Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 16.12.2010, Qupperneq 110
94 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Dóra Stefánsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hill- una vegna þrálátra hnémeiðsla. Hún er aðeins 25 ára gömul en á glæsilegan feril að baki. Dóra varð Íslandsmeistari með Val árið 2004 og tvívegis bikar- meistari, 2001 og 2003. Hún fór svo árið 2006 í atvinnumennsku til Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur verið síðan. Liðið varð meist- ari í haust en Dóra náði ekkert að spila með í ár vegna meiðslanna. Dóra á að baki 47 leiki með A- landsliði Íslands og skoraði í þeim þrjú mörk. Síðast lék hún með landsliðinu gegn Króatíu í mars á þessu ári en hnémeiðslin versnuðu til muna eftir þann leik. „Ég var draghölt og það small ítrekað í hnénu næstu vikurnar,“ segir Dóra við Fréttablaðið. „Ég gat mjög lítið gert. Ég gat ekki einu sinni farið út í búð og borið pokana heim. Það tók tíma að jafna sig á því.“ Dóra segir að ákvörðunin nú hafi verið tekin með það í huga að hún geti lifað eðlilegu lífi. „Minn stærsti sigur var að geta hreyft mig aftur eðlilega í hvers- dagslegu lífi. Aðalmarkmiðið var að komast aftur í fremstu röð í fótboltanum en stundum fer lífið svona með mann.“ Dóra segir að ákvörðunin hafi verið erfið og ekki tekin á einum degi. „Þetta er búið að vera langt ferli og lengi í gerjun. Ég var að hjakkast í því allt árið að koma mér aftur í form. En það gefur bara ekkert eftir, þetta blessaða hné,“ segir hún. Dóra hitti Sveinbjörn Brandsson landsliðslækni tvisvar á þessu ári vegna meiðslanna. „Hann sagði að hnéð væri einfaldlega búið að taka sitt í gegnum árin. Brjóskskemmd- in gengur aldrei til baka. Það kost- ar sitt að spila í jafn sterkri deild og sænsku úrvalsdeildinni og það væri ekki hægt að sjá fyrir hvern- ig það myndi enda fyrir hnéð. En þetta var mín ákvörðun og ég gerði mér grein fyrir því að ég hefði aldrei getað treyst hnénu.“ Hún segir að hún hafi eytt mikl- um krafti í endurhæfinguna í ár. „Ég æfði 8-10 sinnum í viku, oftast ein, og hélt alltaf í vonina um að koma til baka. Síðan fór ég að efast um hvort það væri virkilega þess virði að taka þessa áhættu. Auð- vitað er þetta hræðilega erfið ákvörðun og ég hefði ekki trúað því að ég hefði þurft að taka hana 25 ára gömul. En ég hef verið með sálartetrið í rússibanareið og því fór þetta svona.“ Dóra hefur verið í námi með boltanum í Svíþjóð og ætlar nú að hella sér í það af fullum krafti. „Ég hef aðeins getað verið í hálfu námi með boltanum en ætla að ein- beita mér að því nú og bæta jafnvel einhverju við mig,“ segir hún en félagið hennar, Malmö, virðist vera reiðubúið að bjóða henni starf innan sinna vébanda. „Ég hef rætt lauslega við þá um það. Ég ætla að gefa mér tíma og leyfa sárunum mínum að gróa áður en ég helli mér aftur í fótboltann, hvort sem það er í þjálfun eða eitt- hvað annað. Þetta er stórt félag og mikið af verkefnum í gangi þar. Ég er ekki að kveðja fótboltann fyrir fullt og allt og ætla ekki að henda skónum – þeir verða geymdir á góðum stað,“ segir Dóra í léttum dúr. eirikur@frettabladid.is Með sálartetrið í rússibanareið Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir hefur neyðst til að hætta í fótbolta aðeins 25 ára gömul vegna þrálátra hnémeiðsla. „Minn stærsti sigur var að geta hreyft mig aftur eðlilega,“ segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. LYKILMAÐUR MEÐ LANDSLIÐINU Missirinn er mikill fyrir íslenska landsliðið en Dóra Stefánsdóttir, til hægri, hefur verið lykilmaður á miðjunni undanfarin ár. Hér er hún með Margréti Láru Viðarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Næsta umferð N1 deildarinnar býður upp á frábæra leiki; spennandi grannaslagir eru á dagskrá auk þess sem toppliðið sækir meistarana heim. Mætum á völlinn og styðjum okkar menn! UPPHITUN FYRIR HM Í JANÚAR! N1 DEILD KARLA Haukar – Akureyri Ásvellir í kvöld kl. 18:30 Afturelding – Selfoss Varmá í kvöld kl. 19:30 FH – HK Kaplakriki í kvöld kl. 19:30 Valur – Fram Vodafonehöll í kvöld kl. 19:30 FÓTBOLTI „Þetta er mikil synd og mikill missir fyrir kvennalands- liðið,“ segir landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson um ákvörðun Dóru Stefánsdóttur um að hætta í knattspyrnu vegna meiðsla. „Ég vona að þetta sé ekki endan leg ákvörðun og að hnéð jafni sig með nokkurra mánaða hvíld en læknar eru ekki bjart- sýnir á það og hafa ráðlagt henni að hætta,“ bætir hann við. „Við munum sakna hennar mikið. Hún er frábær karakter, mikill leiðtogi í okkar liði og var ávallt byrjunarliðsmaður þegar hún var heil. Hún var örfáum leikjum að ná 50 landsleikjum og það er synd að hún náði því ekki,“ segir Sigurður Ragnar, en hann hefur hvatt hana til að hætta ekki alfarið afskiptum af fótbolta. „Ég hef rætt við hana um að fara út í þjálfun en hún er enn að melta allt slíkt enda er stutt síðan allt þetta gekk yfir hana.“ - esá Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Landsliðið mun sakna hennar LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Sigurður Ragnar Eyjólfsson sér mikið á eftir Dóru Stefáns- dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.