Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 24
24 18. desember 2010 LAUGARDAGUR
Síðasta sunnudag var kveikt á hirðakertinu á heimilum og í
kirkjum þjóðarinnar til að minna
okkur á fjárhirðana í jólaguð-
spjallinu. Þeir hirtu ekki fé, held-
ur voru dyggir gæslumenn þess.
Sálnahirðir Fríkirkjusafnaðar-
ins í Reykjavík, sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson, hefur á undangegn-
um misserum tjáð sig reglulega í
fjölmiðlum, t.d. í Fréttablaðspistli
10. desember. Efni greinarinn-
ar og reyndar margra útvarps-
prédikana fríkirkjuprestsins
varðar aðeins fé og eignir. Fyrir
hönd Fríkirkjunnar í Reykjavík
krefst hann hluta þess fjár sem
ríkið geldur þjóðkirkjunni nú sem
afgjald af jörðum sem áður voru
eign kirkjunnar. Þó var eignar-
hald á jörðunum óumdeilt þegar
þær voru afhentar ríkinu (1907
og 1997-8). Í grein sinni setur sr.
Hjörtur Magni samasemmerki
milli þessara eigna og „hins
sameiginlega trúar- og menning-
ararfs sem hefur mótað sjálfs-
mynd, samkennd og þjóðarvitund
okkar.“ Tengingin er óraunhæf.
Annars vegar er um að ræða hag-
fræðilegar stærðir og hins vegar
hugrænar.
Hver á kirkjujarðirnar?
Í túlkun á „eignasögu“ kirkjunnar
stiklar sr. Hjörtur Magni léttilega
yfir staðreyndir. Hann telur að
kirkjueignir hafi verið illa fengnar
á miðöldum og loks afhentar þjóð-
kirkjunni með „siðlausum samn-
ingi“ fyrir aðeins 13 árum.
Á fyrstu öldum kristni í land-
inu voru allar kirkjubyggingar (að
dómkirkjum frátöldum) í einka-
eigu. Tryggja varð rekstur þeirra
þannig að umhirða kirkjueiganda
réði ekki úrslitum um ástand
þeirra. Markmiðið var að jarðeign-
ir stæðu undir rekstri og viðhaldi
kirkjubygginga. Þannig varð höf-
uðstóllinn til. Síðar fóru fleiri að
gefa. Ekki er útilokað að einhvern
tíma hafi ágirnd ráðið för. Það er
þó alhæfing að græðgi sé helsta
skýringin á eignasafni kaþólsku
kirkjunnar á miðöldum.
Á siðaskiptatíma var smám
saman tekið að flytja nýja guð-
fræði í kirkjum landsins sem áður
þjónuðu kaþólskum sið. Þær voru
áfram miðpunktar sömu sókna og
áttu allar eignirnar. Siðaskiptatím-
inn var breytingarskeið í hinu innra
en ekki ytra. Eignarhald eða breyt-
ing þess var ekki mál þess tíma.
Eignaframsal á 20. öld
Á öndverðri 20. öld var við marg-
háttaðan vanda að etja í íslensku
samfélagi. Skipulag og rekstur
þjóðkirkjunnar var óhagkvæmt.
Eignir kirknanna nýttust ekki vel
með því að halda úti undirmönnuð-
um sóknum og prestaköllum sem
ekki gátu staðið undir helgihaldi.
Þeim var því fækkað og eign-
ir færðar milli kirkna og sókna.
Menn tóku nú að líta svo á að jarð-
irnar væru sameign sóknanna í
landinu. Hátt hlutfall leiguábúðar
stóð á sama tíma í vegi fyrir fram-
förum í landbúnaði. Efnahagslíf
þjóðarinnar þróaðist smám saman
yfir í peningahagkerfi í stað hag-
kerfis vöruskipta.
Reynt var að efla landbúnað
með því að losa um jarðir í opin-
berri eigu þar á meðal kirkjujarð-
ir. Þjóðkirkjan fól ríkinu forræði
yfir uppistöðunni í eignasafni sínu
(1907) gegn því að það tryggði
rekstur hennar fjárhagslega eftir
hagræðinguna. Alla 20. öldina ríkti
síðan sá skilningur að ríkinu bæri
að ráðstafa jörðunum á þann hátt
sem nýttist sem flestum, þ.e. þjóð-
inni. Hið forna eignasafn rýrnaði
vegna þess að ríkið varð að huga
að hagsmunum fleiri en kirkjunn-
ar. Það gat því ekki alltaf krafist
hæsta verðs eða jafnvel raunvirðis
fyrir jarðir sem seldar voru. Á 20.
öld naut því þjóðin kirkjujarðanna
með ýmsu móti og gerir enn.
Jarðasamningur ríkis og kirkju
Við lok 20. aldar var samningur
gerður milli ríkis og kirkju um
hinar fornu kirkjujarðir. Tilgang-
urinn var að höggva á næsta óleys-
anlegan hnút: Hvernig var mögu-
legt að ráðstafa jörðunum áfram á
sem hagfelldastan hátt fyrir sem
stærsta hluta þjóðarinnar? Ein-
faldasta lausnin var að ríkið eign-
aðist jarðirnar. Það var önnur hlið-
in á samningnum. Hin hliðin laut
eðlilega að því hvað væri eðlilegt
gjald til kirkjunnar. Samningur-
inn var gerður á grundvelli sem
var lagður 1907, sem sé að ríkið
tryggði rekstur kirkjunnar innan
skilgreindra marka.
Samkomulagið er á engan hátt
ósiðlegt enda voru samningamenn
ríkis og þjóðkirkju meðvitaðir um
lög, reglur, sögu, sið, fé og fram-
tíð. Í anda nútímalegs eignarrétt-
arskilnings er hægt að hagnýta
afrakstur eignanna þar sem þess
er helst þörf. Þjóðin nýtur afgjalds
eignanna að nokkru sameiginlega
þar sem þjónusta þjóðkirkjunnar
stendur öllum til boða án kirkju-
aðildar eða trúarjátningar.
Um aldamótin 1900 var ákaft
rætt um tengsl og/eða aðskilnað
ríkis og kirkju. Flestum þótti allt
stefna í aðskilnaðarátt. Mörgum
þótti þó ekki ganga nægilega hratt
að losa kirkjuna undan yfirráðum
ríkisins. Þeir sögðu sig því úr þjóð-
kirkjunni og nýttu rétt sinn til að
stofna ný trúfélög, það á meðal Frí-
kirkjuna í Reykjavík. Þeir völdu
með öðrum orðum milli þjóðkirkj-
unnar og eignanna á aðra hlið og
hugsjónar um frjálsa kirkju á hina.
Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar og fríkirkjuhreyfingin orðið
að fríkirkjustofnun, með eignir og
skuldir, tekjur og gjöld. Getur hún
nú samt sem áður gert tilkall til
afraksturs af hinum kirkjueign-
unum? Það er ekki menningar-
leg, guðfræðileg eða siðfræðileg
spurning heldur ræðst svarið fyrst
og fremst af eignarréttarlegum
sjónarmiðum — því miður.
Fjárhirsla fríkirkjunnar
Ríki og kirkja
Hjalti
Hugason
doktor í kirkjusögu
Sigurður Árni
Þórðarson
doktor í trúfræði
Ekki er útilokað að einhvern tíma hafi
ágirnd ráðið för. Það er þó alhæfing að
græðgi sé helsta skýringin á eignasafni
kaþólsku kirkjunnar á miðöldum.
AF NETINU
Lífsnauðsynlegt herflug
Í þessu samhengi er skemmtilegt
að skoða tvær fréttatilkynningar
frá því í gær. Önnur er frá borgar-
ráði, samþykkt samhljóða, og er
„áskorun á utanríkisráðuneytið og
flugmálayfirvöld að beita sér fyrir
því að umferð herflugvéla um
Reykjavíkurflugvöll verði stöðvuð”.
[...]
Hún er ósköp falleg hugsunin
á bakvið áskorun borgarráðs, en
hún er kjánaleg, og jafnvel bein-
línis lífshættuleg.
Fyrir utan það að þó það
herflug sem fer um Reykjavíkur-
flugvöll sé yfirleitt frekar sakleys-
islegt, þá er sumt af því okkur
lífsnauðsynlegt. Borgarráð t.d.
virðist ekki gera sér grein fyrir að
allt flug þyrla af dönskum varð-
skipum er herflug. Dönsk varðskip
eru nefnilega herskip og tilheyra
danska flotanum. Í því hallæri á
undanförnum árum sem Land-
helgisgæsla Íslands hefur búið
við í þyrlumálum eru ófá skiptin
sem okkar dönsku vinir hafa
hlaupið undir bagga. Það er vísast
fyrir bí ef áskorun borgarráðs fær
einhvern byr.
Og auðvitað ef borgin ætlar að
vera samkvæm sjálfri sér, þá hlýt-
ur hún að banna ferðir herskipa
um hafnir Reykjavíkur, þ.a. ekki
verða þá varðskip okkar næstu
granna velkomin meir. Hvað þá
flotaheimsóknir NATO eða t.d.
þýskra skólaskipa sem tilheyra
flotanum þar í landi.
[...]
En það er kannski allt í lagi. Hin
friðelskandi og herlausa þjóð vill
væntanlega ekki láta bjarga sér af
herjum. Hvorki úr sjávarnauð, frá
nasistum, þjóðarmorðingjum eða
hryðjuverkamönnum!
fridrik.eyjan.is/ Friðrik Jónsson
Undanfarna daga hafa birst fjölmargar góðar greinar í
fjölmiðlum um störf hjúkrunar-
fræðinga og möguleika á aukinni
ábyrgð og þátttöku hjúkrunar-
fræðinga innan heilsugæslunn-
ar. Vegna gagnrýni sem komið
hefur fram á þessar greinar lang-
aði mig að koma eftirfarandi á
framfæri.
Hjúkrunarfræðingar hafa ekki
í hyggju að „koma í stað lækna“.
Ef hjúkrunarfræðingar vildu
starfa sem læknar myndu þeir
fara í læknisfræði, svo einfalt
er það. Það er hins vegar gamall
og löngu úreltur hugsunarhátt-
ur að hjúkrunarfræðingar eigi
að starfa sem einhvers konar
aðstoðarstétt lækna undir þeirra
stjórn og handleiðslu, enda fram-
farir á sviðinu verið gífurlegar og
tímarnir breyttir.
Það er leitt þegar umræðu sem
þessari er snúið upp í stéttarpól-
itík og valdabaráttu. Málið snýst
ekki um það að ein stétt gangi á
lagið til að ræna einhverjum völd-
um eða réttindum af annarri.
Málið snýst um hagsmuni almenn-
ings, skjólstæðinganna sem nýta
þjónustu heilsugæslunnar. Hags-
muna þeirra er best gætt með
góðu aðgengi að þjónustu, og með
hagkvæmni í rekstri heilsugæsl-
unnar. Slíkri hagkvæmni verð-
ur best náð með góðri samvinnu
allra stétta, og með því að hver og
ein stétt sinni því sem menntun og
hæfni hennar býður uppá.
Hjúkrunarfræðingar eru vel
menntaðir og hæfir fagaðil-
ar sem einnig eru hagkvæm-
ir starfskraftar. Með aukinni
þátttöku hjúkrunarfræðinga í
hinum ýmsu störfum mætti bæta
aðgengi skjólstæðinga að þjónust-
unni á hagkvæman máta og um
leið veita heimilislæknum, sem
margir hverjir hafa kvartað yfir
tímaskorti og miklu álagi, svig-
rúm til að sinna öðrum og hugsan-
lega sérhæfðari störfum sem þeir
einir hafa menntun og hæfni til.
Hjúkrunarfræðingar eru einnig
vel hæfir til að meta hvenær þörf
er á aðkomu heimilislæknis eða
annars fagaðila, og sinna því mik-
ilvægu starfi í forgangsröðun og
miðlun innan heilsugæslunnar.
Heilsugæslan er mikilvæg
þjónustustofnun sem þjónar fólki
af öllum stéttum, á öllum aldri og
við hinar fjölbreyttustu aðstæð-
ur. Heilsugæslan samanstendur
af fjölmörgum fagaðilum, svo
sem læknum, hjúkrunarfræð-
ingum, sjúkraliðum, sálfræðing-
um, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum
og ýmsum fleirum. Heilsugæslan
gæti ekki án neinnar af þessum
stéttum verið, og engin stéttanna
er annarri merkilegri eða mikil-
vægari. Heilsugæslan hefur lengi
glímt við fjárskort og hefur það
einungis versnað í ljósi ástands-
ins í þjóðfélaginu.
Það er því nauðsynlegt að endur-
skoða skipulag heilsugæslunn-
ar með opnum huga og leita hag-
kvæmra og raunhæfra leiða til að
auka aðgengi og bæta þjónustu.
Árangur slíkrar endurskoðun-
ar veltur á því að allar fagstéttir
heilsugæslunnar setji valdabar-
áttu og gömul ágreiningsmál á
hilluna og vinni saman að betri
heilsugæslu fyrir alla lands-
menn.
Valdabarátta verði
lögð á hilluna
Heilsugæsla
Ragnhildur
Bjarnadóttir
stjórnarmaður í fagdeild
heilsugæsluhjúkrunar-
fræðinga
Engin stéttanna
er annarri merki-
legri eða mikilvægari