Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 38
38 18. desember 2010 LAUGARDAGUR
■ Heilbrigðismál
Desember
2010
Apríl
2009
Framsóknarflokkur
10,2%
Sjálfstæðisflokkur
31,9%
Hreyfingin
6,1%
Samfylkingin
23,8%
Vinstri græn
14,3%
Annar flokkur
13,7%
Desember
2010
Apríl
2009
Framsóknarflokkur
8,9%
Sjálfstæðisflokkur
26,2%
Hreyfingin
6,1%
Samfylkingin
12,2%
Vinstri græn
33,7%
Annar flokkur
13,0%
■ Umhverfismál
Desember
2010
Apríl
2009
Framsóknarflokkur
11,0%
Sjálfstæðisflokkur
41,4%
Hreyfingin
5,0%
Samfylkingin
17,6%
Vinstri græn
10,5%
Annar flokkur
14,5%
■ Efnahagsmál almennt
■ Mennta- og skólamál
Annar
flokkur
0% 5 10 15 20 25 30 35
S
jálfstæðisflokkurinn er
betur til þess fallinn en
aðrir stjórnmálaflokkar
að leiða ellefu af þrett-
án stórum málaflokk-
um sem spurt var um í
nýrri könnun MMR að mati þeirra
sem tóku afstöðu til spurninganna
í skoðanakönnuninni.
Fylgið hrynur af stjórnarflokk-
unum Samfylkingu og Vinstri
grænum, og um leið fækkar þeim
verulega sem treysta þessum
flokkum til að sinna mikilvægum
málaflokkum. Í tveimur tilvikum
sögðust flestir þeirra sem þátt tóku
í könnuninni telja Vinstri græn
best til þess fallin að leiða mála-
flokka.
Í könnuninni var spurt hvaða
flokki fólk treysti best til að leiða
þrettán mismunandi málaflokka.
Þetta er í þriðja skiptið sem MMR
gerir könnun af þessu tagi, og í
sumum tilvikum má sjá miklar
breytingar á því hvaða flokki fólk
treystir best í hverjum málaflokki
fyrir sig.
Lesa má niðurstöðurnar eftir
málaflokkunum þrettán í myndum
hér til hliðar og á síðu 40. Þar má
einnig sjá hvernig þróunin hefur
verið frá fyrri könnunum, sem
voru gerðar í febrúar síðastliðnum
og apríl á síðasta ári.
Í sambærilegri könnun MMR
sem gerð var í apríl í fyrra töldu
svarendur Vinstri græn best til að
leiða sex af þrettán málaflokkum.
Samfylkingin var að þeirra mati
heppilegust til að leiða þrjá mála-
flokka og Sjálfstæðisflokkurinn
fjóra. Breytingarnar sem orðið hafa
á því eina og hálfa ári eru miklar.
Í apríl í fyrra taldi meirihluti
svarenda að stjórnarflokkun-
um tveimur væri samanlagt best
treyst andi til að leiða alla mála-
flokkana þrettán. Hlutfall þeirra
sem treystu Samfylkingunni og
Vinstri grænum var samanlagt
meira en fimmtíu prósent í öllum
tilvikum.
Í nýju könnuninni ná stjórn-
arflokkarnir því aldrei að helm-
ingur þátttakenda treysti öðrum
hvorum flokknum best til að leiða
einhvern af málaflokkunum. Að
meðaltali telur nú um þriðjung-
ur annan hvorn flokkinn best til
þess fallinn að sinna einhverjum
af málaflokkunum þrettán. Í könn-
uninni sem gerð var í apríl 2009
var meðaltalið um 58 prósent.
Þróunin oftast svipuð
Eitt af því mikilvægasta sem
stjórnmálamenn úr öllum flokk-
um glíma við um þessar mundir
er hvernig standa skal að endur-
reisn atvinnulífsins. Nær helm-
ingur þeirra sem afstöðu tóku í
könnuninni sem gerð var í byrj-
un desember, 46,7 prósent, treystu
Sjálfstæðisflokknum best til að
leiða þann málaflokk. Í apríl í
fyrra var hlutfallið 34 prósent.
Í apríl í fyrra sagðist nær
þriðjungur treysta Samfylking-
unni best til að leiða endurreisn
atvinnulífsins, en nú eru aðeins
17,5 prósent sömu skoðunar.
Sama þróun hefur orðið hjá hinum
stjórnarflokknum. Aðeins 7,3 pró-
sent treysta Vinstri grænum til að
leiða endurreisn atvinnulífsins,
ríflega helmingi færri en í apríl
í fyrra.
Alls telja 41,4 prósent Sjálfstæð-
isflokkinn best til þess fallinn að
sinna efnahagsmálunum almennt.
Um 17,6 prósent treysta Samfylk-
unni til að draga vagninn í þeim
málaflokki og 10,5 prósent treysta
Vinstri grænum til starfans.
Svipaða þróun má sjá í fleiri
málaflokkum, þar sem traust á
Sjálfstæðisflokknum eykst en
sífellt færri treysta stjórnarflokk-
unum til að leiða málaflokkana.
Samkvæmt könnuninni telja
svarendur Vinstri græn best
til þess fallin að leiða tvo mála-
Færri treysta stjórnarflokkunum
Flestir telja Sjálfstæðisflokkinn best til þess fallinn að leiða ellefu af þeim þrettán málaflokkum sem spurt var um í nýrri könnun
MMR. Flestir telja Vinstri græn best til að leiða í umhverfismálum og rannsókn á tildrögum bankahrunsins. Mun færri treysta
stjórnarflokkunum best allra til að leiða mikilvæga málaflokka nú en áður. Brjánn Jónasson rýndi í niðurstöður könnunarinnar.
Ríkisstjórnarflokkarnir njóta stuðnings um 37,3 prósenta þeirra sem afstöðu
tóku í könnun MMR sem gerð var 7. til
9. desember. Sjálfstæðisflokkurinn er
langstærsti flokkur landsins samkvæmt
könnuninni og nýtur stuðnings ríflega 40
prósenta þeirra sem afstöðu tóku til stjórn-
málaflokka.
Yrðu niðurstöður þingkosninga í takt við
könnun MMR fengi Samfylkingin 20,9 pró-
sent atkvæða og þrettán þingmenn kjörna.
Flokkurinn er með 20 þingmenn í dag. Fylgi
flokksins hefur hrunið frá fyrri könnunum
MMR, hann var með 31,9 prósenta fylgi í
apríl í fyrra og 23,1 prósent í febrúar síðast-
liðnum.
Vinstri græn fengju 16,4 prósent atkvæða
og tíu þingmenn, en eru með fimmtán í dag.
Stuðningur við Vinstri græn hefur hrapað
úr 27,7 prósentum í könnun MMR í apríl
2009. Stuðningur við flokkinn mældist 26,5
prósent í febrúar síðastliðnum og hefur því
lækkað um tíu prósentustig á tíu mánuðum.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40,4 prósent
atkvæða og 26 þingmenn samkvæmt könn-
uninni, tíu fleiri en flokkurinn er með í dag.
Flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verulega
frá því í apríl í fyrra, þegar hann mældist
með stuðning 30,8 prósenta kjósenda. Alls
sögðust 36,4 prósent styðja flokkinn í könn-
un sem gerð var í febrúar.
Framsóknarflokkurinn fengi 14,7 pró-
sent og níu þingmenn, sama fjölda og í dag.
Stuðningur við flokkinn hefur staðið nokk-
urn veginn í stað frá því í febrúar, þegar
hann mældist 14 prósent, en hefur auk-
ist frá því í apríl í fyrra, þegar 9,6 prósent
sögðust ætla að kjósa flokkinn
Hreyfingin fengi 7,6 prósent atkvæða nú og
fimm þingmenn kjörna, en er með þrjá þing-
menn í dag. Fylgi við flokkinn var ekki mælt í fyrri
könnunum.
■ RÍFLEGA ÞRIÐJUNGUR SEGIST STYÐJA RÍKISSTJÓRNARFLOKKANA
Könnun MMR var gerð dag-ana 7. til 9. desember. Um
netkönnun var að ræða. Alls
tóku 850 manns á aldrinum 18
til 67 ára þátt í könnuninni.
Svarhlutfall var á bilinu 57,6
til 70 prósent, misjafnt milli
spurninga. Að meðaltali tóku
62,4 prósent afstöðu til hverr-
ar spurningar.
Þátttakendur voru valdir
handahófskennt úr hópi liðlega
12 þúsund álitsgjafa MMR. Í
hópi álitsgjafa eru einstakl-
ingar sem valdir voru með til-
viljunarúrtaki í þjóðskrá og
samþykktu að taka þátt í net-
könnunum og símakönnunum.
Viðurkenndum aðferðum er
beitt til að svörun endurspegli
lýðræðislega samsetningu
þjóðskrár.
AÐFERÐAFRÆÐIN
■ Atvinnuleysi
0% 10 20 30 40 50
Annar
flokkur
50
40
30
20
10
0%
■ Endurreisn atvinnulífsins
Annar
flokkur
Annar
flokkur
0% 10 20 30 40 50
■ Rannsókn á tildrögum bankahrunsins
FRAMHALD Á SÍÐU 40
50
40
30
20
10
0%
Apríl 2009
Febrúar 2010
9,1%
46,7%
17,5%
7,3%
14,6%
8,8%
43,3%
5,9%
17,5%
10,7%
13,8%
7,0%
20,0%
18,1%
11,0%
21,0%
22,9%
7,8%
35,0%
4,3%
17,4%
21,4%
14,1%
4,8%
14,7%
40,4%
7,6%
20,9%
16,4%