Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 114

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 114
 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR98 golfogveidi@frettabladid.is G O LF & H EI LS A Golfklúbburinn Keilir skilaði 27 milljóna króna hagnaði á árinu. Þetta kemur fram í reikningum klúbbsins sem lagðir voru fyrir aðalfund fyrr í vikunni en þar var Bergsveinn Hjörleifsson jafn- framt endurkjörinn formaður. Í reikningum kemur fram að tekjur klúbbsins námu 175 millj- ónum króna en rekstrargjöld um 135 milljónum. Skuldir klúbbsins nema rúmum 150 milljónum, þar af eru um 104 milljónir langtíma- skuldir. Eigið fé er um 390 milljónir. Í rekstrarreikningi kemur meðal annars fram að tekjur vegna félagsgjalda námu 86 milljónum í ár samanborið við 78 milljónir í fyrra. Þar kemur einnig fram að tekjur vegna móta eru hærri en tekjur vegna flatar- gjalda eða 12,7 milljónir saman- borið við 11,7. - th Góð fjárhagsstaða hjá Keili: 27 milljóna hagnaður í ár HVALEYRARVÖLLUR Tekjur vegna æfingasvæðisins hjá Keili eru að aukast. Í ár námu þær 22,6 milljónum saman- borið við 20 í fyrra. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt tillögu skipulagsnefnd- ar bæjarins um að opið svæði til sérstakra nota fyrir Jaðarsvöll verði stækkað um 10,3 hektara. Tillögu um að nýta svæðið við golfvöllinn undir íbúðabyggð var hafnað. Í bókun skipulagsnefndar segir að vegna mikillar fjölgunar golf- iðkenda sé nauðsynlegt að stækka umráðasvæði vallarins. Stækkun svæðisins muni gera forráða- mönnum Golfklúbbs Akureyrar kleift að auka nýtingu hans í þágu golfiðkenda. Golfvallar- svæðið verður því stækkað úr 80 hekturum í 90,3 hektara. - th Jaðarsvöllur á Akureyri: Klúbburinn fær 10,3 hektara Að vera golfari með annan fótinn styttri en hinn getur haft ýmis- legt í för með sér, þreytu í baki og mjöðmum, sem hefur áhrif á golfleik og sérstaklega á seinustu holurnar þegar þreytan er farin að segja til sín, segir Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþróttameiðslum, „Rannsóknir hafa sýnt fram á að golfari með annan fótinn styttri nær ekki að færa líkamsþungann rétt í golfsveiflunni og þar af leiðandi eru meiri líkur á að tímasetning golfsveiflunnar verði ekki rétt. Einkennin eru margvísleg ef annar fóturinn er styttri, til dæmis bakverkur, hnéverkur, verkur í mjöðm og þótt ótrúlegt virðist vera þá getur fólk upplifað verk í miðbaki og hálsi vegna þess að leiðrétting á rangri líkamsstöðu kemur oft fram þar. Miklar líkur eru á því að líkamsþungi verði mismikill milli hægri og vinstri fótar og þar af leiðandi skapist óstöðugleiki til lengri tíma. Stytting í vöðvum sem hafa áhrif á mjaðmasnúning og of mikið álag á hné kemur oft fram ef ekkert er gert. Fæstir hafa alveg jafnlanga fætur en þegar mislengd fóta er orðin til vandræða verður eitthvað að gera svo að heilsunni hraki ekki meira og líkaminn geti mögulega náð stöðugleika á ný. Prófaðu að setjast með hælinn upp á hnéð, ýttu á hnéð, hallaðu þér fram og finndu teygju í mjöðminni. Endurtaktu hinum megin og sjáðu hvort það er mikill munur.“ Hvað getum við gert til að finna og leiðrétta þessa skekkju? „Sem kírópraktor tek ég stafræna röntgenmynd í standandi stöðu til að komast að því hversu miklu styttri fóturinn er og hversu mikil mjaðmaskekkjan er, því þessi tvö atriði er nauð- synlegt að skoða á sama tíma. Hægt er að kaupa hæl í skóinn sem nemur skekkjunni og ráðlegg ég fólki að nota hann samhliða kírópraktískri meðferð og teygjum til að ná sem mestri leiðréttingu.“ Styttri fótur Golfklúbburinn Setberg (GSE) hefur gert samning um leigu á Setbergsvelli til tíu ára en völlurinn hefur verið í umsjón Golfklúbbs Oddfellowa síðustu þrjú ár með samstarfi við GSE síðastliðið ár. „Setbergsvöllur var leigður til bráðabirgða síðustu þrjú ár en nú liggur fyrir að fyrirhuguð íbúða- byggð á svæðinu mun ekki rísa á komandi árum og þess vegna var þessi nýi samningur gerður. Hugmynd okkar í GSE er að bæta völlinn, sem var orðinn nokkuð góður síðasta sumar, enn frekar. Við erum ekki að fara að keppa við stóru vell- ina í gæðum heldur ætlum við að reyna að skapa skemmti- lega stemningu í klúbbnum. Það eru ansi margir sem hafa byrjað í golfi á þessum velli og bera því hlýjar tilfinn- ingar til hans. Nú eru um 150 félag- ar í klúbbnum en við stefnum á að ná fjöldanum upp í þrjú hundruð á næstu árum.” segir Högni Frið- þjófsson, formaður GSE. Engar stórframkvæmdir Högni segir að klúbburinn hyggi ekki á stórframkvæmdir á vellinum. „Hjá okkur snýst þetta aðal- lega um að búa til skemmtilegan klúbb og spila á góðum velli. Við munum þó væntanlega reyna að laga göngustíga, gera teiga snyrti- legri og huga betur að níu holu par 3 æfingavellinum ásamt æfinga- svæðinu. Þá hefur verið rætt um að breyta æfingasvæðinu þannig að hægt verði að slá frá skálan- um, sem myndi meðal annars nýt- ast þeim sem bíða eftir að komast á teig. Það var gríðarlega mikil aðsókn á völlinn síðasta sumar og á álagstímum var spilahraðinn óvið- unandi. Við munum leggja mikið upp úr því að bæta leikhraðann á vellinum.“ Sama rástímakerfi Á Setbergsvelli hefur ekki verið notast við rástímabókanir heldur þurfa kylfingar að mæta á völlinn til að skrá sig. „Við munum halda okkur við það kerfi áfram. Jana og Tommi, sem sáu um að reka skál- ann síðasta sumar og áttu stóran þátt í að skapa skemmtilegan anda meðal kylfinga, munu sjá um rekst- ur skálans áfram. Stjórn klúbbsins ákvað að halda árgjöldum óbreytt- um fyrir næsta ár og við bjóðum nýja félaga velkomna í klúbbinn,“ segir formaðurinn. Högni og félagar í stjórn golf- klúbbsins hafa boðað til félags- fundar í golfskálanum í kvöld klukkan átta. Þar verður farið yfir samninginn og framtíðar- áform klúbbsins rædd. Allir núver- andi félagar í GSE eru velkomnir á fundinn. kristjan@frettabladid.is Golfvöllur í Setbergi næstu tíu ár GOLFKLÚBBURINN Í SETBERGI Formaður klúbbsins segir að gera eigi völlinn að skemmtilegum sveitavelli þar sem stemningin ráði ríkjum. A F G R EE N IN U Steve Williams, kyflusveinn Tigers Woods, er fullviss um að Tiger muni ná sér á strik á nýju ári. Í samtali við AP-fréttastofuna sagði hann síðast- liðið ár hafa verið erfitt. „Það hefur öllum verið ljóst að Tiger hefur ekki verið einbeittur. Eftir skilnaðinn var hann ekki með hugann við golfið – eðlilega,” sagði Williams. Hann sagði að ofan á allt saman hefði Tiger ákveðið að breyta sveiflunni hjá sér sem hefði ekki auðveldað honum að ná stöðugleika. Hins vegar sagðist Williams vera viss um að sveiflan yrði komin í lag á næsta ári og einbeitingin sömuleiðis. Kylfusveinninn hefur fulla trú á Tiger Vefsíðan golf.com hefur valið tíu bestu nýju golfvellina fyrir utan Bandaríkin. Í efsta sæti er Diamante-völlurinn í Cabo San Lucas í Mexíkó. Völlurinn er hannaður af Davis Love III. Á listanum eru fjórir evrópskir vellir. Verdura- golfvöllurinn á Sikiley er í 6. sæti. Hann er hannaður af Kyle Philipps. The Scandanavian-völlurinn í Farum í Danmörku er í 8. sæti. Þetta er mikill vatna- völlur, hannaður af Bruce Charlton. Í 9. sæti er Elea-völlurinn á Kýpur sem Nick Faldo hannaði og í 10. sæti er Rowallan Castle-golfvöllurinn í Kilmaurs í Skotlandi. Colin Montgomerie og Ross McMurray hönnuðu hann. Bestu nýju golfvellirnir valdir Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþróttameiðslum. Höfundur starfaði með PGA- golfkennaranum Justin Stout í Bandaríkjunum árið 2007 við að hreyfi- og styrktargreina nem- endur hans. HÖGNI FRIÐJÓNSSON 747 GOLFHOLUR eru á 66 golfvöllum á Íslandi. 48 VELLIR eru níu holur, 16 eru átján holu vellir. Einn er fjórtán holur og annar þrettán. Eitt af þeim vandamálum sem tengjast agaleysi eru hegðunarvandamál á golfvelli, að sögn Hinriks Gunnars Hilmarssonar, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. 1. Við sem störfum við eftirlit á golfvöllum verðum oft varir við slæma hegðun kylfinga. Má þar nefna m.a. hávær öskur hjá kylfingum sem hefur mistekist ætlunarverk sitt, kylfukast (þar sem aðrir kylfingar geta verið í hættu), boltakast, spark í bekki og ruslafötur og kylfingar láta sem sagt öllum illum látum. Gætið að því, að þetta einskorðast ekki við keppnisgolf. Þá er því ekki alltaf vel tekið þegar eftirlitsmenn gera athugasemdir við slíka hegðun. 2. ANDI ÍÞRÓTTARINNAR Golf er að mestum hluta leikið án umsjónar dómara til úrskurðar eða eftirlits. Íþróttin byggist á réttsýni einstaklingsins og að taka tillit til annarra og hlíta reglunum. Allir leikmenn ættu alltaf að sýna yfirvegaða framkomu dæmigerða fyrir kurteisi og íþrótta- anda, án tillits til þess hve keppnisinnaðir þeir eru. Þetta er andi golfíþróttarinnar. (Úr golfreglubók R&A 2008-2011) 3. LOKAORÐ: REFSINGAR FYRIR BROT Ef leikmaður ítrekað skeytir engu um þessar leiðbeiningar við leik umferðar eða um einhvern tíma, öðrum til óþurftar, er mælt með því að nefndin meti hvort hann skuli sæta tilhlýðilegum refsiaðgerðum. Slík aðgerð getur t.d. falið í sér leikbann á vellinum í ákveðinn tíma eða í ákveðnum fjölda kappleikja. Slíkt er talið réttlætanlegt í því markmiði að gæta hags- muna alls þorra kylfinga sem vilja leika í samræmi við þessar leiðbeiningar. Sé um alvarlegt brot á siðareglum að ræða má nefndin beita frávísun samkvæmt reglu 33-7. (Úr golfreglubók R&A 2008-2011) Hollráð Hinna Agaleysi 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.