Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 132

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 132
104 18. desember 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Fyrir tveimur árum birtist stikla úr kvikmyndinni Rokland eftir Martein Þórs- son. Og nú er komin ný stikla úr sömu mynd með nýjum áherslum. Rokland, kvikmynd eftir Martein Þórsson byggð á samnefndri sögu Hallgríms Helgasonar, verður frumsýnd þann 14. janúar. Mynd- in skartar Ólafi Darra í hlutverki hins kjaftfora Bödda en hann er dyggilega studdur af Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Láru Jóhönnu Jónsdóttur og Ladda. Þá bregð- ur Kastljósstjörnunni Helga Seljan fyrir í myndinni. Hann var í töluvert stóru hlutverki í gömlu stiklunni en það hefur verið minnkað og því breytt. Myndarinnar hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu í talsverðan tíma en leikstjór- inn segir þetta hafa sínar eðli- legu skýringar. „Við vorum bara að vanda okkur, klippiferlið var langt og eftirvinnsluferlið tók langan tíma,“ útskýrir Marteinn en formlegum tökum lauk í sept- ember á síðasta ári. „Það er talsvert af brelluskotum í mynd- inni og hún er aðeins flóknari heldur en hún lítur út fyrir að vera. Og þegar maður er ekki með stórt „budget“ þá tekur þetta allt sinn tíma,“ en þegar Frétta- blaðið náði tali af honum var hann að vinna í hljóðinu. Margir hrif- ust af teiknimynda-fídusum sem sáust í fyrstu stiklunni en þeir eru ekki jafn áberandi í þeirri nýju. Marteinn róar aðdáendur þeirrar tækni og tekur skýrt fram að þeir verði fyrir hendi í myndinni. Bókin kom út fyrir fimm árum, þegar engin kreppa var fyrir hendi, bankarnir bara í bullandi stuði og allir með yfirdrátt og gengislán. Og þegar fyrsta stiklan var frumsýnd fyrir rúmum tveim- ur árum virtist ekkert benda til þess að þessi gósentíð yrði brátt að baki. En svo hrundi allt. „Myndin gerist árið 2009, þetta er samt alveg sama myndin, í bara aðeins öðruvísi útfærslu,“ segir Marteinn sem sýndi klukkutíma brot úr henni á íslenskri menning- arhátíð í Póllandi fyrir skömmu. Úti í salnum sat sjálfur rithöf- undurinn, Hallgrímur Helgason. Marteinn segir að hann hafi verið í reglulegum samskiptum við höfundinn, sent honum handritið og svo hafi þeir ekki alveg verið sammála um hver ætti að leika aðalhlutverkið. „Það var annar leikari sem kom til greina sem hafði útlit Bödda. Og Hallgrímur vildi fá hann. Hann viðurkenndi hins vegar úti í Póllandi, eftir að hafa séð brotið, að ég hafði haft rétt fyrir mér, þessi karakter kemur svo mikið innan frá.“ Hallgrímur sjálfur kveðst vera ákaflega spenntur fyrir frumsýn- ingunni. „Þetta var mikil upplifun fyrir mig að sjá þetta brot og mér fannst Ólafur Darri skemmtileg- ur í þessu hlutverki, hann gefur þessa nýja og aðra vídd. Vandræð- in við Ólaf eru náttúrlega þau að Böddi, persónan sem hann leikur, er svo ósympatískur en ég held að það hafi náðst að mynda þetta jafnvægi,“ segir Hallgrímur. Og hann er hrifinn af staðfæring- unni, að láta myndina gerast 2009, þegar allir eru eiginlega eins og Böddi í stað 2005 þegar Böddi stakk í stúf. „Ég held að Böddi hafi verið svolítið á undan sínum samtíma með sína innri reiði, tímarnir hafa breyst í þá átt sem hann talaði um.“ freyrgigja@frettabladid.is ROKLANDIÐ RÍS ÚR SÆ MIKIL EFTIRVÆNTING Rokland, kvikmynd eftir bók Hallgríms Helgasonar í leikstjórn Marteins Þórssonar, verður frumsýnd um miðjan janúar á næsta ári. Hallgrímur hafði annan leikara í huga fyrir hlutverk Bödda en Marteinn vildi fá Ólaf Darra. Eftir að hafa séð brot úr myndinni í Póllandi er Hallgrímur sannfærður um að Marteinn hafi tekið rétta ákvörðun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÖTTA ÞÁTTARÖÐIN AF DEXTER verður fram- leidd næsta vor. Fimmtu þáttaröðinni lauk síðasta sunnudag í Bandaríkjunum, en skilnaður aðalleikaranna Michaels C. Hall og Jennifer Carpenter er nú í brennidepli. EMAMI HEFUR OPNAÐ Í KRINGLUNNI Verslanir EMAMI Kringlunni s: 5717070 Laugavegi 66 s: 5111880 Í tilefni að því fylgir frír bolur eða leggings með öllum kjólum til jóla, í báðum verslunum okkar. Íslensk hönnun á góðu verði. w w w .e m am i.i s barna hettupeysa barna hettupeysa Verð: 10.800 kr. Stærðir: 92- 164 Verð: 10.800 kr. Stærðir: 92- 164 Verð: 10.800 kr. Stærðir: 92- 164 MAGNI MAGNI MAGNI barna hettupeysa Hlý og góð hettupeysa fyrir börn. Munstur á öxlum sem minnir á íslensku ullarpeysuna. Falleg fl íspeysa fyrir börn sem heldur vel hita um leið og hún andar vel og þornar fl jótt. Aðsniðin og stílhrein fl íspeysa fyrir börn. Sérmótað snið á ermum og tveir renndir vasar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.