Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 2
2 18. desember 2010 LAUGARDAGUR INGÓLFSTORG Skipulagsráð ætlar að endurhanna Kvosina. SKIPULAGSMÁL Efna á til sam- keppni um skipulag í Kvosinni í Reykjavík. Skipulagsráð hefur falið skipulagsstjóra að annast undirbúning að keppnislýsingu tveggja þrepa hönnunarsam- keppni í samvinnu við Arkitekta- félag Íslands. Í fyrsta þrepi keppninnar á að fjalla um endur- skoðun á skipulagi Ingólfstorgs og nágrennis. „Markmið samkeppninnar skal vera að styrkja sögulegt sam- hengi á þessu svæði auk þess sem gert verður ráð fyrir uppbygg- ingu í hæsta gæðaflokki. Í síðara þrepi samkeppninnar skal hanna hótelbyggingu í samræmi við nið- urstöður fyrri hluta samkeppn- innar,“ segir um málið í fundar- gerð skipulagsráðs. - gar Hönnunarkeppni í Kvosinni: Ingólfstorg fær útlitsbreytingu Gunnar, er það ekki bara kafl- inn um þig sem tekur svona langan tíma að skrifa? „Jú, enda stór og mikill um mig.“ Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi spurðist fyrir um framgang ritunar Sögu Kópavogs 1980 til 2010, sem ekki verður lokið á þessu ári eins og að var stefnt. DÝRAHALD Bréfdúfnafélags Íslands hefur óskað eftir því að fá lóð í Hafnarfirði til að setja niður kofa og vera þar með kanínur og hænur auka dúfna. Fram kemur að virkir félagsmenn séu nú tuttugu talsins og að bréfdúfnakappflug hafi verið stundað á Íslandi í 28 ár. Vegna aðstöðuleysis fjölgi félagsmönnum ekki. „Bæjaryfirvöld og nágrannar eru oft ekkert sérlega hrifnir af því að sá sem býr í næsta húsi setji kofa í garðinn hjá sér og byrji að hleypa fuglum út. Þetta hefur gert það að verkum að margur fyrrver- andi dúfnamanninum, sem lang- ar að byrja aftur með fugla, getur það ekki,“ segja dúfnamenn, sem bjóðast til að taka á móti skóla- börnum gegn því að fá lóð. - gar Dúfnamenn á hrakhólum: Vilja dúfnakofa í Hafnarfirði DÚFA Tuttugu virkir félagsmenn eru í Bréfdúfnafélaginu. DÝRAMÁL „Það er hræðilegt að ein- hver skuli gera svona,“ segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hund- inn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Aug- ljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Kettirnir eru þriggja mánaða gamlir og upp í eins árs. Maður- inn brást skjótt við, sótti búr í bíl- inn sinn og tók kettina með sér heim. Í gær hafði hann svo sam- band við Kattholt og kom fimm þeirra í fóstur. Maðurinn ætlar að reyna að finna hinum köttunum fjórum heimili, annars fara þeir líka í Kattholt. Elín hjá Kattholti segir að kett- irnir séu ekki illa hirtir en þeir séu mjög hvekktir. „Dýrin eru rosalega inni í sér. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ein af læðunum er þó farin að koma til. En fressarnir og hinar læðurnar tvær eru ekki nógu góðar. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk.“ Elín segir að svona mál komi upp nokkrum sinnum á ári. Stundum eru kettirnir sem skildir eru eftir fyrir utan athvarfið nær dauða en lífi. Stundum eru þeir dauðir. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út,“ segir Elín. Hún segir að starfsmenn Kattholts tilkynni svona mál jafnóðum til Dýraverndarsambandsins en það beri því miður ekki árangur. „Við reynum það sem við getum gert en oftast er bara ekkert hægt að gera. Það veit enginn hver eig- andi dýranna er,“ segir Elín í Kattholti. kristjan@frettabladid.is Fann níu mjálmandi ketti í kartöflupoka Níu lifandi kettir fundust í strigapoka í Heiðmörk í fyrradag. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Ekki í fyrsta sinn sem svona er gert. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út,“ segir starfsmaður í Kattholti. KETTIRNIR Fimm kettir eru nú í góðu yfirlæti í Kattholti. Maðurinn sem fann kettina er að leita að eigendum fyrir hina fjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Halldór Runólfsson var skipaður áfram yfirdýra- læknir til næstu fimm ára af Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Halldór var fyrst skipaður yfir- dýralæknir árið 1997 og aftur við breytta tilhögun árið 2005 þegar embættið var sameinað Landbún- aðarstofnun. Skipun Halldórs að þessu sinni er samkvæmt 4. grein laga um Matvælastofnun. - sv Skipaður til næstu fimm ára: Halldór áfram yfirdýralæknir SJÁVARÚTVEGUR Skip HB Granda hafa veitt 3.300 tonn það sem af er loðnuvertíðinni. Mikið er af loðnu fyrir norðan land að sögn skipstjóra. Aflanum hefur verið landað til vinnslu á Vopnafirði. Um 700 tonn hafa verið unnin til manneldis en um 2.600 tonn hafa farið til fram- leiðslu á fiskmjöli og -lýsi. Vi lhjálmur Vilhjálmsson, deildar stjóri uppsjávarveiðisviðs HB Granda, segir að stefnt sé að framhaldi loðnuveiða fljótlega eftir áramótin en framhaldið ræðst síðan af því hvort aukið verður við loðnukvótann eða ekki. Skipstjór- ar loðnuskipanna segja að mikið sé af loðnu fyrir norðan landið en það skýrist ekki fyrr en eftir loðnu- leiðangur Hafrannsóknastofnun- ar í byrjun næsta árs hvort hægt verði að auka við kvótann. Á síðustu vertíð var veiðum skipa HB Granda hagað þannig að allur aflinn var nýttur til hrogna- töku og frystingar á loðnuhrognum með það að markmiði að hámarka virði framleiðslunnar. Hið sama er haft að leiðarljósi nú og verður þess gætt að geyma nægan kvóta til hrognatöku. - shá Skip HB Granda hafa landað 3.300 tonnum af loðnu það sem af er vertíð: Mikið af loðnu fyrir norðan ANTARES FYLLIR LESTARNAR Á vertíðinni í fyrra einbeittu menn sér að því að veiða loðnu til hrognatöku vegna lítils kvóta. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR VEÐUR Aftakaveður ríkti um allt land í gær og stóðu tugir björgunarsveitarmanna og -kvenna í ströngu. Hvassviðri var um allt land og stórhríð var á landinu austanverðu. Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón varð víða, þar sem þakplötur losnuðu af húsum í snörp- ustu hviðunum og færð spilltist um allt land auk þess sem riðlun varð á innanlandsflugi. Mikið annríki var til dæmis á Suðurnesjum þar sem fiskikör fuku á bíla við höfnina í Sandgerði og þak fauk af íbúðarhúsi í Keflavík. Í Hveragerði mátti litlu muna að þak fyki af Eden og einn kyrrstæður bíll fauk af stað á Sel- fossi. Þá fylgdi Björgunarsveitin á Dalvík bíl með veikt barn til Akureyrar og í Húnaþingi vestra var ökumaður sóttur í bíl sinn við Laugarbakka þar sem ekki sá út úr augum. Loks má þess geta að fyrrum varðskipið Þór losnaði frá bryggju í Gufunesi og strandaði í fjöru. Óviðrinu slotaði seinnipartinn og var farið að róast hjá viðbragðsaðilum um kvöldmatarleytið. - þj Mikill viðbúnaður hjá björgunarsveitum um allt land í óveðrinu: Eignatjón en engin slys á fólki ÞAKIÐ AF Þakið rifnaði hreinlega af þessu húsi í Reykjanesbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR EVRÓPUMÁL Hollensk stjórnvöld eru þeirrar skoðunar að Ísland verði að láta af hvalveiðum til að fá inngöngu í Evrópusambandið. Ályktun þess efnis var sam- þykkt á hollenska þinginu á fimmtudag, en hún tekur einnig til sölu á hvalaafurðum. „Hollendingar verða að vera staðfastir í því að banna þessa grimmilegu hegðun sem gengur gegn alþjóðasamþykktum,” segir í ályktuninni. - þj Holland um Ísland og ESB: Hvalveiðar eru óásættanlegar IÐNAÐUR Ein milljón tonna af áli hefur verið framleidd í álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði frá því að framleiðsla hófst í apríl 2007. Þessi áfangi náðist í vikunni, en milljónasta tonnið var fram- leitt í víravél fyrirtækisins, og er nú þegar á leið til Evrópu. Upphaflega var áætlað að fram- leiðslugeta álversins yrði um 346 þúsund tonn á ári, en það reyndist vanmat, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Nýtt starfsleyfi gerir ráð fyrir 360 þúsund tonna framleiðslu. - bj Áfangi hjá Alcoa Fjarðaáli: Hafa framleitt milljón tonn SPURNING DAGSINS Þessi kona - glæðir lífið litum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.