Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 96
68 18. desember 2010 LAUGARDAGUR K ristín Tómasdóttir vinnur á tveimur stöðum, sem ráð- gjafi hjá Geðhjálp og framkvæmda- stjóri Landssamtaka æskulýðsfélaga. Hún tekur á móti blaðamanni Fréttablaðsins í hús- næði Geðhjálpar á horni Garða- strætis og Túngötu. „Þetta er ynd- islegt hús,“ segir hún og það eru orð að sönnu, panelklæddir veggir mynda hlýlega umgjörð um starf- semi hússins. „Ég vinn hér og svo í Hinu húsinu, í Pósthússtræti þannig að það er stutt að fara á milli.“ Tilefni fundarins er bók hennar og Þóru systur hennar, Bók fyrir forvitnar stelpur, sem hefur setið á metsölulista frá því að hún kom út og er upplagið komið í 9.000 ein- tök. Bókin er handbók fyrir stelpur á unglingsaldri þar sem fjallað er um margvísleg málefni sem snerta stelpur, sjálfsmynd, ást, ástarsorg, heilsu, útlit, áhugamál og allt þar á milli. „Við vissum að þetta væri efni sem væri þarft og myndi svara ákveðinni eftirspurn, en renndi reyndar ekki grun í að hún væri svona mikil,“ segir Kristín, sem er að vonum ánægð með góða dóma og góð viðbrögð. Stelpur finni kraftinn Kristín þekkir viðbrögð markhópsins vel, hún hefur sótt fjölmargar félagsmiðstöðvar heim undanfarið og rætt um málefni stelpna, við stelpur. „Ég er þá að tala um hvað við eigum sameiginlegt og hvern- ig við getum nýtt krafta okkar betur en við erum að gera og hvernig við getum fundið kraftinn í okkur.“ Kristín hefur þann háttinn á þegar hún hittir unglingsstelpur í félagsmiðstöðvum að hún svarar spurningum sem þær fá að afhenda skriflega, þannig að þær verði óhræddari við að spyrja erfiðra spurn- inga. „Ég hef fengið alls konar spurningar, til dæmis hvort eðli- legt sé að rífast mikið við móður sína, hver sé besta aðferðin við að grennast og hvernig sé hægt að sleppa því að roðna í sífellu,“ segir Kristín og tekur fram að hún hafi alls ekki svör við öllum spurning- unum, þar með talið þeirri síðar- nefndu. Kröfurnar aukast En hvernig er líf stelpna í dag? „Það er að mörgu leyti erfitt og að mörgu leyti örugglega auðveld- ara en áður. Flestar stelpur búa til dæmis við miklu meiri lúxus en for- mæður okkar gerðu. Það á auðvit- að ekki við alla sem gerir kannski þeim efnaminni erfiðara fyrir. Í dag er auðveldara en nokkru sinni fyrr að eiga samskipti við fólk og afla sér upplýsinga um margvís- leg málefni en áður var. Kröfur frá samfélaginu eru hins vegar alltaf að aukast og það getur verið erfitt,“ segir Kristín sem lagði upp með það verk að skrifa bók sem nálgaðist líf stelpna frá mörgum sjónarhornum og væri uppfletti- rit sem þær gætu stuðst við í mörg ár. Í fyrsta kaflanum er fjallað um sjálfstraust og sjálfsmynd stelpna, sem höfundum er mikið í mun að styrkja en í þeim sem eftir fylgja er fjallað um margvíslega þætti sem móta sjálfsmynd stelpna, útlit, fjár- mál, heilsu, áhugamál, kynþroska, kynlíf og fleira: „Og þó að stelpur hafi alls ekki allar áhuga á sömu hlutunum þá erum við allar stelp- ur og eigum það sameiginlegt að hafa byrjað á túr.“ Kristín segir það hafa komið sér á óvart hvað var auðvelt og hvað erfitt að skrifa um. „Ég kveið til að mynda mikið fyrir því að skrifa kaflann um kynlíf en það reyndist hins vegar ekki erfitt að skrifa hann, það er til mikið af upplýsingum og svo er mikil sátt um það í samfélaginu hvernig sú umræða á að fara fram, þannig að það var ekki erfitt. Það var hins vegar erfitt að skrifa um ást og hvað felst í því að vera ást- fanginn,“ segir Kristín. Dýrmæt sambönd „En ég byrjaði á vin- konukaflanum, hélt að hann væri mjög auð- veldur en hann var flóknari en ég hélt,“ segir Kristín, sem legg- ur mikla áherslu á mik- ilvægi vinkvenna fyrir stelpur. „Vinkonur eru svo mikilvægar og það ætti alls ekki að van- meta vinkvennasam- bönd. Stundum er talað um þau sem eitthvað krúttlegt en vinkonu- sambönd geta reynst jafn dýrmæt og fjöl- skyldubönd, vinkon- ur sem stelpur eignast jafnvel í grunnskóla geta enst fram eftir aldri. Ég segi stelp- unum sem ég hitti frá því, þessu til staðfest- ingar, að besta vinkona mín var hjá mér þegar ég fæddi barnið mitt,“ segir Kristín sem ráð- leggur stelpum að læra að taka gagnrýni en forðast baktal. „Það er alveg eðlilegt ef stelp- ur eru mikið saman að þær kvarti stundum undan hvor annarri, en ég bendi þeim á að ef þær eru að segja eitthvað sem þær myndu ekki treysta sér til að segja við vinkonuna augliti til auglitis þá séu þær komnar út á hálan ís.“ Í bókinni er fjallað um útlit og heilsu sem Kristín segir mikið áhugamál stelpna. „Þóra er reynd- ar miklu meiri pæja en ég þannig að hún sá svolítið um kaflana sem fjalla um útlit, í þeim kafla er ég sérlega stolt af hugvekju sem við sömdum og fjallar um að stelpur eigi að vera eins og þær vilja. Ég þurfti að bíta dálítið í tunguna á mér til að setja mig ekki í prédik- unarstellingarnar og fara að ráð- leggja stelpum að gangast ekki upp í að vera fáklæddar, stelpur eiga að klæða sig í þau föt sem þeim líður vel í,“ segir Kristín að lokum Vinkonur eru afar mikilvægar Í Bókinni fyrir forvitnar stelpur eftir Kristínu og Þóru Tómasdætur eru unglingsstúlkum gefin ráð um lífið og tilveruna. Sigríður Björg Tómas- dóttir ræddi við Kristínu. KRISTÍN TÓMASDÓTTIR Skrifaði bókina með systur sinni Þóru sem býr í Noregi. „Okkur Þóru fannst mjög skemmtilegt og mjög mikilvægt að skrifa um ástarsorg,“ segir Kristín. „Það má alls ekki gera lítið úr fyrstu ástarsorginni, satt best að segja getur ástarsorg verið upphaf alvarlegri veikinda eins og ég þekki úr starfi mínu hjá Geðhjálp. Til að koma í veg fyrir að hún vindi upp á sig þá bendi ég stelpum á að setja tilfinningar sínar í orð auk þess sem við lumum á fjölda góðra ráða til að létta lundina, það er óþarfi að þurfa alltaf að finna upp hjólið sjálfur,“ segir Kristín sem segist sjálf hafa þegið góð ráð hjá eldri systrum sínum, Þóru og Sóleyju, þegar hún gekk í gegnum sína fyrstu ástarsorg. Í bókinni eru meðal annars gefin eftirfarandi ráð við ástarsorg: LEITAÐI RÁÐA HJÁ SYSTRUM SÍNUM ➜ Ekki hringja í hann/hana þegar þig langar til þess. ➜ Leigðu þér viðeigandi bíómyndir! ➜ Ekki strá salti í sárin og kvelja þig með rómantískum kvikmyndum Hresstu þig við með góðri barnamynd, dýralífsþáttum eða sígildu meistaraverki um miklu mikilvægari hluti en rómantík og ástir! ➜ Gerðu eitthvað gott fyrir þig sjálfa á hverjum degi. ➜ Hrósaðu sjálfri þér! ➜ Ekki hlusta á lög sem ýta undir frekari ástarsorg! Skiptu út öllum lögunum í iPodinum þínum og ekki setja inn eitt einasta ástar- vellulag. Bara stuð og pepplög! ➜ Talaðu um það hvernig þér líður! ➜ Skrifaðu dagbók. ➜ Lestu Pollýönnu! Það ætti alls ekki að vanmeta vinkvenna- sambönd. Stundum er talað um þau sem eitthvað krúttlegt en vinkonusam- bönd geta reynst jafn dýrmæt og fjölskyldu- bönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Er ég góð vinkona? Það skiptir ekki máli hversu margar vinkonur við eigum heldur hversu góðar. Mestu máli skiptir að leggja rækt við þau vinkvennasambönd sem við eigum. Það er gott fyrir þig sjálfa og það er gott fyrir vinkonur þínar. Ef þú ert góð vinkona er líklegra að þú eignist fleiri góðar vinkonur. Það hefur sýnt sig að ef þú deilir leyndarmáli með einni manneskju þá er sú manneskja líklegri til að deila leyndar- máli með þér. Þetta gildir um mjög margt, t.d. almennt traust, virðingu og vináttu. Ef þú sýnir vinkonu þinni virðingu og traust þá er hún líkleg til þess að sýna þér virðingu og traust á móti. Hugvekja! Það er til fullt af fólki sem vill skipta sér af því hvernig unglingsstelpur klæða sig. Einnig skapar tískan og menningin samfélagslegan þrýsting á það hvernig stelpur eiga að klæða sig hverju sinni. Oftast snýr gagnrýnin að því að þær séu of lítið klæddar t.d. í of flegnum bol eða of stuttu pilsi. Aðrir reyna að selja þeim allskyns óþarfa eða tískuvarning til þess eins að græða. Enn öðrum finnst þær eiga að vera í sem minnstu. Fyrirgefið, en hverjum kemur það eiginlega við öðrum en stelpunum sjálfum? Er þetta ekki sambærilegt við samfélög þar sem konur eru skikkaðar til þess að ganga með slæður, í kuflum eða bannað að klæðast fötum þar sem sést í ökkla þeirra? Stelpur eiga að fá að ráða því sjálfar hvernig þær vilja klæða sig. Ráðgjöf getur verið góð en það á að skipta mestu máli hvernig þér líður í fötunum. Ef þú fílar að ganga í stuttu pilsi eða kufli, ef því er að skipta, þá gerir þú það auðvitað! BÓK FYRIR FORVITNAR STELPUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.