Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 126

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 126
98 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Ljóðabókin Grimm ævintýri eftir Ásgeir H. Ing- ólfsson er komin út hjá Nýhil útgáfunni. „Þetta er ljóðaflakk um ævintýraskóga, Ásgarð og Austur-Evrópu – en hefst þó á Ölstofunni, þar sem músa Hómers hittir fyrir bakara og smið og fær þá með sér í ferðalag með það markmið að yrkja heiminn upp á nýtt. Á leiðinni hitta þau fyrir Tinna, Öskubusku, Loka Laufeyjar- son, Heimdall, Miðgarðsorm, Rauðhettu, úlfinn og fleiri persónur heimsbókmenntanna,“ segir í fréttatilkynningu útgefanda. Ásgeir H. Ingólfsson hefur unnið sem bóksali, kennari og næturvörður undanfarin ár auk starfa í blaðamennsku, en hann hefur skrifað um menningu og sitthvað fleira fyrir Krítík, Morgunblaðið, Kistuna, Smuguna, Stúdentablað- ið, Tímarit Máls og menningar, Smuguna og The Reykjavik Grapevine. Hann er bókmenntafræð- ingur frá HÍ og Karlsháskóla í Prag og hefur auk þess stundað MA-nám í blaðamennsku og kennslufræðum. Bókin er ríkulega myndskreytt af Gunnlaugi Starra Gylfasyni. Grimm ævintýri Ásgeirs ÁSGEIR H. INGÓLFSSON Nýútkomin bók hans er ljóðaflakk um ævin- týraskóga sem hefst þó á Ölstofunni. Jólabókahrunið – falsbókmenntir eftirhrunsáranna er yfirskrift sýningar eftir Þorvald Óttar Guðlaugsson, Dalla, sem verður opnuð í Gallerí Fold í dag. Sýningin samanstendur af tíu skálduðum bókatitlum sem Dalli hefur hannað, sölutextum þeirra og stjörnuprýddum umsögnum gagnrýnenda, en öll verkin eiga það sameiginlegt að tengjast hruninu. Þorvaldur segir að drögin að sýningunni hafi orðið til á Face- book í haust. „Í staðinn fyrir að sitja heima í gremjukasti lék ég mér að því að búa til þessar kápur og deildi þeim með vinum mínum á vefn- um. Ég fékk ágætis viðbrögð við þessu framtaki. Þegar ég var búinn að gera um tólf kápur stakk Jóhann Ágúst Hansen í Gall- erí Fold upp á því að við settum upp sýningu. Í kjölfarið fór ég að gera aðeins meira úr þessu og bætti við umsögnum gagnrýnenda og stjörnugjöf. Verkið kallast því ekki aðeins á við hrunið, heldur einnig jólabókaflóðið sem slíkt.“ Þorvaldur Óttar er menntaður grafískur hönnuð- ur og hefur starfað sem slíkur í tæpa þrjá áratugi. Jafnframt hefur hann unnið að myndlist í formi samfélagslegra skúlptúra, ásamt mótun íslenskra fjalla í ál og postulín. Formleg opnun sýningarinnar er klukkan 17 í dag en henni lýkur á þrettánda degi jóla, 6. janúar næstkomandi. - bs Jólabókahrunið í Gallerí Fold Ráðhús Reykjavíkur Sunnudag 19. des. kl. 16:00 Aðgangur ókeypis Stjórnandi: Samúel J. Samúelsson Sérstakur gestur: Helgi Björns Fjölbreytt dagskrá skemmtilegrar jólatónlistar í jazzútsetningum, innlendum og erlendum, nýjum og gömlum. & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Á JÓLATÓNLEIKUM FJÁRFESTAR ATHUGIÐ! Fyrirtæki í góðum rekstri leitar að aðkomu fjárfesta að fyrirtækinu í samstarfi við núverandi eigendur. Velta er u.þ.b. 150.000.000 kr.+vsk. Hægt að auka verulega með auknu fjármagni. Góð framlegð. Verksvið: Innflutningur, sala og þjónusta. Helst er leitað eftir því að fá einn fjársterkan aðila inn í fyrirtækið en einnig koma nokkrir smærri til greina. Lágmarks fjárfestingargeta er frá 2.500.000 kr. Engin krafa um eigið vinnuframlag. Allar upplýsingar og fyrirspurnir sendist á netfangið fjarfest@gmail.com FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. ÞORVALDUR ÓTTAR GUÐLAUGSSON ECONOMIC CRASH TEST FOR DUMMIES Þorvaldur bjó til yfir tíu bókatitla sem skírskotuðu í hrunið og deildi með vinum sínum á Facebook. Þeir eru nú til sýnis í Gallerí Fold.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.