætti eins og umhverfis- vitund og dýraverndunarsjónarmið. Einnig eru öll lífræn matvæli laus við herta fitu og önnur umdeild aukaefni eins og aspartam, tart- razine og MSG. Vert er að taka fram að öll erfðabreytt matvæla- framleiðsla er bönnuð samkvæmt lífrænum stöðlum. Þetta og margt fleira mælir með því að velja lífrænt. Betri heilsa er góð jólagjöf Engiferöl er frábær lífrænn gosdrykkur fyrir alla fjölskylduna. Hann er sættur með eplasafa og því laus við allan viðbættan sykur. Milt engiferbragð gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan og því kjörinn yfir hátíðarnar. Þú verður að prófa! Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur um jólin Fæst í verslunum um allt land
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.