Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 18
 18. desember 2010 LAUGARDAGUR vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Þunnur og léttur sími með bæði hefðbundnu lyklaborði og snertiskjá. Farsíminn er með 5 megapixla mynda- vél, styður WiFi og honum fylgja auðveld forrit fyrir Facebook og MSN. Nokia X3 0 kr. útborgun og 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 29.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. FRÉTTASKÝRING: Bólusetning við HPV-veiru Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is Samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi verður fimmtíu milljónum króna varið til bólusetninga gegn HPV-smiti og legháls- krabbameini á næsta ári. Fréttablaðið rýndi í skýrslu sóttvarnalæknis um krabbameinið og bólu- setningarnar. Sautján konur greinast að meðal- tali með leghálskrabbamein á Íslandi ár hvert og þrjár konur deyja af völdum þess. Gríðarleg- ur árangur hefur náðst í barátt- unni við leghálskrabbamein síðan byrjað var að leita skipulega eftir krabbameininu árið 1964. Á þess- um tíma hefur nýgengni sjúk- dómsins lækkað um 64 prósent og dánartíðnin um 83 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð sem starfshópur sóttvarnalækn- is gerði árið 2008 um kostnaðar- hagkvæmni bólusetningar. Grein- argerðin var endurskoðuð árið 2009. Flestar kvennanna sem grein- ast með krabbameinið hér á landi hafa ekki mætt reglulega í skipu- lagða krabbameinsleit. Í leit- inni greinast forstigsbreytingar meinsins, sem er skipt í vægar, meðalsterkar og sterkar. Vægar breytingar geta horfið sjálfkrafa en fylgst er náið með konum sem með þær greinast. Meðalsterkar og sterkar breytingar eru alltaf skoðaðar nánar með leghálsspegl- un og vefjasýnum. Niðurstöður þeirra ákvarða svo hvort fram- kvæma þarf keiluskurð, sem felur í sér að hluti af leghálsi er fjar- lægður. Um 300 slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á hverju ári. Hvað er HPV-veira? Human papilloma veirur eða HPV eru aðalorsök leghálskrabba- meins. Talið er að þær valdi um sjötíu prósentum allra legháls- krabbameina í heiminum. Hlut- fallið er samkvæmt rannsóknum um 73 prósent í Evrópu en um 60 prósent á Íslandi. Veiran HPV veldur líka kyn- færavörtum og er talin valda mörgum sjaldgæfari krabbamein- um, til dæmis krabbameini í enda- þarmsopi, skapabörmum, getnað- arlim, leggöngum, þvagrás, höfði og hálsi. HPV hefur lengi verið þekkt og hefur verið greind í marga stofna og undirflokka. Tegundirnar sem helst valda leghálskrabbameini eru HPV 16 og 18. Algengasta sýking HPV er á kynfærum og kynhegðun er helsti áhættuþátt- urinn fyrir smiti, sér í lagi ungur aldur við fyrstu kynmök og fjöldi rekkjunauta. Áætlað er að að minnsta kosti 40 til 50 prósent kvenna sem stunda kynlíf sýkist af HPV innan tveggja til þriggja ára eftir fyrstu kynmök. Talið er að helmingur karla og kvenna sem stunda kyn- líf sýkist af veirunum á lífsleið- inni, og sumar rannsóknir benda til þess að hlutfall kvenna sé allt að áttatíu prósent. Hvað gerir bólusetningin? Tvö HPV-bóluefni hafa verið fáanleg á Íslandi frá árinu 2007. Þau heita Gardasil og Cervarix. Samantekt á sex rannsóknum á virkni bóluefnanna leiddi í ljós að virkni þeirra er mjög góð til að koma í veg fyrir HPV-sýkingu og forstigsbreytingar leghálskrabba- meins af völdum HPV 16 og 18 hjá konum á aldrinum 15 til 25 ára í að minnsta kosti 14 til 60 mánuði. Þá kemur Gardasil í veg fyrir kynfæravörtur vegna HPV 6 og 11, en það eru algengustu orsaka- valdar þeirra. Árangur bóluefnanna gegn sýk- ingu vegna HPV 16 og 18 er 74 til 100 prósent samkvæmt rannsókn- um. Hvorugt þeirra getur upprætt sýkingu sem er til staðar þegar bólusett er, samkvæmt skýrslu sóttvarnalæknis. Samkvæmt henni eru aukaverkanir af völdum bóluefnanna vægar en algengast- ar eru hiti, höfuðverkur og bólga á stungustað. Engar alvarlegar aukaverkanir er hægt að rekja til bólusetningarinnar hjá rúmlega 40 þúsund einstaklingum, sam- kvæmt rannsóknum. Kostnaður og framkvæmd Gert er ráð fyrir því að skóla- hjúkrunarfræðingar muni sjá um bólusetninguna. Þrjár sprautur þarf í bólusetninguna; sú fyrsta verður gefin á sama tíma og hefð- bundin bólusetning gegn misling- um, hettusótt og rauðum hundum. Hinar tvær verða gefnar sérstak- lega mánuði og sex mánuðum eftir fyrstu sprautuna. Í greinargerðinni kemur fram að á verðlagi ársins 2006 var kostnaður við bólusetningu 47 milljónir á ári. Sautján milljón- ir myndu sparast vegna fækk- unar tilvika leghálskrabbameins og forstiga þess. Bólusetning- in myndi lækka dánartíðni um helming, sem samsvarar 1,7 dauðsföllum á ári. Ekki var tekið með í reikning- inn hversu mikið myndi sparast vegna annarra sjúkdóma. Því er talið líklegt að hagkvæmnin hafi verið vanmetin að mörgu leyti. Ef það hefði verið tekið með hefði hagkvæmni bólusetningarinnar aukist enn. Bólusetning fækkar dauðsföllum um helming Hægt verður að hefjast handa við bólusetningar á næsta ári, að loknu útboði á bóluefninu, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Ekki verður boðið upp á bólusetningar fyrir stúlkur sem eru eldri en tólf ára. „Þetta verður bara tekið inn eins og í ungbarnabólusetningunni og byrjað á tólf ára stelpum. Það verður ekki farið í svokallað „catch- up“, að ná eldri stúlkum.“ Haraldur segir að það yrði óheyrilega dýrt auk þess sem eftir tólf ára aldur hækki hlutfall stúlkna sem þegar séu sýktar. „Eftir fjórtán, fimmtán ára byrjar þetta að klifra ansi hratt, en við teljum að með því að fara í tólf ára aldurinn náum við öllum.“ Þó að ekki verði boðið upp á bólusetningar fyrir eldri stúlkur geta foreldrar kostað þær sjálfir eins og hægt hefur verið undanfarin ár. Haraldur segir að ein- hverjir hafi gert það, kannski nokkur hundruð manns. „Kostnaðurinn er ansi hár, ef ég man þetta rétt miðað við verð úr apóteki gæti verðið verið í kringum 80 til 90 þúsund krónur fyrir þrjár sprautur.“ Haraldur leggur þó áherslu á áframhaldandi mikilvægi leitarstöðvar- innar. „Bóluefnið veitir ekki 100 prósent vörn, það eru eitthvað á bilinu 30 til 40 prósent af þeim HPV stofnum sem eru þarna úti sem bóluefnið verndar ekki gegn. Jafnvel þó að farið sé í bólusetningu á því samt að fara á leitarstöðina því við erum ekki búin að dekka þetta allt.“ Ekki gert ráð fyrir að bólusetja aðra HARALDUR BRIEM BÓLUSETNING Bólusetning tólf ára stúlkna gegn HPV-veiru hefst á næsta ári. Myndin er frá bólusetningu á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.