Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 12
12 18. desember 2010 LAUGARDAGUR
Stöður í dómskerfinu
Staða Kostnaður
Héraðsdómari 11,3 millj.
Aðstoðarmaður 6 millj.
Dómritari 4,8 millj.
Dómvörður 4,8 millj.
Hæstaréttardómari 13,6 millj.
Aðstoðarmaður 8,5 millj.
Skrifstofumaður 4,2 millj.
Launakostnaður á ári
með launatengdum gjöldum.
STJÓRNMÁL Unnið er að mati og
endurgerð stoðkerfis atvinnulífs-
ins í iðnaðarráðuneytinu. Á vegum
ráðuneytisins er rekið viðamik-
ið stoðkerfi en fjórar stofnan-
ir þess sinna því hlutverki. Eru
það Byggðastofnun, Ferðamála-
stofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
og Orkustofnun. Þá eru átta sjálf-
stæð atvinnuþróunarfélög sem
njóta opinberra fjárveitinga rekin
um allt land.
Í skýrslu um verkefnið kemur
fram að áætlað sé að ríki og sveit-
arfélög veiti að minnsta kosti 1,3
milljarða króna til staðbundinnar
atvinnuþróun-
ar og tengdrar
þjónustu. Ótal-
in eru framlög
ýmissa aðila til
þekkingarsetra.
Umtalsverð
tækifæri skapist
með betri nýt-
ingu fjárins.
Kallað hefur
verið eftir sjón-
armiðum um núverandi fyrirkomu-
lag og metið hvað þurfi að gera til
að efla framþróun og nýsköpun
atvinnulífsins.
Nokkrir ágallar eru taldir vera
á núverandi kerfi. Það er sagt
fremur sundurlaust og flókið,
þekking þess dreifð á marga staði,
starfsemin skiptast á of marga og
smáa aðila með tilheyrandi kostn-
aði við stjórnun og stoðþjónustu,
tengsl milli miðlægrar starfsemi
ríkisins og staðbundinnar atvinnu-
þróunar eru ekki nægilega góð og
skipting eftir atvinnugreinum er
talin úrelt og hamla framþróun og
árangri.
Með nýju skipulagi stoðkerfis-
ins er ætlunin að sníða af þessa
vankanta. - bþs
Ríki og sveit veita minnst 1,3 milljarða til staðbundinnar atvinnuþróunar:
Stoðkerfi atvinnulífsins einfaldað
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
STJÓRNSÝSLA Þótt fjölga þurfi dóm-
urum vegna aukins álags á dóm-
stóla telja sérfræðingar sem unnu
skýrslu fyrir dómsmála- og mann-
réttindaráðuneytið nauðsynlegt að
mæta vandanum með öðrum leið-
um. Frumvarp um fjölgun dómara
liggur nú fyrir Alþingi.
Í skýrslu sérfræðinganna segir
að launakjör kunni að draga úr
eftirspurn eftir dómarastöðum.
„Ekki er unnt að ganga út frá því
að stór hópur af mjög vel hæfum
umsækjendum um embætti dóm-
ara sé fyrir hendi vegna launa-
kjara dómara.“
Það auki enn á nauðsyn þess að
við lausn málsins sé lögð áhersla
á aðrar leiðir en eingöngu fjölg-
un dómara. Mikilvægt sé að efla
stjórnsýslu dómskerfisins, bæði
skrifstofu Hæstaréttar og skrif-
stofu dómstólaráðs.
Þá er lagt til að aðstoðarmönn-
um héraðsdómara verði veittar
rýmri starfsheimildir líkt og kveð-
ið var á um í frumvarpi sem kom
fyrir Alþingi á síðasta löggjafar-
þingi. Með því náist fram nokkur
sparnaður í launakostnaði, þar sem
aðstoðarmenn séu ódýrari starfs-
menn en dómarar. Hitt skipti líka
máli að með því verði unnt að fela
vönum héraðsdómurum í auknum
mæli að einbeita sér að úrlausn
vandasamari dómsmála. - bþs
Brugðist við auknu álagi á dómstóla vegna hrunsmála:
Launakjör dómara
draga úr áhuga
ALÞINGI Ráðist verður í umfangs-
mikla rannsókn á starfsemi
Íbúðalánasjóðs, samkvæmt
ákvörðun Alþingis. Samþykkt
var í gær tillaga Sigríðar Ingi-
bjargar Ingadóttur Samfylking-
unni og sex annarra þingmanna
þess efnis.
Tillaga um málið var flutt í
ljósi þeirrar ályktunar rannsókn-
arnefndar Alþingis að breyting-
ar á fjármögnun og lánareglum
Íbúðalánasjóðs hefðu stuðlað að
verulegu ójafnvægi í hagkerfinu
og falið í sér eina af stærri hag-
stjórnarmistökunum í aðdrag-
anda að falli bankanna.
Við meðferð málsins í þinginu
var jafnframt ákveðið að sam-
hliða verði innkoma bankanna
á húsnæðislánamarkaðinn árið
2004 og áhrif hennar skoðuð.
Rannsóknin á að taka mið af
ákvæðum frumvarps til laga um
rannsóknarnefndir sem forsætis-
nefnd Alþingis hefur lagt fram.
Fimmtíu þingmenn úr öllum
flokkum greiddu atkvæði með
tillögunni. bjorn@frettabladid.is
Íbúðalánasjóður
rannsakaður í þaula
Efnt verður til víðtækrar óháðrar rannsóknar á Íbúðalánasjóði og innkomu
banka á húsnæðislánamarkaðinn. Þverpólitísk sátt varð um málið á Alþingi.
1. Breytingarnar á sjóðnum 2004,
undirbúningur þeirra og áhrif á
fasteignamarkað og efnahag.
2. Framganga banka á lánamarkaði
til fasteignakaupa og viðbrögð
Íbúðalánasjóðs við aukinni sam-
keppni banka um íbúðalán, m.a.
vegna 100% lána bankanna og
uppgreiðslna á lánum sjóðsins,
til dæmis hækkað lánshlut-
fall úr 80% í 90% og hækkuð
hámarkslán.
3. Hvernig sjóðurinn sinnti verkefn-
um sínum.
4. Viðbrögð sjóðsins við vaxandi
þenslu á fasteignamarkaði.
5. Skuldabréfaskipti, úr húsbréfum
í húsnæðisbréf, með því að
binda uppgreiðslumöguleika
sjóðsins.
6. Samskipti Íbúðalánasjóðs við
Seðlabankann vegna lausafjár.
7. Kaup Íbúðalánasjóðs á greiðslu-
flæði lána frá bönkum og
sparisjóðum með mun hærri
hámarkslánsfjárhæð en reglu-
gerð félagsmálaráðherra gerði
ráð fyrir.
8. Tryggingar fyrir lánum sjóðsins
þar sem lán til banka og spari-
sjóða voru ekki með veði.
9. Lánveitingar til byggingaverktaka,
jafnvel án bankaábyrgða.
10. Reglugerð félagsmálaráðherra
frá 2005 um áhættustýringu og
hvernig hún samræmdist kröfum
um áhættustýringu.
11. Viðskipti Íbúðalánasjóðs við
verðbréfasjóði með verulegu
tapi.
12. Helstu ástæður fyrir taprekstri
sjóðsins frá 2008 og fyrirsjáan-
legar afskriftir.
13. Eftirlit Alþingis, ráðuneytis og
stofnana á borð við Fjármála-
eftirlitið og Seðlabanka Íslands
með starfsemi sjóðsins. Var það
fullnægjandi?
14. Annað sem rannsóknarnefnd
kann að komast að við rannsókn
sína og telur ástæðu til að upp-
lýsa Alþingi um.
Það sem á að rannsaka sérstaklega
ALÞINGI Fyrningartími allra
krafna sem lýst er í þrotabú verð-
ur tvö ár, óháð eðli krafna. Frum-
varp þar um varð að lögum í gær.
Áður var fyrningarfrestur
fjögur, tíu eða tuttugu ár eftir
eðli krafna.
Við umræður um málið sagði
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Samfylkingunni breytingarnar
fela í sér gríðarlega réttarbót
fyrir þá sem ættu í erfiðleikum
vegna skulda og byggju í skulda-
fangelsi eða ættu á hættu að
lenda í slíku fangelsi. - bþs
Lögum um gjaldþrot breytt:
Kröfur fyrnast
á tveimur árum
ELDGLEYPIR Í BANGLADESS Á hátíðar-
degi múslima í gær fylgdust margir
með þessum eldgleypi leika listir
sínar í Dakka, höfuðborg Bangladess.
NORDICPHOTOS/AFP
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Humar
Stór
Laxaflök
beinhreinsuð
og flott
Fiskikóngurinn
síðan 1989
Opið á morgun
sunnudag
10-17
18
d
es
.
Innbakaður Humar
„Já sæll” ég
lærði þetta á
síðustu öld
Yfir 20 ára starfsreynsla
í verkun á skötu
18
. d
es
.
MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing um styrki til námskeiða í íslensku vorið 2011
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki
eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmiðið
með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að
öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar.
Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á
skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki.
Fyrirtæki, sem ekki eru fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan samn-
ing við hæfan fræðsluaðila er annast kennsluna fylgja umsókninni.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á
rafrænu formi.
Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur eru aðgengilegar undir
flokknum sjóðir og eyðublöð á vef menntaog menn-
ingarmálaráðuneytis: menntamalaraduneyti.is. Umsóknir skal
senda á postur@mrn.stjr.is.
Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2011.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 15. desember 2010.
menntamálaráðuneyti.is