Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 60
60 18. desember 2010 LAUGARDAGUR B ærinn í Kvíslhöfða var lítill og hrip- lekur moldarkofi. Ég á minningar um mömmu að breiða gæruskinn ofan á okkur til að halda rúmunum þurr- um og þegar pabbi var að bera mykju í verstu rifurnar á þekjunni. Þar var fyrst komið inn í forstofu sem var byggð til að halda kuldan- um úti. Út úr forstofunni lágu göng og þegar úr þeim var komið var eldhúsið hægra megin en það sneri í suður. Beint á móti því var búr eða geymsla sem vissi í norður. Innst var svo baðstofa og til að komast inn í hana þurfti að ganga upp þrjár tröppur. Undir baðstofunni var kjallari sem ekki var manngengur nema fremst. Baðstofan var þilj- uð að innan nema hvað annar gafl hennar var úr mold og var skar- súð í lofti. Allir veggir voru hlaðn- ir úr torfi og grjóti. Öll gólf nema baðstofugólfið voru moldargólf en í baðstofunni voru fjögur rúm og fjalir milli rúma. Undir rúmun- um var mold og þar ímynduðum við okkur alls konar ævintýri. Þar sem aðeins voru fjórir gluggar á húsinu komst lítil dagsbirta inn en það var lýst upp með olíulömpum. Þetta voru ekki glæsilegar aðstæð- ur og víst var ég kotakrakki en ég fann ekki fyrir því. Skipsskaði á Mýrum Þegar ég var 13 ára, árið 1936, fórst franska skipið Pourquoi-pas? við Mýrarnar. Við vorum úti á skeri hjá okkur úti á Tanga og þangað rak þrjú lík að því ég man best. Það var einn maður sem komst lífs af og hann þurfti að segja nöfn- in á fjörutíu látnum félögum sínum sem voru lagðir á bakkann, hlið við hlið, og ég gleymi aldrei hversu rosalega ég vorkenndi honum. Ég grét yfir þessu. Eftir sjóskaðann reyndi maður alltaf að hugsa um eitthvað allt annað. Þegar skipið fórst rak heilmikið af góssi í land; heilu kassarnir af flandrarakexi, auk hins og þessa, meðal annars vín. Það var lengi til á bæjunum léttvín og borðvín, svo voru heilu kassarnir af smjöri líka. Þetta var aðeins öðruvísi smjör en okkar. Fyrr á öldum bjó kona í Straum- firði sem hét Halla og var talin göldrótt. Sagan segir að hún hafi misst son eða syni í röstinni og lagt það á að aldrei framar myndi nokk- ur drukkna þar. Sá eini sem komst af úr Pourquoi-pas? komst inn í röstina á rekaldi og var bjargað. Eygló alltaf mitt barn Guðmundur hafði verið með kaupakonu sumarið áður og þau áttu von á barni saman en hún var farin suður til Reykjavíkur. Hún átti ungt barn fyrir og vildi taka saman við fyrri kærastann sinn. Guðmundur bauðst til að taka nýfætt barn sitt og hugðist fá systur sína til að fóstra það. Þegar ég frétti af barninu tók ég ekki annað í mál en að við myndum ala það upp. Við opinberuðum trúlof- un okkar á sumardaginn fyrsta 1940 þegar dóttir Guðmundar var hálfsmánaðargömul. Ég fékk að ráða þessu, skellti mér upp í rútu, fór suður til Reykjavíkur og sótti barnið. Áður en ég hélt vest- ur með hana lét ég taka mynd af okkur saman á ljósmyndastofunni hjá Lofti. Eygló hefur alltaf verið mitt barn, ég fæddi tíu börn en er móðir ellefu barna. Blessun fylgir barni hverju Maðurinn minn var hjá mér allar fæðingar og hélt í höndina á mér. Og honum fannst börnin alltaf skemmtilegust þegar þau voru lítil, á meðan þau voru á fyrsta ári, og ég var svolítið fúl yfir því þegar ég var ófrísk, þá hann var svo hrif- inn af blessaða barninu þegar það fæddist. Þá sagði hann: „Þú getur nú ekki séð eftir því að hafa fætt þetta barn.“ Hann sagði líka: „Blessun fylgir barni hverju.“ Við notuðum ekki svona verjur og svoleiðis, það var ekki komið þá og ég tók ekkert inn eða svoleiðis heldur. Tengdamamma sagði mér að ljósmóðirin, sem sat yfir mér fyrst, hefði sagt að nýbakaðar mæður ættu að liggja í rúminu í níu daga, þeim veitti ekkert af þeim tíma til að jafna sig. Þá var venjan oft sú að konur voru komn- ar með nýfætt barnið á handleggn- um út í fjós að mjólka á öðrum eða þriðja degi en ég lá alltaf í níu daga. Ég gegndi því alltaf hreint. Þegar ég var unglingur þá svaf ég í herbergi með gamalli konu sem átti nú bara eitt einasta barn og hún hafði legsig og það var aga- legt. En hún kenndi því um að hún hafði orðið að fara á fætur bara undir eins og fékk ekki að jafna sig og ráðlagði mér það ég skyldi haga mér almennilega þegar ég eignað- ist börn. Þetta var mér lexía upp á lífið. Ég passaði mig alltaf að fara gætilega eftir barnsburð. En ég hafði handavinnu og gerði ýmis- legt í rúminu. Ég reyni að telja ókunnugum trú um að hann Mundi minn hafi haldið sér svona vel fram yfir nír- ætt því hann hafi verið svo vel giftur. En því trúa kunnugir auð- vitað ekki, þeir álíta að það sé hestamennskunni að þakka! Hann fór á hestbak á hverjum degi, hafði gaman af að temja, fara á hestamót og í útreiðartúra með öðrum. Allt skemmtilegt nema að elda mat og skeina Með allan þennan barnaskara kom sér nú vel að vera ofvirk; mér hefur alltaf þótt gaman að öllu nema að elda mat og skeina skít! Ég hafði alltaf mikið verksvit og það þarf húsmóðir í sveit að hafa til að geta sinnt öllu sem hún þarf; ekki síst þegar hún á ellefu börn. Auk barnanna minna var ég með fjölda sumarbarna, sum komu ár eftir ár. Ég var mikil útivistar- manneskja og naut þess að vera í matjurtagarðinum mínum. Það gerðist oft að þegar ég var búin að þvo allar bleiurnar og alla sokk- ana og svæfa börnin að ég fór út í garð og gleymdi mér gjörsamlega. Stundum áttaði ég mig ekki fyrr en sólin var komin upp … Hafði sín ráð Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Íslands, segir frá: Í fyrsta skipti þegar ég kom í þennan prívatreit Möggu, fyrir nokkrum árum, var þýskur mynd- listarmaður, Ingo Fröhlich, með í för. Við gengum ásamt Möggu um reitinn og ég tók eftir því að Fröhlich uppveðraðist eftir því sem á skógargönguna leið. Fyrst í stað sáust engin tré heldur tók við okkur veggur af vörubrettum sem voru klædd neta dræsum og gömlum gólfteppadræsum sem greinilega voru ekki not fyrir lengur. Fyrir innan tók við ýmiss konar húsbúnaður; eldhús stólar, kommóður, klósett, sófasett, rúm- gaflar og annað sem nöfnum tjáir að nefna. Þegar betur var að gáð, þá leyndust litlar ungplöntur undir hægindastólum og öðru slíku sem stillt var upp á víð og dreif. Þarna var greinilega verið að mynda skjólbelti fyrir plönt- urnar. „Krakkarnir mínir vilja nú ekki að ég sé að þessu og segja að þetta sé að verða ruslahaugur, en ég lít á þetta öðrum augum,“ sagði Magga. „Ég er að hlífa plöntunum og veita þeim skjól.“ Upp skyldi þetta allt saman og tilgangurinn helgaði meðalið. Allt var þetta haganlega tjóðrað niður og oftar en ekki voru plöntustofn- ar festir við stólpa í þeim tilgangi að takast á við náttúruna, snjó- farg og aðdráttarafl jarðar. Marg- ar birkiplönturnar uxu reyndar láréttar og lutu í lægra haldi fyrir ríkjandi vindáttum og snjófargi. Hún hefði átt að vera drengur Bókin Með Létt skap og liðugan talanda segir frá kjarnakonunni Margréti Guðjónsdóttur í Dalsmynni. Mesta hrósið frá æsku- árunum var frá pabba hennar er sagði: „Hún Margrét hefði átt að vera drengur.“ Hún ætlaði aldrei að eignast börn en gekk því fyrsta í móðurstað 17 ára gömul og ól síðan manni sínum, Guðmundi Guðmundssyni, tíu auk þess að taka mörg önnur til sumardvalar. Margrét Guðjónsdóttir er jafnan er kennd við Dalsmynni í Eyja-og Miklaholtshreppi. Hún er alþýðuhetja sem ólst upp í hriplekum moldarkofa í Álftaneshreppi en gerði það besta úr því sem lífið bauð henni. Bókin um hana opnar sýn inn í menningarheim sem nú virðist óralangt fjarri. Lífssaga Margrétar í Dalsmynni er skrifuð af Önnu Kristine Magnúsdóttur og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. MEÐ LÉTT SKAP OG LIÐUGAN TALANDA MEÐ EYGLÓ Margrét fór suður og sótti dóttur Guðmundar sem hann hafði eignast með fyrrverandi kaupakonu. GRÓÐURSETNING Margrét og Sigríður Pétursdóttir prestsfrú ásamt börnum í sveit- inni við upphaf skógræktar í Hrossholtslandi árið 1991. HJÓNIN Á BÆNUM Guðmundur og Margrét á tröppunum. BÆJARSTÆÐIÐ Dalsmynni stendur hátt við hlíðarrætur og þaðan er útsýni um héraðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.