Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 50
50 18. desember 2010 LAUGARDAGUR S agan segir að þegar nokkrir íslenskir bændur voru fengn- ir til veðurmælinga á vegum dönsku veður- stofunnar á 19. öld hafi sérfræðingar ekki verið alls- kostar ánægðir með niðurstöður þeirra. Sérstaklega átti þetta við á vetrum þar sem hitatölur stóð- ust ekki væntingar. Síðar kom í ljós að bændurnir töldu ekki ráð- legt að hafa svo dýr og falleg tæki úti í miklu frosti. Önnur saga sem stendur okkur nær, og er örugglega sönn, segir frá því að sexfréttir útvarps 26. febrúar árið 2000 byrjuðu með eftirfarandi hætti: Útvarp Reykja- vík, nú verða sagðar kvöldfréttir. Hekla mun byrja að gjósa innan fimmtán mínútna … Þetta gekk eftir og viðtöl við fyrstu sjónar- vottana voru í beinni útsendingu í lok fréttatímans. Þessi tvö dæmi lýsa ólíkum samfélagsaðstæðum. Þau ramma einnig inn þá þróun sem hefur orðið í vísindastarfi á Íslandi á tveim mannsöldrum. Fáar þjóðir hafa jafn ríka þörf á að fylgj- ast grannt með umhverfi sínu; öryggis síns vegna. Fáar þjóðir hafa líka meiri áhuga á dyntum náttúrunnar. Sumir vilja meina að það sé vegna þess að við höfum betri aðgang að upplýsingum en margur. 90 ára unglamb Veðurstofa Íslands telst hafa tekið til starfa 1. janúar 1920 en þá tóku Íslendingar formlega við þeim veðurathugunum sem danska veðurstofan hafði haft með hönd- um síðan 1872. Veðurstofan var í fyrstu deild í Löggildingarstof- unni, og hét þá Veðurfræðideild. Löggildingarstofan var lögð niður í árslok 1924 og varð Veðurfræði- deildin að forminu til sjálfstæð stofnun frá ársbyrjun 1925 undir heitinu Veðurstofan. Með fyrstu lögum um stofnunina 1926 fékk hún nafnið Veðurstofa Íslands. Vöktun náttúrunnar Helstu lögbundnu viðfangsefni Veðurstofunnar voru gagna söfnun til rannsókna á loftslagi lands- ins, úrvinnsla úr veðurskýrslum frá veðurstöðvum og útgáfa veðurfars skýrslna. Eins söfnun daglegra veðurskeyta og útsend- ing fregna um veðurútlit, söfnun frétta um hafís, eldgos og ösku- fall og eftirlit með landskjálfta- mælingum. Fyrstu árin var veður- spám dreift til símstöðva og þær hengdar upp almenningi til sýnis. Veður fréttum hefur verið útvarp- að með ýmsum hætti frá 1926 og Ríkisútvarpið hefur útvarpað veðurfréttum síðan það tók til starfa árið 1930. Starfsemi Veðurstofunnar stórefldist strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Þá tók Ísland að sér flugleiðsöguþjónustu á Norður-Atlantshafi, þar á meðal Eftir 15 mínútur byrjar eldgos Veðurstofa Íslands hefur í 90 ár vaktað náttúruna og varað við vá af hennar völdum, rannsakað, miðlað og varðveitt gögn. Svavar Hávarðsson og Jónas Unnarsson kynntu sér sögu stofnunar sem Íslendingar sækja til daglega eða jafnvel oft á dag. veðurþjónustu vegna millilanda- flugs. Flugveðurþjónustu var komið á laggirnar á Keflavíkur- flugvelli vorið 1952. Árið 1977 var farið að sinna mengunarmálum í ríkari mæli en áður. Hafísvöktun var efld. Starf- semi ofanflóða styrktist verulega nokkru eftir 1980 og mun meir eftir snjóflóðin miklu á Flateyri og í Súðavík 1995. Mikil framför varð með tilkomu nýs kerfis jarð- skjálftamæla um 1990. Stórstígar framfarir hafa orðið á sviði veðurþjónustu. Mælinga- og eftirlitskerfin hafa styrkst og upplýsingatækniþjónusta eflst. Rannsóknir á fagsviðum stofn- unarinnar hafa vaxið verulega að umfangi, einkum vegna aukinnar sóknar í styrkfé, innlent sem erlent. Á flakki Veðurstofan var til húsa að Skóla- vörðustíg 3 allt til 1931, er hún flutti í Landssímahúsið við Aust- urvöll. Síðan flutti hún í hús Sjó- mannaskólans við Háteigsveg í árslok 1945. Í ársbyrjun 1950 fluttist öll starfsemi stofnunar- innar, er laut að daglegri veður- þjónustu, í gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og tólf árum seinna í þann nýja, en önnur starfsemi varð um kyrrt í Sjómannaskólahúsinu. Árið 1973 fluttist öll starfsemi Veður- stofunnar í Reykjavík að Bústaða- vegi 9. Úr fjórum í 270 Starfsmenn Veðurfræðideildar Löggildingarstofunnar voru í upp- hafi fjórir. Tíu árum seinna hafði þeim fjölgað í sjö og hélst sá fjöldi í nær hálfan annan áratug. Síðan fjölgaði þeim í tæplega þrjátíu árið 1946, 1965 voru þeir um sextíu og um áttatíu árið 1990. Í ársbyrjun 2009 var starfsemi Veðurstofu Íslands og Vatnamæl- inga sameinuð í nýrri stofnun undir nafni hinnar fyrrnefndu. Helstu viðfangsefni Vatnamæl- inga hafa verið kerfisbundn- ar vatnamælingar, mælingar á jöklabúskap og kortlagning á ísa- lögum vatna, langtímarannsóknir á vatnsauðlindinni og gerð vatna- fars- og flóðakorta. Starfsstöðvar Veðurstofu Íslands í Reykjavík eru á Bústaða- vegi 9 og Grensávegi 9. Enn frem- ur rekur stofnunin útibú á Ísa- firði þar sem einkum er fengist við ofanflóðaverkefni og gerðar eru veðurathuganir og fleiri mæl- ingar í starfsstöðinni á Keflavíkur- flugvelli. Þá rekur stofnunin athugunarkerfi og mælistöðvar um allt land. Starfsmenn í Reykja- vík eru nú um 110, sex á Ísafirði og sjö á Keflavíkurflugvelli. Þá eru ótaldir veðurathugunarmenn, snjó athugunarmenn og eftirlits- menn vatnshæðarmæla og jarð- eftirlitskerfa, um 160 að tölu. ÍSLENSK VEÐURMET OG FRÓÐLEIKSMOLAR Hvalreki Hafís er kortlagður á Veðurstofunni. Myndin er tekin frosta- veturinn mikla 1918 af hvalreka við Skagaströnd. MYND/VÍ Teiknað kort Jónas Jakobsson veðurfræðingur dregur línur á veðurkort árið 1974. MYND/VÍ Veðrið í sjónvarp Jónas Jakobsson veðurfræðingur í veðurfréttatíma sjónvarps árið 1967. MYND/VÍ VEÐURSTOFAN Í MYNDUM -38 25,7 62,5 74,2 -24,5 Hæsti hiti: Teigarhorn 30,5°C 22. júní 1939 30,5 Lægsti hiti: Grímsstaðir og Möðrudalur: -38°C 21. janúar 1918. Hæsti hiti í Reykjavík: 25,7°C 30. júlí 2008. Lægsti hiti í Reykjavík: -24,5°C 21. janúar 1918. Mesta sólarhringsúrkoma Kvísker: 293,3 mm 10. janúar 2002. Mánaðarúrkoma hefur 11 sinnum mælst meiri en 700 mm á mönnuðum veður- stöðvum, þar af sex sinnum á Kvískerjum. Mesti 10 mínútna vindhraði Skálafell við Esju: 62,5 m/s 10. janúar 1998. Á Íslandi er vindasamara en í flestum öðrum löndum. Ástæðan er tíðar og krappar lægðir og lítið viðnám af gróðri. Mesta vindhviða Gagnheiðarhnúkur á Fljótsdalshéraði: 74,2 m/s 16. janúar 1995. Mesta vindhviða í Reykjavík: 59,4 m/s 15. janúar 1942 59,4 Hæsti loftþrýstingur: Reykjavík 1058,5 hPa 3. janúar 1841. Lægsti loftþrýst- ingur: Vestmanna- eyjar 919,7 hPa 2. desember 1929. Tæplega 1.300 jarðskjálftar voru staðsettir á landinu eða við landið í nóvember. Stærsti jarðskjálft- inn sem mældist í mánuðinum var undir Lokahrygg í Vatnajökli. Hann var 3,5 stig. Meðalhitinn á Íslandi í janúar er um það bil 20 gráðum hærri (0°C) en meðal- hiti á sömu breiddargráðu (um 65°) á norður hveli jarðar. Í júlí er hann um fimm gráðum lægri en meðaltalið. Meðalhiti í Reykjavík í janúar er svipaður og í New York sem er nálægt 40. gráðu norðlægrar breiddar. FRAMHALD Á SÍÐU 52 Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 sentimetrar við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. 220 sentimetrar mældust í Kálfsárkoti í Ólafsfirði hinn 21. sama mánaðar og 230 sentimetrar mældust í Hvannstóði í Borgarfirði eystra hinn 18. Á þessum stöðvum var alhvítt allan mánuðinn og meðalsnjódýpt við Skeiðsfossvirkjun var 247 sentimetrar. Það er mesta meðal- snjódýpt sem vitað er um á veðurstöð hér á landi. Gamla Íslandsmetið í snjódýpt: Horn- bjargsviti 20. janúar 1974, 218 sentimetrar Skráðar eru í heimildir rétt tæplega 250 hvítabjarnarkomur til landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum. Alla síðustu öld er vitað um 71 dýr sem kom til landsins, þar af komu að minnsta kosti 27 dýr á land frostaveturinn 1917-1918. Mesti „ísbjarna- vetur” sem sögur fara af er hins vegar hafísveturinn 1880-81, en heimildir eru fyrir því að þá hafi alls 63 dýr komið hér á land. Árið 1695 var mesta hafísár Íslandssög-unnar. Samkvæmt annálum fór hafísinn suður með Austfjörðum og vestur með suðurströndinni, inn í Faxaflóa og norður fyrir Borgarfjörð, að minnsta kosti að Hítarárósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.