Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 60
 16. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Ferskt kjötborð er að finna í fjórum verslunum Hagkaups: á Akureyri, Eiðistorgi, Garðabæ og í Kringlunni. „Þar erum við með allar tegundir af kjöti og fiski sem hugsast getur,“ segir Leifur Þórsson kjötiðnaðar meistari. „Helsta nýjungin er sú að fólk getur nú sent tölvupóst til okkar og lagt inn fyrir- spurn um nánast hvað sem því dettur í hug á net- föngin kjotbordkri@ferskar.is og kjotbordgbr@ ferskar.is,“ upplýsir Leifur en fólk fær þá svar til baka um hvort hægt sé útvega vöruna, hvenær hún verði tilbúin og hvað hún kosti. Og er hægt að nálg- ast hvað sem er? „Já, því sem næst, ef það er leyfi- legt á Íslandi,“ segir Leifur glaðlega. Hann bætir við að milli jóla og nýárs verði boðið upp á ferskan túnfisk og ostrur í kjötborðinu. Ferskt borð á fjórum stöðum Boðið verður upp á ferskan túnfisk og ostrur í kjötborðinu milli jóla og nýárs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hamborgarhrygg Hagkaups þarf ekki að sjóða heldur aðeins stinga inn í ofn. Honum fylgja einnig ítarlegar mat- reiðsluleið beiningar. „Sérstaða hamborgar hryggs- ins liggur í fyrsta lagi í því að hann er sérvalinn og salt- aður minna en aðrir hrygg- ir. Því þarf ekki að sjóða hann í vatni heldur er hægt að setja hann beint í ofn og elda.“ Þannig lýsir Leifur Þórsson kjötiðnaðarmeist- ari hamborgarhryggnum sem Ferskar kjötvörur framleiða fyrir Hagkaup. „Þetta er eini hryggur- inn á markaðnum sem er framleiddur með þessari aðferð,“ segir Leifur og vill meina að með því að sleppa því að sjóða hrygginn verði hann mun safa ríkari fyrir vikið. Ferskar kjötvörur þróðuðu aðferðina og hafa notað í fjögur ár við góðan orðstír. „Þetta er eini hryggurinn sem landslið matreiðslumanna setur nafn sitt við og mælir með.“ En hvað tekur langan tíma að verka hvern hrygg? „Fyrst er hryggurinn léttsaltaður, lát- inn hvíla og moðna yfir nótt og síðan volgreyktur við beykisag daginn eftir. Það tekur því tvo til þrjá daga að búa til svona ham- borgarhrygg,“ svarar Leifur og bætir við að svínakjötið sem komi frá Stjörnugrís á Kjalarnesi sé ávallt ferskt og alíslenskt. Hryggurinn er gríðarvinsæll að sögn Leifs en hann gerir ráð fyrir að um fimm- tíu þúsund Íslendingar leggi sér hann til munns yfir hátíðarnar. Því má ætla að mikil vertíð ríki nú í fyrirtækinu. „Já, það er gríðarmikil vinna að koma öllu þessu hangikjöti, hamborgarhryggjum og öðrum jólamat í búðirnar. En þetta er allt- af jafn skemmtilegt,“ segir Leifur og hlær. Hann er því næst inntur eftir matreiðsluleiðbeiningum. „Aðalatriðið er að fara eftir mat- reiðsluleiðbeiningunum sem eru á miðanum,“ svarar Leifur en upp- skriftina má finna hér að neðan. Ferskar kjötvörur hafa nýlega sett á markað nýja vöru. Það eru fjórir forréttir sem koma nánast tilbúnir í pökkum. „Þetta eru tað- reykt lambainnralæri, sveitapaté, grafið lambafillet og nautavöðvi en hann kemur þó ekki í verslanir fyrr en milli jóla og nýárs,“ segir Leifur. Sósur fylgja öllum rétt- unum sem eru ætlaðir fjórum til fimm en það eru til dæmis pipar- rótarsósa og hindberjasósa. Gæðin eru ekki af verri endan- um. „Fyrir grafna lamba filletið og sveitapatéið fengum við gull- verðlaun í fagkeppni kjötiðnaðar- meistara og fyrir patéið fengum við bikar fyrir bestu vöruna í flokki paté og kæfa,“ segir Leifur en smekklegar framreiðslutillögur er að finna utan á pakkningunum. ELDUNARAÐFERÐ Setjið 5 dl af köldu vatni í ofn- skúffu í miðjum ofni. Hryggurinn er settur í ofnskúffuna og eldað- ur við 160°C í 90 mínútur. Þá er hryggur inn penslaður með sykur- gljáa og settur aftur inn í ofn í um 15 mínútur við 220°C. Látið hrygg- inn standa í 10 mínútur áður en hann er skorinn. Mælt með hryggnum af matreiðslumönnum Leifur með fjóra forrétti sem nýlega eru komnir á markað. Tveir þeirra, grafið lambafilet og sveitapaté, hlutu gullverðlaun í fag- keppni kjötiðnaðarmeistara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SALT MINNI VELDU JÓLASTEIKINA AF KOSTGÆFNI j p p Fyllt úrbeinað lambalæri að hætti Jóa Fel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.