Fréttablaðið - 18.12.2010, Side 38

Fréttablaðið - 18.12.2010, Side 38
38 18. desember 2010 LAUGARDAGUR ■ Heilbrigðismál Desember 2010 Apríl 2009 Framsóknarflokkur 10,2% Sjálfstæðisflokkur 31,9% Hreyfingin 6,1% Samfylkingin 23,8% Vinstri græn 14,3% Annar flokkur 13,7% Desember 2010 Apríl 2009 Framsóknarflokkur 8,9% Sjálfstæðisflokkur 26,2% Hreyfingin 6,1% Samfylkingin 12,2% Vinstri græn 33,7% Annar flokkur 13,0% ■ Umhverfismál Desember 2010 Apríl 2009 Framsóknarflokkur 11,0% Sjálfstæðisflokkur 41,4% Hreyfingin 5,0% Samfylkingin 17,6% Vinstri græn 10,5% Annar flokkur 14,5% ■ Efnahagsmál almennt ■ Mennta- og skólamál Annar flokkur 0% 5 10 15 20 25 30 35 S jálfstæðisflokkurinn er betur til þess fallinn en aðrir stjórnmálaflokkar að leiða ellefu af þrett- án stórum málaflokk- um sem spurt var um í nýrri könnun MMR að mati þeirra sem tóku afstöðu til spurninganna í skoðanakönnuninni. Fylgið hrynur af stjórnarflokk- unum Samfylkingu og Vinstri grænum, og um leið fækkar þeim verulega sem treysta þessum flokkum til að sinna mikilvægum málaflokkum. Í tveimur tilvikum sögðust flestir þeirra sem þátt tóku í könnuninni telja Vinstri græn best til þess fallin að leiða mála- flokka. Í könnuninni var spurt hvaða flokki fólk treysti best til að leiða þrettán mismunandi málaflokka. Þetta er í þriðja skiptið sem MMR gerir könnun af þessu tagi, og í sumum tilvikum má sjá miklar breytingar á því hvaða flokki fólk treystir best í hverjum málaflokki fyrir sig. Lesa má niðurstöðurnar eftir málaflokkunum þrettán í myndum hér til hliðar og á síðu 40. Þar má einnig sjá hvernig þróunin hefur verið frá fyrri könnunum, sem voru gerðar í febrúar síðastliðnum og apríl á síðasta ári. Í sambærilegri könnun MMR sem gerð var í apríl í fyrra töldu svarendur Vinstri græn best til að leiða sex af þrettán málaflokkum. Samfylkingin var að þeirra mati heppilegust til að leiða þrjá mála- flokka og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra. Breytingarnar sem orðið hafa á því eina og hálfa ári eru miklar. Í apríl í fyrra taldi meirihluti svarenda að stjórnarflokkun- um tveimur væri samanlagt best treyst andi til að leiða alla mála- flokkana þrettán. Hlutfall þeirra sem treystu Samfylkingunni og Vinstri grænum var samanlagt meira en fimmtíu prósent í öllum tilvikum. Í nýju könnuninni ná stjórn- arflokkarnir því aldrei að helm- ingur þátttakenda treysti öðrum hvorum flokknum best til að leiða einhvern af málaflokkunum. Að meðaltali telur nú um þriðjung- ur annan hvorn flokkinn best til þess fallinn að sinna einhverjum af málaflokkunum þrettán. Í könn- uninni sem gerð var í apríl 2009 var meðaltalið um 58 prósent. Þróunin oftast svipuð Eitt af því mikilvægasta sem stjórnmálamenn úr öllum flokk- um glíma við um þessar mundir er hvernig standa skal að endur- reisn atvinnulífsins. Nær helm- ingur þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sem gerð var í byrj- un desember, 46,7 prósent, treystu Sjálfstæðisflokknum best til að leiða þann málaflokk. Í apríl í fyrra var hlutfallið 34 prósent. Í apríl í fyrra sagðist nær þriðjungur treysta Samfylking- unni best til að leiða endurreisn atvinnulífsins, en nú eru aðeins 17,5 prósent sömu skoðunar. Sama þróun hefur orðið hjá hinum stjórnarflokknum. Aðeins 7,3 pró- sent treysta Vinstri grænum til að leiða endurreisn atvinnulífsins, ríflega helmingi færri en í apríl í fyrra. Alls telja 41,4 prósent Sjálfstæð- isflokkinn best til þess fallinn að sinna efnahagsmálunum almennt. Um 17,6 prósent treysta Samfylk- unni til að draga vagninn í þeim málaflokki og 10,5 prósent treysta Vinstri grænum til starfans. Svipaða þróun má sjá í fleiri málaflokkum, þar sem traust á Sjálfstæðisflokknum eykst en sífellt færri treysta stjórnarflokk- unum til að leiða málaflokkana. Samkvæmt könnuninni telja svarendur Vinstri græn best til þess fallin að leiða tvo mála- Færri treysta stjórnarflokkunum Flestir telja Sjálfstæðisflokkinn best til þess fallinn að leiða ellefu af þeim þrettán málaflokkum sem spurt var um í nýrri könnun MMR. Flestir telja Vinstri græn best til að leiða í umhverfismálum og rannsókn á tildrögum bankahrunsins. Mun færri treysta stjórnarflokkunum best allra til að leiða mikilvæga málaflokka nú en áður. Brjánn Jónasson rýndi í niðurstöður könnunarinnar. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta stuðnings um 37,3 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnun MMR sem gerð var 7. til 9. desember. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni og nýtur stuðnings ríflega 40 prósenta þeirra sem afstöðu tóku til stjórn- málaflokka. Yrðu niðurstöður þingkosninga í takt við könnun MMR fengi Samfylkingin 20,9 pró- sent atkvæða og þrettán þingmenn kjörna. Flokkurinn er með 20 þingmenn í dag. Fylgi flokksins hefur hrunið frá fyrri könnunum MMR, hann var með 31,9 prósenta fylgi í apríl í fyrra og 23,1 prósent í febrúar síðast- liðnum. Vinstri græn fengju 16,4 prósent atkvæða og tíu þingmenn, en eru með fimmtán í dag. Stuðningur við Vinstri græn hefur hrapað úr 27,7 prósentum í könnun MMR í apríl 2009. Stuðningur við flokkinn mældist 26,5 prósent í febrúar síðastliðnum og hefur því lækkað um tíu prósentustig á tíu mánuðum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40,4 prósent atkvæða og 26 þingmenn samkvæmt könn- uninni, tíu fleiri en flokkurinn er með í dag. Flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verulega frá því í apríl í fyrra, þegar hann mældist með stuðning 30,8 prósenta kjósenda. Alls sögðust 36,4 prósent styðja flokkinn í könn- un sem gerð var í febrúar. Framsóknarflokkurinn fengi 14,7 pró- sent og níu þingmenn, sama fjölda og í dag. Stuðningur við flokkinn hefur staðið nokk- urn veginn í stað frá því í febrúar, þegar hann mældist 14 prósent, en hefur auk- ist frá því í apríl í fyrra, þegar 9,6 prósent sögðust ætla að kjósa flokkinn Hreyfingin fengi 7,6 prósent atkvæða nú og fimm þingmenn kjörna, en er með þrjá þing- menn í dag. Fylgi við flokkinn var ekki mælt í fyrri könnunum. ■ RÍFLEGA ÞRIÐJUNGUR SEGIST STYÐJA RÍKISSTJÓRNARFLOKKANA Könnun MMR var gerð dag-ana 7. til 9. desember. Um netkönnun var að ræða. Alls tóku 850 manns á aldrinum 18 til 67 ára þátt í könnuninni. Svarhlutfall var á bilinu 57,6 til 70 prósent, misjafnt milli spurninga. Að meðaltali tóku 62,4 prósent afstöðu til hverr- ar spurningar. Þátttakendur voru valdir handahófskennt úr hópi liðlega 12 þúsund álitsgjafa MMR. Í hópi álitsgjafa eru einstakl- ingar sem valdir voru með til- viljunarúrtaki í þjóðskrá og samþykktu að taka þátt í net- könnunum og símakönnunum. Viðurkenndum aðferðum er beitt til að svörun endurspegli lýðræðislega samsetningu þjóðskrár. AÐFERÐAFRÆÐIN ■ Atvinnuleysi 0% 10 20 30 40 50 Annar flokkur 50 40 30 20 10 0% ■ Endurreisn atvinnulífsins Annar flokkur Annar flokkur 0% 10 20 30 40 50 ■ Rannsókn á tildrögum bankahrunsins FRAMHALD Á SÍÐU 40 50 40 30 20 10 0% Apríl 2009 Febrúar 2010 9,1% 46,7% 17,5% 7,3% 14,6% 8,8% 43,3% 5,9% 17,5% 10,7% 13,8% 7,0% 20,0% 18,1% 11,0% 21,0% 22,9% 7,8% 35,0% 4,3% 17,4% 21,4% 14,1% 4,8% 14,7% 40,4% 7,6% 20,9% 16,4%
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.