Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 148

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 148
 18. desember 2010 LAUGARDAGUR120 sport@frettabladid.is 26 DAGAR ÍSLAND mun taka þátt í HM í 16. skipti í sögunni í janúar. Það er magnaður árangur enda fáar þjóðir sem hafa tekið oftar þátt en Ísland. Svíar hafa oftast verið með á HM eða 20 sinnum. Þjóðverjar hafa tekið þátt í 19 mótum, Danir 18, Frakkar 17 og Ungverjar 16. Þar á eftir koma síðan Ísland og Spánn með 15 þáttökur á HM. HANDBOLTI Það var mikill hiti í mönnum eftir leik Vals og Fram í N1-deild karla á fimmtudaginn. Valur vann þá dramatískan eins marks sigur og var mönnum heitt í hamsi eftir leikinn. Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, fékk þá meðal annars að líta rauða spjald- ið eftir viðskipti sín við dómara leiksins. Knútur Hauksson, formaður HSÍ og harður stuðningsmaður Fram, var einnig mættur niður á gólf eftir leikinn og vildu ein- hverjir meina að hann hefði verið að láta dómarana heyra það. Hann átti einhver orðaskipti við eftir- litsdómara leiksins en þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á óviðeig- andi hátt miðað við mann í sinni stöðu. „Ég hef heyrt af þessari umræðu og þetta er voðalegur stormur í vatnsglasi. Ég er oft líflegur maður og hef áður sagt að ef hreyfingin vill mann sem hefur ekki ástríðu fyrir íþróttinni og er ekki lífleg- ur þá er ég ekki rétti maðurinn. Ég viðurkenni fúslega að hafa oft verið líflegur í stúkunni en hef breytt mér ansi mikið síðan ég varð formaður,“ segir Knútur. Horfði á leikinn með Völsurum „Á þessum tiltekna leik passaði ég mig á að sitja ekki meðal Fram- ara. Ég horfði á leikinn aðallega með Völsurum. Ég var auðvitað ekkert ánægður með úrslit leiks- ins enda vita allir að ég er Fram- ari. Ég labba svo niður á gólf, sem ég hefði kannski átt að láta ógert. Ég labba þar að Heimi [aðstoðar- þjálfara Vals, innsk. blm.] og óska honum til hamingju með sigurinn. Ég hitti þar fyrir fleiri Valsara og óska þeim til hamingju.“ Eftir það gengur Knútur til Kristjáns Halldórssonar, eftirlits- manns leiksins, og sést á mynd- bandsupptökum að hann var ekki með nein læti við Kristján ólíkt því sem einhverjir vilja halda fram. „Þá eru öll lætin á gólfinu búin. Hann hvíslar að mér: „Ekki þú líka“ en ég var alveg rólegur. Eftir það áttum við spjall í róleg- heitum. Það var alls enginn hasar í þessu. Þetta er bara stormur í vatnsglasi. Ég var ekki að drulla yfir dómarana, veitast að þeim eða lemja í borð eins og menn eru að segja. Dómararnir voru meira að segja farnir þegar ég kom niður á gólf,“ segir Knútur en hann gerir það iðulega að labba niður á gólf eftir leiki og spjalla við þá sem þar eru. Verð oft æstur en hef tekið mig mikið á Formaður hefur mikla ástríðu fyrir leiknum og hefur í áraraðir verið áberandi á áhorfendapöllun- um enda óragur við að láta í sér heyra. „Ég verð oft æstur á leikjum en ég hef tekið mig mikið á í þeim efnum. Það er ekki illa meint sem maður kallar í hita leiksins. Ég hef tekið mig á síðan ég varð formaður og reynt að passa mig. Eins og í þessu tilviki þar sem ég horfi á leikinn með Valsmönnum frekar en Frömurum því þá æsist maður oft meira upp,“ segir Knútur en er það viðeigandi að formaður HSÍ sé að mæta niður á gólf eftir mikla hitaleiki? „Ég veit það ekki. Er eitthvað að því að formaður HSÍ óski mönnum til hamingju með sigur eftir svona leik? Af hverju er það ekki viðeig- andi? Ég er ekki að reyna að hafa áhrif á einn né neinn. Ef menn vilja hafa ósýnilegan formann þá verður hreyfingin að kjósa ein- hvern annan. Ég hef gert það oft að fara niður á gólf án þess að vera að skipta mér af hlutunum. Mér finnst það miður ef einhverjum misbauð að ég skyldi fara niður á gólf.“ henry@frettabladid.is Bara stormur í vatnsglasi Knútur Hauksson, formaður HSÍ, segir ekkert hæft í þeim ásökunum að hann hafi veist að dómurum eftir leik Vals og Fram. Knútur segir að vilji hreyfingin ósýnilegan formann sé hann ekki rétti maðurinn þótt hann hafi róast mikið. LÍFLEGUR Knútur Hauksson, formaður HSÍ, er vanur því að lifa sig inn í leikina eins og sjá má á þessari mynd. Hann segist ekki vera eins líflegur á pöllunum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI María Björg Ágústsdóttir hefur gert samning við sænsku bikarmeistarana í Örebro og verð- ur þar með fjórði íslenski mark- vörðurinn sem spilar í sænsku úrvalsdeildinni næsta sumar. Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað síðustu tvö ár með Djur- gården, Þóra Björg Helgadóttir var meistari á sínu fyrsta tímabili með LdB FC Malmö og Sandra Sig- urðardóttir, markvörður Stjörn- unnar, hefur ákveðið að spila með Jitex BK á næsta tímabili. María verður ekki eini Íslend- ingurinn hjá Örebro því þar spila einnig Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir. - óój Fjórir íslenskir markmenn spila í sænsku deildinni: María fer til Örebro SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH heldur áfram að standa sig frábærlega á HM í 25 metra laug í Dubai en hún komst í undanúr- slit í 100 metra bringusundi í gær. Hrafnhildur, sem er 19 ára gömul, hafði einnig komist í undanúrslit í 50 metra bringusundi á miðviku- daginn. Hrafnhildur synti á 1:07,30 mín- útum í undanúrslitum og endaði í 16. sæti. Hún var aðeins fjór- um hundraðshlutum frá Íslands- metinu, sem var aðeins nokkurra klukkutíma gamalt. Hrafnhild- ur sló sitt eigið Íslandsmet um rúmlega sekúndu í undanrásun- um fyrr um morguninn og bætti þá sinn besta árangur á árinu um 1 sekúndu og 27 sekúndubrot, sem er mjög mikil bæting. Hrafnhild- ur náði því í gær tveimur lang- bestu tímum íslenskar sundkonu í þessari grein. Búast má við að þreytan hafi verið farin að hafa áhrif í und- anúrslitasundinu enda var hún þarna að keppa þriðja daginn í röð. Hrafnhildur var fljótari á fyrstu 50 metrunum en fyrr um daginn en gaf aðeins eftir á seinni 50 metrunum. Hrafnhildur hefur komist í undanúrslit í tveimur greinum á mótinu og hefur sett alls þrjú Íslandsmet en hún varð í 14. sæti í 50 metra bringusundi eftir að hafa sett Íslandsmet í bæði und- anúrslitum og undanúrslitum. Hún á eftir að keppa í 200 metra bringusundi á mótinu en sú grein fer fram á sunnudaginn. Jakob Jóhann Sveinsson varð í 27. sæti af 54 keppendum í 200 m bringu- sundi en hann synti á 2:10,92 mín- útum í gær. Jakob bætti sinn besta tíma á árinu en var rúmum þrem- ur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Jakob og Ragnheiður Ragnarsdótt- ir keppa í dag, Jakob í 50 metra bringusundi en Ragnheiður í 50 metra skriðsundi. - óój Heimsmeistaramótið í 25 metra laug hélt áfram í Dubai í gær: Hrafnhildur aftur í undanúrslit STENDUR SIG VEL Hrafnhildur Lúthersdóttir á HM í Dubai. MYND/SSÍ TM ...verðlaunin fyrir besta bíónammið fær Litríkt bíónammi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.