Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 78

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 78
 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Bækur ★★★ Forngripasafnið Sigrún Eldjárn Forngripasafnið er ný skáldsaga eftir Sigrúnu Eldjárn og segir af Rúnari sem flytur ásamt föður sínum út á land og inn í byggða- safn sem faðir hans hefur tekið að sér. Á safninu reynist ekki allt með felldu og smám saman afhjúpa Rúnar og vinir hans þús- und ára gamlan leyndardóm. Dampurinn í sögunni er dálít- ið ójafn og ráðgátan ekki í fyrir- rúmi allan tímann. Sagan af því hvernig Rúnar reynir að koma sér fyrir í nýjum landshluta er brotin upp með hugleiðingum skúrksins í sögunni, en lengi vel eru þær svo ómarkvissar að þær kveikja ekki forvitni. Umræddur skúrkur er einnig dreginn afar óljósum dráttum sem veldur því að áhuginn á gátunni verður tak- markaðri en ella. Lausnir sögunnar eru oft með allnokkrum ólíkindum. Stund- um er þetta skemmtilegt, eins og þegar hópur sænskra fornleifa- fræðinga finnur upp sérstakt tæki sem getur kallað fram heilmynd- ir af fortíðinni, með nokkrum haganlega staðsettum geislum. Langsóttara er þó að fornleifa- fræðingarnir sænsku ákveða á síðustu stundu, þegar tækið er einmitt ný tilbúið, að drífa sig til kol- lega síns á Íslandi og prufukeyra app- aratið þar! Þó er Forngripa- safnið ein þeirra sagna þar sem nútímatækni er mikið til hundsuð. Það virkar þving- að og óeðlilegt í bók sem kemur út árið 2010 að pilt- ur geti ekki náð í foreldra sína um lengri tíma vegna þess að annað þeirra „þrjóskist við“ að fá sér GSM-síma og hitt sé utan þjón- ustusvæðis. Rúnar er skemmtilegur strák- ur og félagar hans, tveir krakk- ar úr næsta húsi, líka. Sigrún hefur lengi skrifað skemmti- lega samsetta barnahópa – hér er til dæmis ein þriggja sögu- hetja nokkrum árum yngri en hinar sem eykur á fjölbreytnina án þess að virðast þvingað. Feður barnanna eru líka vel skrifaðir. Þó má setja spurningarmerki við að leyfa sjónarhorninu að flakka frá Rúnari með þeim hætti sem hér er gert – lesendur sjá nokkr- um sinnum í hugskot pabba Rún- ars og fleiri persóna, án þess að það virðist framvindunni nauð- synlegt. Textinn í bókinni er brotinn upp með teikningum Sigrún- ar sem lífga mikið upp á hana. Þær eru ekki jafnlíflegar og maður á að venjast frá henni, eins og til dæmis í hinum stór- skemmtilegu Árstíð- um sem þau Þórarinn Eldjárn sendu frá sér í haust, en þær eiga heldur ekkert að vera það – hér er textinn í aðalhlutverki. Sigrúnu ferst raun- ar líka vel að lýsa með orðum – óreiðan á forngripasafninu stendur lesendum auðveldlega fyrir hugskotssjónum og maður þarf ekki að hafa ferðast víða um landsbyggðina til að brosa í kampinn þegar vinkona Rúnars leiðir hann um þorpið og segir „þetta skrýtna geimskip þarna er kirkjan“ (bls. 44). Það er margt vel gert í þessari bók og hún er greinilega skrifuð af fagmanni – en fléttan er veik- asti hlekkurinn í skáldskapar- keðju þar sem sögusvið, persónur og lýsingar eru öll með ágætum. Arndís Þórarinsdóttir Niðurstaða: Haganlega skrifuð saga sem líður fyrir heldur þunglamalega fléttu. Leyndardómar fortíðar Sveppabókin – íslenskir sveppir og sveppafræði – byggir á hálfrar aldar rann- sóknum Helga Hallgríms- sonar náttúrufræðings á sveppum í íslenskri náttúru. Í henni er um eitt þúsund tegunda getið og 700 þeirra lýst. Bókin er ein þeirra sem tilnefndar hafa verið til Íslensku bókmenntaverð- launanna í flokki fræðirita. „Okkar skrautlegasti sveppur er berserkjasveppur, sem ég kalla berserk. Það er eins og að koma í ævintýraland að hitta á hann,“ segir Helgi Hallgrímsson sem hefur farið vítt og breitt um land- ið að rannsaka sveppaflóruna. Nú er afraksturinn kominn út á 632 síðna bók sem prýdd er ótal mynd- um og aðgengilegum upplýsingum. Þar eru ekki bara matsveppir held- ur líka fúasveppir, ryðsveppir og fléttur, meira að segja sjálflýsandi sveppir enda á bókin eflaust eftir að verða mörgum leiðarljós. „Ég byrjaði að fást við sveppi fyrir um fimmtíu árum en hóf ekki að skrifa þessa bók fyrr en um 1990 og tók þriggja ára hlé upp úr alda- mótunum meðan ég skrifaði bók um Lagarfljót. Undanfari þessar- ar sveppabókar var kver um mat- sveppi sem Garðyrkjufélagið gaf út eftir mig og kom út 1979. Það er dálítill munur á stærð þess og nýju bókarinn- ar sem ég vona að auki áhuga Íslendinga á sveppum.“ Bókin skiptist í megindráttum í tvo hluta. Fyrri hlutinn er almennt efni um sveppi og þar er drepið á flest sem kemur þeim við, lifnaðar- hætti, nýtingu og hættur en í seinni hlutanum eru lýsingar á tegundum og flokk- um. „Langmest er um íslenska sveppi en fáeinar útlendar teg- undir fljóta með. Þær eru frægar á einhvern hátt, annað hvort ban- eitraðar eða þær eru góðir matsveppir,“ útskýrir höfundurinn. Helgi segir mikið hafa fjölgað í sveppa- flórunni hér á landi síð- ustu ár. Það geri skógræktin. „Sveppirnir fylgja svo mikið trján- um og koma í kjölfar þeirra, sér- staklega hattsveppirnir. Okkar bestu matsveppir eru þannig til- komnir eins og lerkisveppur og furusveppur.“ Helgi er fæddur og uppalinn á Fljótsdalshérðaði og búsettur þar eystra. Hann hlýtur því að vera í kjörlendi sveppafræðingsins. „Já, hér í meginlandsloftslaginu fyrir austan og norðan hafa fundist flest- ar tegundir, annars vaxa sveppir hvar sem er þegar viðrar fyrir þá. Þeir spretta bara seinni part sum- ars og á haustin og þá þarf helst að vera dálítið rakt og sæmilega hlýtt líka. Það geta komið ár sem lítið ber á þeim.“ Helgi hefur ekki bara þurft að finna sveppina heldur líka nöfn á þá. „Það voru afskaplega fá nöfn til á sveppum hér á landi. Mátti telja þau á fingrum annarrar handar, þannig að ég þurfti að búa til nokkur hundruð nöfn. Sum komu fram í sveppakverinu en flest eru að koma í fyrsta skipti á prenti núna. Ég er líka alltaf að breyta þeim því ég er sjaldnast alveg ánægður með þau.“ Helgi viðurkennir að dálítils tómarúms gæti nú þegar yfirlegu yfir þessu stórvirki sé lokið. Í for- mála bókarinnar kemur fram að upp úr 1960 ætl- aði hann að taka stórsveppaflóru Íslands til doktorsprófs en kennar- ar hans við háskólann í Göttingen sáu ýmis tormerki á því og báru við þekkingarskorti. Dembir hann sér ekki bara í doktorinn núna? „Nei,“ segir hann og hlær við. „Ég er nú orðinn 75 ára og hef ekki mikinn áhuga á gráðum.“ - gun EINS OG Í ÆVINTÝRALANDI HELGI HALLGRÍMSSON EINIREYNIRYÐ Úr Eldborgarhrauni á Mýrum. MYND/ÁSTA DAVÍÐSDÓTTIR HVERFISSKRÝFA Mörkin Hallormsstað 24.8. 1988 (H.Kr). BERSERKJASVEPPUR Hið óvenjulega litarfar og glæsileiki, að viðbættum vímu- áhrifum, hefur skapað honum sérstöðu meðal sveppa um allan heim og um hann hafa spunnist óteljandi munnmæli og þjóðsögur. (Ólafur Jónsson, Kópavogi.) Geggjaðir aukavinningar! Sendu SMS skeytið ESL JOL á númerið 1900. Þú færð spurningu og svarar með því að senda SMS skeytið ESL A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið! Aðalvinningur: iPhone 4 + 10.000 kr. inneign hjá Tónlist.is *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 23.desember. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 22.desember 2010 10. HVER VINNUR! Viltu vinna iPhone 4? DVD myndir og margt fleira... T. d. þ es sa r ddddddddd..dddddd..dddddd.d.d.ddddddddddddddddd.dddddddddddddddddddddTT.TTTT.T.T.TTTTTTTTTTTTTTTTT þe s þe sesesssesssssssssssssssssssssssssssssessssssssssssesssssssssesesssþe sssssss þe sssssesssseseseeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeþeeþeþeeeeeeeþeþeþeþeþeeeeeþeþeþeþeþeeþeeþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþþ rrrrrrrrarsa rrrrrrrarsa r sasaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaasasaaaaasasaassssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss Og margt fleira... Tölvuleikir T.d . þ es si r Kippa af Malti og Appelsíni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.