Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 116
88 18. desember 2010 LAUGARDAGUR
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
krakkar@frettabladid.is
Ég er alsáttur
því nú eru mun
f leiri hús og þar af
leiðandi mun f leiri
hurðir að skella.
Nafn: Viktor Sigurbjörnsson.
Aldur: 11 ára.
Skóli: Háteigsskóli.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Vatnsberanum.
Helstu áhugamál? Golf og
fjallgöngur.
Eftirlætissjónvarpsþáttur? Golf
fyrir alla á ÍNN.
Besti matur? Nautatunga með
ólífusósu.
Eftirlætisdrykkur? Vatn.
Skemmtilegustu námsgrein-
arnar? Íslenska.
Áttu eða hefurðu átt gæludýr?
Átti hund sem hét Skeifa.
Skemmtilegasti dagurinn?
Þriðjudagur, það er fremur lítið
að gera þann dag og þá get ég
spilað golf í Básum en þar spila
ég þrisvar í viku.
Uppáhaldslitur? Grænn.
Hvað gerðirðu í sumar? Spilaði
golf á Selfossi.
Skemmtilegasta bók sem þú
hefur lesið? Stikilsberja-Finnur
eftir Mark Twain.
Hvað ætlarðu að verða þegar
þú ert orðinn stór? Ég ætla að
reyna að verða atvinnumaður
í golfi.
Í réttarsal
Dómarinn: Ertu sekur?
Sá seki: Nei, herra dómari.
Dómarinn: Hefur þú stolið einhverju áður?
Sá seki: Nei, þetta var í fyrsta sinn.
Tveir innbrotsþjófar tala saman
Af hverju hefur þú bílinn þinn bláan öðru megin en hvítan hinu
megin?
Til þess að vitnunum beri ekki saman.
Hvað er það sem er gult, grátt, gult, grátt, gult, grátt, gult, grátt,
gult,grátt, gult, grátt? Fíll sem rúllar niður brekku með fífil í
munninum.
Hvað kallar þú fíl sem ferðast í strætó? Farþega.
VEFIR.NAMS.IS/FINGRAFIMI
Á þessari síðu má læra á lyklaborðið á tölvunni.
Jólapakkarall
Jólasveinar á mjólkurbílum aka Laugaveg að Ingólfstorgi
kl. 15 og leggja af stað frá Hallgrímskirkjuplani kl. 16 og
aka niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi.
Á leiðinni taka jólasveinarnir við pökkum sem þeir munu
afhenda Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd.
Látum gott af okkur leiða.
Mjólkursamsölunnar og Miðborgarinnar
okkar í dag 18. desember.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Ameríski jólasveinninn er um
margt líkur þeim íslensku.
Hann birtist bara á jólunum,
elskar að gefa börnum gjafir
og hefur myndarlegt skegg.
En hvað finnst íslensku jóla-
sveinunum um kollega
sinn? „Hann er voða
fínn náungi, klædd-
ur í fínasta flauel
og með vel greitt
skegg,“ segir
Hurðaskellir á
meðan hann
greiðir
hangikjöts-
tægjur
úr sínu
eigin
skeggi.
„Hann er
samt ótta-
lega spjá-
trungsleg-
ur, alltaf að
bóna sleðann
sinn og lítið
fyrir látalæt-
in í okkur bræðrun-
um. Svo tókum við eitt
hreindýrið hans ein jólin og
reyktum úr því hangikjöt. Hann
var mörg ár að fyrirgefa okkur
það.“
Hurðaskellir er þó þakklát-
ur Nikulási fyrir alla hans
gjafmildi. Bæði hefur hann
fært jólasveinunum þrettán
gamla rauða búninga, sem
hann notar ekki lengur því
þeir hafa hlaupið í þvotti, og
góða gítara. En af hverju gít-
ara? „Við vorum vanir að taka
gamaldags langspil með okkur,
en þau þoldu frostið illa og við
vorum alltaf að týna bogun-
um uppi á reginfjöllum. Vitiði
hvað er erfitt að fínna smáhlut
uppi á hálendi? Það var vonlaust
að finna þá aftur. Við fund-
um aftur á móti fullt af týnd-
um fjallgöngumönnum sem við
komum aftur til byggða. En nú
getum við sungið og trallað á
öllum böllum og kringum öll
jólatré án þess að hafa nokkrar
áhyggjur af bogum og göngu-
görpum.“
En er ekkert erf-
itt að aðlag-
ast nútímanum
þegar maður
er orðinn jafn
gamall og jóla-
sveinarnir? „Það
er erfitt fyrir suma,
auðveldara fyrir
aðra,“ segir Hurðaskell-
ir. „Ég er alsáttur því
nú eru mun fleiri hús og
þar af leiðandi mun fleiri hurð-
ir að skella. Þessar nýju renni-
hurðir eru þó leiðindatól en
ég er að hanna fjarstýringu
til að stjórna þeim. Þegar ég
er búinn fer ég beint upp í
Kringlu og það verður sko
heil sinfónía af skellum.“
Einn þeirra sem ekki er
hrifin af nútímanum er
Kertasníkir. Af hverju?
„Hann er fastur í forn-
um siðum og reynir
alltaf að stela því sem
hann heldur að séu kerti
á jólatrjám. Þá lendir
hann nú heldur betur í
vandræðum því auðvit-
að er hætt að nota kerti
fyrir lifandis löngu
og rafljós í jólaseríum
komin í staðinn. Hann
fær straum og lýsist
allur upp eins og ljósa-
staur,“ segir Hurða-
skellir og hlær. „Honum
verður samt ekki meint
af og verður bara
fínasta vasaljós á nótt-
inni þar til hann fer
heim á þrett-
ándanum.“
JÓLASVEINAR Í ALDANNA RÁS
Jólasveinarnir muna tímana tvenna. Miðaldirnar, skútuöldin og heimsstyrjaldirnar
eru þeim enn ferskar í minni, sem og fyrsta skiptið þegar þeir hittu ameríska
jólasveininn Nikulás.
SÝNINGIN LEITIN AÐ JÓL-
UNUM er sýnd á Leikhúsloft-
inu í Þjóðleikhúsinu þrisvar í
dag og á morgun, klukkan 11,
13 og 14.30. Miðaverð er 1.800
krónur.
GESTUM SÝNINGARINNAR
Ormurinn ógnarlangi, í Gerðu-
bergi menningarmiðstöð, gefst
kostur á að ganga inn í sögu-
heim goðafræðinnar og hitta
fyrir goð, jötna og skrítnar
skepnur. Opið er alla helgina
frá klukkan 13 til 16.
ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN
er klassísk jólasaga fyrir bæði
unga sem aldna. Það er sýnt í
Tjarnarbíói á morgun klukkan
13. Miðaverð er 2.000 krónur.
HITT OG ÞETTA