Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 62
62 18. desember 2010 LAUGARDAGUR S extán ára gamall setti Julian Assange sér þrjár reglur um inn- brot sín í tölvukerfi, sem hann var strax þá farinn að stunda í nokkrum mæli; Sú fyrsta var að valda ekki neinum skemmdum á þeim tölvukerfum sem brotist var inn í; önnur var að breyta ekki neinum upplýsingum í þeim; og sú þriðja að deila upplýsingunum með öðrum. Við þessar reglur virðist hann hafa haldið sig allar götur síðan. Vefsíðuna Wikileaks stofn- aði hann árið 2006 sem vettvang fyrir uppljóstrara sem vilja eins og hann draga fram í dagsljósið gögn sem áttu að fara leynt. Tilganginn segir hann aldrei hafa verið þann að valda tjóni. „Wikileaks hefur starfað í fjög- ur ár. Allan þennan tíma hefur engin trúverður ásökun komið fram, jafnvel ekki frá stofnunum eins og Pentagon, um að ein ein- asta manneskja hafi orðið fyrir skaða vegna starfsemi okkar,“ sagði hann í spjalli á vef breska dagblaðsins The Guardian í byrj- un desember. Linnulausar árásir Vefsíðan Wikileaks og aðstand- endur hennar hafa engu að síður orðið fyrir linnulausum árásum og stóryrtum ásökunum í hvert skipti sem þeir hafa birt mikil- væg gögn sem ekki áttu að þola dagsljósið. Bandaríkjastjórn hefur sakað þá um „árás á gjörvalla heims- byggðina“, málsmet- andi stjórnmálamenn vestra hafa krafist líf- láts Assange og kredit- kortafyrirtæki hafa lokað reik n i ng um þeirra. Stuðningsmenn Assange segja ásakan- ir í Svíþjóð um kyn- ferðisbrot gegn tveim- ur konum lið í sömu ófrægingarherferð, sem runnin sé undan rifjum Bandaríkja- stjórnar. Innri óánægja Assange hefur svarað því til að þegar mikil- vægum skjölum sé lekið frá heimildarmönnum innan bandaríska hers- ins sé ljóst að innan hans séu ekki allir sátt- ir við það sem þar er að gerast. Ungur bandarískur hermaður að nafni Bradley Manning hefur undanfarið leikið stórt hlutverk í sögu Wiki- leaks. Svo virðist sem frá honum séu komnar myndbandsupptökurnar frá Írak sem birtar voru í vor og einnig sendiráðsskjölin sem nú er verið að birta, en þau eru samtals 250 þúsund talsins. Manning gerði þau mistök að stæra sig við aðra af verk- um sínum og situr nú í fangelsi ákærður fyrir hegðunarbrot. Hins vegar hefur verið haft eftir honum að hann kæri sig kollóttan, þótt hann þurfi að sitja það sem eftir er ævinnar í fangelsi svo fremi sem myndirnar frá Írak verði á forsíðum allra fjölmiðla. „Ef það er í reynd svo, eins og Pentagon fullyrðir, að þessi ungi hermaður, Bradley Manning, standi á bak við sumar uppljóstran- ir okkar, þá leikur ekki vafi á því að hann er hetja sem á sér engin fordæmi,“ sagði Assange nú í byrjun desember. Siðferðilegt álitamál Starfsemi Wikileaks er augljóslega á gráu svæði mannlegs sið- ferðis. Þjófnaður á skjölum er vitaskuld þjófnaður og birting stolinna upplýsinga er engan veginn sjálf- sögð hegðun í mann- legu samfélagi. Á móti kemur að upp- ljóstranirnar torvelda valdhöfum að skáka í skjóli leyndar og gerir þeim erfiðara að haga sér eins og framferði þeirra komi engum við. Ekki er heldur ljóst hvort Assange og félagar hafi brotið Svipta valdið leyndarhulunni Fyrstu gögnin sem birtust á vefsíðu Wikileaks árið 2006 afhjúp-uðu áform sómalska stjórnmálamannsins Sheikh Hassan Dahir Aways um að láta myrða ráðamenn í landinu. Síðan þá hefur starf- semin vaxið hratt. Árið 2007 var birt handbók Bandaríkjahers um meðferð fanga í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu, þar sem staðfest var í fyrsta sinn að meðferðin var ekki í samræmi við alþjóðlegar mann- úðarreglur. Þetta sama ár birtust einnig á síðum Wikileaks gögn um fram- ferði Daniels Arap Moi, forseta Kenía, og fóru í kjölfarið af stað umræður í landinu um spillingu forsetans. Árið 2008 birti Wikileaks skrá yfir félaga Breska þjóðernis- flokksins og sama ár voru birtar upplýsingar úr einkatölvupóst- fangi Söruh Palin, sem þá barðist fyrir því að verða varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Íslensk skjöl hafa einnig ratað inn á síður Wikileaks. Um mitt síð- asta ár birtist þar lánabók gamla Kaupþings, þar sem staðfest var að sumir stærstu eigendur bankans voru einnig meðal stærstu lán- þega hans. Í byrjun þessa árs var síðan birtur listi yfir kröfuhafa Kaupþings, þar sem finna mátti ítarlegt yfirlit yfir 28 þúsund kröf- ur upp á samtals 40 milljarða evra. Það var svo á þessu ári sem Wikileaks birti heimsbyggðinni ítar- legar skýrslur bandaríska hersins um hernaðinn í Írak og Afganist- an, ásamt myndbandi frá þyrluárás á almenna borgara í Írak og svo loks leyniskýrslur bandarísku sendiráðanna, sem þessa dagana eru smám saman að mjatlast út á netið. Sendiráðsskjölin eru samtals 250 þúsund en í gær höfðu ekki verið birt nema rúmlega 1.600 þeirra, vel innan við eitt prósent. ■ HELSTU LEKARNIR LAUS ÚR FANGELSI Julian Assange fyrir utan dómshúsið í London á fimmtudag ásamt Kristni Hrafnssyni, sem er lengst til vinstri á myndinni, og lögmönnum sínum, þeim Mark Stephens, Jennifer Robinson og Geoffrey Robertson. NORDICPHOTOS/AFP Julian Assange og félagar hans hjá Wikileaks hafa árum saman dregið fram í dagsljósið upplýsingar sem valdamikið fólk vill hafa í felum. Fyrir vikið hafa þeir orðið fyrir hörðum árásum en ætla ótrauðir að halda áfram. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér sögu samtakanna og álitamál þeim tengd. FRAMHALD Á SÍÐU 64 Öllum þeim árásum sem Assange og Wikileaks verða nú fyrir urðum ég og birting Pentagon- skjalanna fyrir á sínum tíma. Daniel Ellsberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.