Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1984, Side 11

Faxi - 01.12.1984, Side 11
Hvalsnes á Rosmhvalanesi l Listamannaprestakallið forna Hvalsnes er einn frægasti staður Suðurnesja, þegar litið er um öxl til íslandssögunnar. Á Hvalsnesi er steinkirkjan fagra, sem höfðing- inn og framkvæmdamaðurinn Ketill Ketilsson dbrm. í Kotvogi lét reisa og vígð var á jóladag 1887. Hvalsnes var um aldir frá 1370 til ársins 1811 sérstakt prestakall (Hvalsnes og Kirkjuvogssóknir). Það var eitt minnsta og rýrasta prestakall landsins. Þar voru oft skipaðir prestar, sem voru hom- rekumenn stjómvaldanna og lentu þá skáld og listamenn oft meðal þeirra, sem settir voru þangað. En einmitt þessir menn vörpuðu þeim dýrðarljóma yfir Hvalsnes, sem aldrei dvín, með háleitum trú- arljóðum og dýrðlegum söng, sem enn er minnst þó aldir hafi liðið. Þess vegna minnir Hvalsnes á það við hvern mann, sem þangað kemur, að listin er hálfsystir eilífð- arinnar, en líf mannsins er stutt. Þar var Hallgrímur Pétursson prestur á árunum 1644-51, sem er höfuðskáld íslendinga og hin skæra lýsandi stjama aldanna. Meðal presta er þar sátu, voru ýmsir aðrir skáldmæltir menn, þótt eigi færu neinar sögur af þeim sem slíkum. Má þar nefna þá sr. Hall- kel Stefánsson, sr. Vigfús Jó- hannsson, sr. Eirík Bjamason og sr. Þorkel Ólafsson. Sá listamaður, sem sker sig úr röðum Hvalsnespresta eins og síra Hallgrímur, var síra Þorkell Ólafsson, sem síðast endaði prestsstörf sín að Hólum, Hjalta- dal. Sr. Þorkell var fremstur allra Hvalsnespresta fyrr og síðar í söng og landsfrægur listamaður í þeirri grein á sinni tíð, að meðtöldum prófastinum á Breiðabólsstað í Vesturhópi, sr. Friðriki Thoraren- sen, sem var sonur Þórarins sýslu- manns á Grund í Eyjafirði. í ljósi sögunnar bera þeir hæst meðal Hvalsnespresta, sr. Hall- grímur í skáldskap og sr. Þorkell í söng. Skal hér getið helstu ævi- atriða sr. Þorkels. Hann var fædd- ur í Skálholti 1738 sonur Ólafs Gíslasonar biskups og Margrétar Jakobsdóttur. Hann lauk prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1 1764 °g var skipaður Hvalsnesprestur9. sept. 1766. Síra Þorkell vildi fá ábúð á Hvalsnesi, þegar hann kom þang- að en ábúandinn, sem þá sat Hvalsnesið, Þórður Jónsson, sleppti ekki staðnum. Sr. Þorkell settist því að hjá bóndanum í Sandgerði og var til heimilis þar. Sr. Þorkell var prestur á Hvalsnesi til 1770 eða hálft fjórða ár. Þá gerðist hann dómkirkjuprestur á Hólum og var hinn síðasti í því embætti. Hann varð prófastur og varamaður Hólabiskups. Hann gegndi biskupsstörfum þar 1787 - 1789 og aftur eftir lát hins síðasta Hólabiskups, þar til biskupsemb- ættið var lagt niður árið 1801. Sr. Þorkell gegndi prestsstörfum á Hvalsnesi og í Kirkjuvogi við mik- inn fögnuð sóknarbarna sinna. Aldrei hafði fólkið heyrt annan eins söng. Þar fór saman rómfeg- urð, raddstyrkur og tónbeiting af mikilli kunnáttu og lærdómi. Sr. Bjarni Þorsteinsson segir í „íslenskum sönglögum“, að sr. Þorkell hafi verið afbragðs söng- maður, talinn einn besti söngmað- ur á sinni tíð á Islandi. Sr. Þorkell söng oft með síra Friðriki Thorar- ensen, prófasti á Breiðabólsstað í Vesturhópi, en hann var annálað- ur söngmaður og lærði söng er- lendis og kunni manna best söng á íslandi. Voru þeir Friðrik og Þor- kell taldir bestu söngmenn lands- ins á þeirri tíð. Eitt sinn voru þeir Friðrik og Þorkell staddir í söngmannasam- kvæmi á Lambastöðum á Seltjam- arnesi í boði herra Geirs Vídah'ns biskups. Þá kvað sr. Þorkell þessa vísu, er þeir sungu saman. Þegar hittumst himnum á hvorugur verður móður syngja skulum satnan þá síra Friðrik góður. Þá svaraði sr. Friðrik. Með engla kvaki ég mun þar undir taka glaður. A nýjum akri eilífðar endurvakinn maður. Sr. Þorkatli Ólafssyni er lýst þannig: Hann var tígulegur maður ásýndum, orðlagt glæsimenni, með hærri og þreklegri mönnum á vöxt, kurteis, blíður og glaðsinna í umgengni, rammur að afli, mun þó sálarstyrkur hans engu minni hafa verið. Hann kvartaði aldrei, hvað sem fyrir kom. Hann var hag- mæltur, bókhneigður og las mikið, listaskrifari, allra manna gjafmild- astur og jafnlyndastur, forkunnar söngmaður, bæði af raust og kunn- áttu og bætti alls staðar söng manna, þar sem hann var. Átti m jög erfiðan fjárhag á síðustu ævi- árum sínum. Hann var elskaður og virtur af samtíð sinni. Hann kvæntist Ingigerði Sveinsdóttur, lögmannsdóttur en missti hana af barnsförum ári síðar. Síra Þorkell lést að Hólum 29. jan. 1820, og var útför hans gerð 11. febr. 1820 að Hólum. Jón pró- fastur Konráðsson flutti líkræðu yfir honum og valdi texta úr Orðs- kviðum Salomons 16. kap. svo- hljóðandi: ,,Sá, sem stjómar geði sínu, er betri en sá, sem vinnur borgir“. Pétur, prófastur, Péturs- son, á Víðivöllum orti erfiljóð eftir hann, þar í er þetta: Hann barst í þennan heim af háum standi, forlögum fylgdi þeim frömunar andi, prests og prófasts veitti for- stöðufróma, embœttum eins var það, í biskups tvisvar stað, hann sat með sóma. Líkaminn blóma bar og burði sterka rómsœldin röðuð var við reglu rrierka, hann hafði sál, lœrdóm og greind að geyma, mjúklyndi, mannúð ogtryggð, makalaus þolgæði, dyggð, hér átti heima. Jón Espólin annálaritari og sýslumaður setti grafskrift yfir hann: „Merkilegur var hann að mannvirðingu, meir þó að grand- vöru góðsinni, en þolgæði mest og þreki sálar.“ Eg vil enda þessi orð um Hvals- nes, listamannaprestakallið foma, með orðum mesta listamannsins þar fyrr og síðar. Víst ávallt þeim vana halt, vinna, lesa og iðja. En umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja. Góðar stundir Jón Thorarensen. FAXI-267

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.