Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 94
78 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR
Hulk Hogan kvæntist kærustunni
sinni, hinni snoppufríðu Jennifer
McDaniel, fyrr í vikunni. Athöfn-
in átti að vera friðsæl og fór fram
á strönd í Flórída.
En veislan fór öðruvísi en
ætlað var. Ljósmyndari mætti
óboðinn á svæðið og ætlaði að
ná myndum af brúðkaupinu en
starfsmaður Hogans sagði honum
að hypja sig. Ljósmyndarinn lét
sig ekki og slagsmál brutust út
þegar Hogan og McDaniel voru
að fara með brúðkaupsheitin.
Lögreglan var kölluð á svæðið, en
enginn var handtekinn.
Slegist í
brúðkaupi
ÓFRIÐUR Slegist var í brúðkaupi glímu-
kappans Hulks Hogan í vikunni. Hér
er Hogan ásamt fyrrverandi eiginkonu
sinni og börnum.
Leikarinn Mark Wahlberg fer
með aðalhlutverkið í kvik-
myndinni The Fighter þar sem
hann leikur hnefaleikakappa.
Wahlberg þurfti að fylgja ströngu
mataræði og stunda líkamsrækt
af kappi í heil fjögur ár fyrir
hlutverkið.
Eftir frumsýninguna var leik-
arinn feginn að geta aftur borðað
allt það sem hann langaði til. „Ég
borða allt þessa dagana. Ég varð
háður súkkulaðibitakökum og
öðrum sætindum, ég hef nú í raun
aldrei borðað mikið af slíku fyrr
en núna,“ sagði leikarinn í nýlegu
viðtali við tímaritið People.
Eiginkona Wahlbergs var þó
ekki jafn ánægð með sælgætis-
átið. „Hún sagði að fyrst ég væri
kominn í svo gott form þá ætti ég
ekki að sleppa mér í óhollustunni.
En ég þarf að taka mér pásu.
Þegar henni lýkur fer ég aftur í
ræktina.“
Gott að
borða nammi
SÆLGÆTISGRÍS Leikarinn Mark
Wahlberg nýtur þess að borða kexkökur
og annað sælgæti. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarabarnið og ungstirnið Willow Smith hefur átt góðu
gengi að fagna undanfarið og nú hefur hún sótt ráð til popp-
dívunnar Beyoncé um það hvernig skal tækla frægðina.
„Beyoncé og Jay Z eru mjög góð að gefa mér ráð um press-
una, fjölmiðlana og sönginn. Ég nýti mér það vel,“ segir
Willow Smith við fjölmiðla vestanhafs en bætir við að
foreldrar hennar séu einnig duglegir að styðja hana en
þau Will og Jada Pinkett Smith ættu að luma á góðum
ráðum fyrir dóttur sína.
Hin tíu ára gamla söngkona hefur slegið í gegn
með lagið Whip My Hair og er á leiðinni í tón-
leikaferðalag með Justin Bieber á næsta ári.
Willow leitar ráða hjá Beyoncé Knowles
RÁÐGJAFI Poppdívan Beyoncé miðlar af reynslu
sinni við ungstirnið Willow Smith. Hin tíu ára
gamla söngkona er á leið í tónleikaferðalag með
Justin Bieber eftir áramót.
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010