Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 110
82 18. desember 2010 LAUGARDAGUR
1Morgunleikfimi í jóga- og pilates-stúdíóinu The Orange Room. Uppáhaldskennarinn minn er Pat. Hún er ótæm-
andi uppspretta fróðleiks um austurlenska lífsspeki.
2Börnin mín ganga í alþjóðlegan skóla og þar starfrækir foreldrafélagið svo-
kallaðan Passport Club. Einu sinni í mán-
uði mæta börnin í frímínútur og fá stimpil
í sérútbúið vegabréf eftir að hafa svarað
rétt spurningum um hin ýmsu lönd heims-
ins. Ísland er land mánaðarins nú í desem-
ber og þurftu börnin meðal annars að læra
nafn höfuðborgarinnar og þekkja staðsetn-
ingu Íslands á heimskortinu. Aðeins fjögur
íslensk börn stunda nám í skólanum og kom
það í hlut okkar mæðra þeirra, Sigríðar
Sigurðardóttur og mín, að gera kynningar-
veggspjald og standa fyrir svörum um
Ísland.
3Síðdegis lít ég við á perlu-
markaðinum og
hitti Julin sem allt-
af hefur eitthvað
nýtt að sýna mér.
Hún er alin upp í
perluræktunarhér-
aði og veit allt um
perlur. Hún er ein
þeirra sem hafa
hjálpað mér að láta
hugmyndir mínar
verða að raunveru-
legum skartmunum
í vefverslun.
4Um það bil sem dimmir um sexleytið skrepp ég og sæki vörur á prjónastofu í grenndinni. Hér eins og víða í
Sjanghaí sést varla hola í vegg og þá er þar komin búð eða
veitingastaður. Svo er heldur aldrei að vita nema á bak við
búðarborðið leynist heil prjónastofa eins og hjá henni Ding
Xin Feng sem ávallt tekur vel á móti mér.
5Um kvöldið troða börnin mín upp á skólatónleikum. Jólin eru ekki hátíð í Kína og ekki er heldur haldið upp
á jól sem trúarlega hátíð í alþjóðlegum skólum. Hátíðlegir
vetrartónleikar í desember eru hins vegar árlegur viðburð-
ur og börnin syngja falleg lög frá öllum heimshornum sem
sameina hjörtu barna og foreldra frá 65 þjóðlöndum.
Í pílates og perluskoðun
MYNDBROT ÚR DEGI | miðvikudagurinn 15. desember | Tekið á Nikon D40x
Elsa Ævarsdóttir innanhússarkitekt hefur búið í Sjanghaí í Kína undanfarin þrjú ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börn-
um. Alþjóðlegt andrúmsloft einkennir lífið í stórborginni. Tækifæri til sköpunar eru fjölmörg og gæðahráefni fæst á góðu verði.
Nýverið opnaði Elsa netverslunina Munir.is þar sem lögð er áhersla á að bjóða á góðu verði vandaðar vörur úr úrvalsefnum.
Í ÞÁ TÍÐ …
1900ÁR 201020001960
Fyrir réttri hálfri öld, í desem-ber 1960, hratt stjórnarherinn
í Eþíópíu aftur valdaránstilraun
óánægjuafla gegn keisaranum
nafntogaða, Haile Selassie. Þótti
þeim hann hafa staðnað og ekki
bera hag þegna sinna fyrir brjósti,
en lífsgæðum almennings hafði þá
hrakað jafnt og þétt um árabil.
Hópur herforingja, þar á meðal
innan lífvarðasveitar keisarans,
tók af skarið þegar keisarinn var
staddur í Brasilíu í opinberum
erindagjörðum, tók ríkisstjórnina
í gíslingu, tilkynnti um stjórnar-
skipti og setti elsta son Selassies
í forsæti nýrrar ríkisstjórnar,
sem hugðist bregðast skjótt og
vel við félagslegum og efnahags-
legum meinum þjóðarinnar.
Þó að menntafólk og miðstétt
landsins hafi í fyrstu tekið nýjum
valdhöfum vel, var gleði þeirra
skammvinn því að öfl innan rétt-
trúnaðarkirkjunnar fordæmdu
gjörninginn og bæði skriðdreka-
deild hersins og flugherinn sner-
ust gegn uppreisnarmönnum.
Á einungis fjórum dögum
hafði stjórnarherinn tekið
stjórnina í höfuðborginni Addis
Ababa og forsvarsmenn upp-
reisnarmanna voru handteknir
og aflífaðir. Keisarinn sneri
aftur á sinn sess stuttu síðar
og ríkti sem keisari Eþíópíu í
fjórtán ár til viðbótar, eða þar
til honum var steypt endanlega
af stóli árið 1974 og lést hann af
veikindum ári síðar.
Ekki eru allir á sama máli um
eftirmála valdaránstilraunar-
innar en margir hafa leitt að
því líkur að þar með hafi verið
sáð í huga almennings efasemd-
arfræjum um guðlegt hlutverk
Selassies sem drottnara Eþíóp-
íu. Það hafi svo orðið til að
kynda óánægjubálið sem náði
hámarki með uppreisninni 1974
og lokum 44 ára valdatíðar Hai-
les Selassie, sem var undir lokin
meira metinn fyrir afrek sín á
alþjóðavettvangi en á heima-
velli. - þj
Heimild: Wikipedia.org
Valdaránstilraun hrundið í Eþíópíu
Stjórnarherinn tók stjórnina aftur á fjórum dögum.
KEISARI Haile Selassie Eþíópíukeisari mætti í fyrsta sinn mótstöðu eigin lands-
manna þegar óánægjuöfl gerðu tilraun til valdaráns fyrir réttum 50 árum.