Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 46
46 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Er ekki gráupplagt á byrja á byrjuninni? Hvað vitið þið hvort um annað? Örn Úlfar: „Ég veit ekki neitt um þig, fyrir utan það að ég hef heyrt að þú sért afar fynd- inn uppistandari. Ég hef samt aldrei séð þig fara með gamanmál.“ Þórdís Nadia: „Sama hér, hef ekki séð þig áður en veit þó að þú ert dómari og spurn- ingahöfundur í Gettu betur.“ Örn Úlfar: „Ég held að Fréttablaðið sé búið að fá allt fræga fólkið í þennan lið í blaðinu og er núna að skrapa svona smávegis. En horfirðu ekki á Gettu betur?“ Þórdís Nadia: „Jú, einhvern tíma hef ég séð þáttinn en man ekki eftir þér sem dómara.“ Örn Úlfar: Ég var nú bara dómari í síðustu þáttaröð. Það hafa kannski verið tveir eða þrír Íslendingar sem ekki horfðu á þáttinn.“ Þórdís Nadia: „Já. Og ég var ein af þeim.“ Örn Úlfar: „Sumum finnst reyndar offram- boð af spurningaþáttum í sjónvarpinu.“ Þórdís Nadia: „Já, ég horfi eiginlega aldrei á spurningaþætti, en ef ég geri það þá er það með öðru auganu.“ Fínt að rífast um klukkuna Nú liggur fyrir þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að klukkunni hér á landi verði seinkað um eina klukkustund, allan ársins hring. Hvað finnst ykkur um það? Þórdís Nadia: „Ég sá einmitt umræður um þessi mál í Kastljósinu og verð að segja að ég hef ekkert á móti þeirri hugmynd að seinka klukkunni. Að minnsta kosti þykja mér rökin fyrir breytingunni mjög gild.“ Örn Úlfar: „Ég held að ástæða þess að þing- menn vilji hræra í klukkunni sé dulin þrá. Í rauninni vilja þeir færa klukkuna aftur til ársins 2006, þegar enn var eitthvað hægt að gera til að forða hruninu. En annars hugsa ég að þetta gæti verið sniðugt á veturna en ekki alveg jafnt sniðugt á sumrin.“ Þórdís Nadia: „Gallinn gæti hugsanlega orðið sá að við missum réttlætinguna fyrir að vera þunglynd og döpur. Öll íslenska tónlistar- senan verður kannski bara voðalega jákvæð og leiðinleg allt í einu.“ Örn Úlfar: „Já, svona eins og hún er í suðræn- um löndum. En auðvitað myndi fylgja svona breytingu að alls kyns litlir hlutir myndu riðlast. Leikirnir í Meistaradeildinni myndu til dæmis færast til.“ Þórdís Nadia: „Mér er alveg sama um það.“ Örn Úlfar: „Og við verðum lengur á leiðinni til Evrópu. Missum þar einn tíma en græðum einn tíma þegar við förum til Boston.“ Þórdís Nadia: „Boston? Er það?“ Örn Úlfar: „Nei, bíddu. Er ég að bulla? Þetta er ruglandi! Ég vona að þingmenn skoði þetta mál vel og vandlega. En verður nokkuð gert í þessu? Er þetta ekki bara skemmtilegt mál til að rífast um, svona til tilbreytingar við Icesave? Reyndar er hefð fyrir því að mikil- vægir hlutir gerist allt í einu, en svo er tuðað um hluti sem skipta engu máli ára tugum saman. Eins og herinn. Það var rifist um hann í fimmtíu ár en svo var hann bara allt í einu farinn, nánast án þess að láta vita.“ Þórdís Nadia: „Breytingin gæti gagnast mér því ég á í erfiðleikum með að vakna á morgn- ana, eins og þú veist [hún mætti of seint á Rökstólafundinn]. En annars er þetta nú ekki svo mikilvægt mál, að minnsta kosti ekki fyrir mig. Í Kastljósinu heyrði ég að klukk- unni hefði síðast verið breytt á Íslandi árið fimmtánhundruð og eitthvað, þannig að við ættum að hafa vanist þessu.“ Rjómaís í geimnum Nýlega fréttist af því að hljómsveitin Spil- verk þjóðanna hygði á endurkomu á nýju ári eftir þriggja áratuga hlé. Er eitthvað í dægurmenningunni sem þið saknið frá því í gamla daga og vilduð að gerði svipaða endur- komu? Þórdís Nadia: „Já, svo sannarlega. Ég myndi endilega vilja fá þættina Á tali hjá Hemma Gunn aftur á skjáinn. Þeir voru algjör snilld og þúsund sinnum skemmtilegri en Hring- ekjan sem hefur verið á dagskránni upp á síð- kastið. Ég skil ekki hvers vegna Hemmi var ekki bara fenginn aftur, með földu mynda- vélina og Ladda.“ Örn Úlfar: „Já, Dengsa og Elsu Lund.“ Þórdís Nadia: „Einmitt. Og þá væri hægt að nota sömu sviðsmyndina aftur, þar sem tíundi áratugurinn er kominn aftur í tísku.“ Örn Úlfar: „Ég hef horft á nokkra gamla þætti með Hemma Gunn á YouTube og það er rosalegt að sjá þá. Þegar maður horfir á gamalt sjónvarpsefni sér maður að það var allt svo miklu hægara. Kynningarnar og inn- gangarnir voru lengri og menn gáfu sér betri tíma til að spjalla, fara dýpra ofan í hlutina. Eins er það í bíómyndunum. Þegar gamalli James Bond mynd er stillt við hlið nýrra spennumynda er nánast eins og hún sé sýnd hægt.“ Þórdís Nadia: „Já, það er alveg rétt.“ Örn Úlfar: „Ég sakna sjónvarpsþáttarins Dagskrá næstu viku mjög mikið, þar sem Magnús Bjarnfreðsson fór yfir sjónvarps- dagskrána. Að hafa hætt sýningum á þeim þætti þykir mér jafnast á við það þegar Þjóð- hagsstofnun var lögð niður. Nú veit enginn hvað er í sjónvarpinu og maður er alveg ringl- aður. Það þarf nýjan svona þátt, nú eða að endursýna þessa gömlu. Svo sárvantar líka þátt á borð við Nýjustu tækni og vísindi í sjónvarpið.“ Þórdís Nadia: „Alveg rétt, já. Ég man vel eftir þeim og horfði oft á þá.“ Örn Úlfar: „Ég hafði alltaf lúmskt gaman af þessum þáttum, en í þeim var aldrei fjallað um neinar tækninýjungar sem skiptu máli. Ég man til dæmis aldrei eftir því að hafa heyrt eitthvað á borð við: „Nú er í þróun hjá vísindamönnum við Harvard-háskóla tæki sem gerir fólki kleift að geyma alla sína tónlist í vasanum og spila á einfaldan hátt. Vinnuheiti þess er iPod“. Hins vegar voru endalaust sýndar myndir um hvernig mögu- legt væri að búa til rjómaís úti í geimnum, eða nýjar áfyllingaraðferðir fyrir ástralska jógúrt og slíkt.“ Fálkaorðu fyrir Svölu Bráðum koma blessuð jólin. Eru börnin farin að hlakka til? Örn Úlfar: „Það er nú varla hægt að kalla þetta jól. Þetta er svona tæp verslunarmanna- helgi. Það er ekki mikið frí sem fólk fær.“ Þórdís Nadia: „Já, það snertir mig reyndar ekki þar sem ég verð í Túnis um jólin.“ Örn Úlfar: „Var ekki Star Wars tekin upp þar?“ Þórdís Nadia: „Það getur verið. Ég hef aldrei farið þangað áður og hlakka mikið til. Ég verð á túristasvæði og veit að það verður jólatré í forsalnum á hótelinu og örugglega eitthvert jólaskraut. En samt finnst mér fínt að sleppa við íslensk jól. Mér finnst nánast allt sem tengist jólunum frekar leiðinlegt. Það er svo margt sem stangast á. Rosalega mikið myrk- ur og skammdegi og gríðarlega glaðlynd jóla- lög í útvarpinu á sama tíma. Þetta er svipað og þegar maður er rosalega þunglyndur eða í ástarsorg og hittir svo voðalega hamingju- sama manneskju. Þá langar mann helst til að skjóta sig í hausinn.“ Örn Úlfar: „Já, vissulega er til mikið af lélegum jólalögum.“ Þórdís Nadia: „Sérstaklega jólalög frá níunda áratugnum, þau eru svo hress. Ofdekraðir krakkar að syngja um alla jólapakkana og hvað þau hlakki mikið til. Svala Björgvins hefur til dæmis aldrei gert gott jólalag.“ Örn Úlfar: „En Svala má eiga það, og það verður aldrei frá henni tekið, að hún á stærri þátt en aðrir Íslendingar í því að kenna börn- um að nota sögnina „að hlakka“ rétt. „Ég hlakka svo til“ en ekki „Mig hlakkar svo til“. Fyrir það á hún skilið að fá fálkaorðuna.“ Þórdís Nadia: „Reyndar minnir mig að ég hafi alltaf sungið „Mér hlakkar svo til“ þegar ég var lítil.“ Örn Úlfar: „Nú, jæja. En þú veist það núna.“ MR myndi tapa Ef heimurinn myndi umturnast og Þórdís Nadia yrði dómari í Gettu betur í einn dag og Örn Úlfar yrði uppistandsgrínisti og maga- dansmær, hvað mynduð þið þá taka ykkur fyrir hendur? Örn Úlfar: „Þá myndi ég líklega bara dansa magadans eins og óður maður. Ætli ég myndi ekki líka gera eins og er í tísku núna og vera með uppistand í röðinni hjá Mæðrastyrks- nefnd, á elliheimilinu Grund eða sprella á Litla-Hrauni. Vera sannkallaður gleðigjafi.“ Þórdís Nadia: „Ef ég væri Örn Úlfar, og ef það væri Gettu betur þáttur á dagskránni á þessum degi, myndi ég fara í grænan jakka, láta mér vaxa svart yfirvaraskegg og inn- leiða einhverjar fáránlegar reglur í keppn- ina sem meika engan sens.“ Örn Úlfar: „Bannað að segja já og nei, svart og hvítt eða eitthvað slíkt?“ Þórdís Nadia: „Já. Og svo myndi ég láta MR tapa í keppninni.“ Bannað að segja svart og hvítt Uppistandsgrínistinn og magadansmærin Þórdís Nadia Semichat vill fá sjónvarpsþáttinn Á tali hjá Hemma Gunn aftur á skjá- inn. Örn Úlfar Sævarsson, íslenskufræðingur og dómari í Gettu betur, hallast frekar að því að Dagskrá næstu viku eigi erindi við landsmenn á ný. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar á dimmum og drungalegum desembermorgni. Á RÖKSTÓLUM DESEMBER Örn Úlfar grunar að þingmenn vilji seinka klukkunni allt aftur til ársins 2006. Þórdís Nadia hefur áhyggjur af því að íslenska tónlistarsenan yrði of jákvæð með aukinni dagsbirtu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.