Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 72
NAUTA-RIBEYE með kartöflu-
mauki, rauðrófum og timjansósu
Fyrir 4
1 kg nauta-ribeye
100 ml olía
3 greinar rósmarín
15 g einiber
5 greinar timjan
3 geirar hvítlaukur
Setjið allt kryddið í mortél og mylj-
ið vel með örlítilli olíu. Bætið rest-
inni af olíunni út í þegar kryddið
hefur verið mulið og hellið öllu yfir
kjötið. Látið marinerast í sólar-
hring. Steikið síðan kjöt á pönnu
þar til það verður gullinbrúnt.
Setjið síðan í 65 gráðu heitan ofn
í minnst fjóra tíma. Hækkið hitann
upp í 160 gráður í lokin, eða í 20
mínútur. Látið standa á bretti í 5
mínútur áður en kjötið er skorið
í sneiðar.
KARTÖFLUMAUK
500 g möndlukart-
öflur
100 ml rjómi
50 g smjör
salt
Sjóðið kartöflur og
skrælið. Látið suðuna koma
upp á rjómanum, setjið kartöflurn-
ar út í og stappið saman við. Bætið
smjöri við og hrærið saman með
sleif og smakkið til með salti.
RAUÐRÓFUKREM
100 g rauðrófur (afskurður)
50 ml vatn
20 ml ólífuolía
salt
pipar
Sjóðið rauðrófur í vatni þar til
þær eru orðnar meyrar. Setjið þá í
blandara. Bætið olíu rólega út í og
smakkið til með salti.
RAUÐRÓFUTENINGAR
100 g rauðrófur
5 ml eplaedik (cider)
10 g sykur
40 ml vatn
20 ml olía
salt
Skerið rauðrófur í teninga, sjóðið
saman með öllu þar til hráefnin
eru orðið meyr og smakkið til með
salti.
ÞURRKUÐ EINIBER
50 g einiber
Hitið einiber í 80 gráðu heitum ofni
í um það bil 2 tíma.
TIMJANSÓSA
50 g laukur
1 stk. heill hvítlaukur
3 greinar timjan
4-5 einiber
100 ml rauðvín
40 ml olía
30 g smjör
Skerið grænmeti í litla bita.
Svitið í potti ásamt kryddi þar til
laukurinn er orðinn glær, bætið
þá rauðvíni við og sjóðið niður um
helming. Bætið þá soðinu af kjöt-
inu við og sjóðið niður um helm-
ing. Sigtið allt. Bætið smjöri, salti
og pipar við.
Í lokin: Setjið rauðrófumauk á disk,
svo kartöflumauk og steik. Bætið
teningum og sósu við. Setjið eini-
ber í piparkvörn og malið vel yfir
diskinn.
DÁDÝRA-CARPACCIO með
sellerírótarkremi, gráðaosti og
granatepla-vinaigrette
Fyrir 4
DÁDÝR
400 g dádýr
20 ml rósmarín-
olía
salt
pipar
Hreinsið sinar af
dádýri og veltið svo upp
úr rósmarínolíu. Saltið og
piprið, rúllið inn í plast-
filmu og frystið. Skerið
kjötið í næfurþunnar sneið-
ar þegar það er frosið og dreifið
á disk.
SELLERÍRÓTARKREM
100 g sellerírót
50 ml mjólk
10 ml ólífuolía
salt
Skrælið sellerírót og skerið í fína
teninga. Setjið svo í pott með
mjólk og sjóðið þar til þetta er
orðið meyrt. Setjið allt í blandara
þar til blandan er orðin silkimjúk.
Smakkið þá til með salti. Ef kremið
er of þykkt er alltaf hægt að þynna
það með mjólk.
RISTAÐAR PEKANHNETUR
Setjið hnetur í 160 gráðu heit-
an ofn í um það bil 4 mínútur og
myljið svo yfir dádýrið.
Gæsasalat með mangó, salthnetum og
kóríander borið fram á skemmtilegan hátt.
FRANSKUR AÐALRÉTTUR OG TVEIR FORRÉTTIR
Nauta-ribeye með
kartöflumauki,
rauðrófum og
timjansósu.
F A
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON