Faxi - 01.12.1984, Page 12
Jón Thorarensen:
Þegar
konan
reis upp í rúminu
Síðasta veturinn, áður en að ég
fermdist í Kirkjuvogskirkju, var
kennari sveitarinnar, Vilhjálmur
Ketilsson, þá óðalsbóndi á höfuð-
bóli sveitarinnar, Kirkjuvogi.
Hann var góðum gáfum gæddur
eins og ættfólk hans. Hjá honum
fengum við krakkarnir fyrst að
heyra um skáld og ritverk þeirra.
Að vísu var ég eins og aðrir krakk-
ar búinn að læra ýmis kvæði úr
skólaljóðum, sem við sungum oft,
en Vilhjálmur sagði okkur frá
Grími Thomsen, sem hann var
hrifinn af. Hann sagði okkur frá
Gesti Pálssyni, Steingrími og
Kristjáni Fjallaskáldi o.fl. Þetta
var nýtt og gaman. Má segja, að
þetta hafi verið fyrsti vísir að bók-
menntasögu þjóðarinnar, sem við
fengum á ævinni. Af sálmaskáld-
um minntist hann einungis á
Hallgrím og Passíusálma hans.
Svo kom að því, þegar hann hafði
frætt okkur um Hallgrím og sagt
okkur, að Kirkjuvogskirkja hefði
einu sinni verið ,, Annexía' ‘ hans,
og hér hefði hann verið sóknar-
prestur forðum í fjögur ár á
Hvalsnesi, að hann sagði : Þess
vegna er það skylda ykkar að
læra eitthvað af sálmum hans. Nú
fundum við, að vandast tók mál-
ið, þegar hann sagði: Ég læt ykk-
ur læra 44. sálminn fyrst, sem er
sjálfsagðastur af öllum, en ef, aft-
ur á móti, það gengur vel og þið
verðið dugleg, getur verið, að ég
bæti einhverju við af sálmunum,
því allt er, hvað öðru betra hjá
Hallgrími. Við vorum ekkert
hress yfir þessu, því þetta var
reglan að læra þetta utan að.
Þegar ég kom heim, sagði ég frá
þessu, en fósturforeldrar mínir,
settu strax Kristínu Gísladóttur,
vinnukonuna, sem var Guðsorða-
lesari heimilsins mér til höfuðs að
fylgjast með að ég lærði þetta. Ég
var nú ekki sem ánægðastur með
þetta, því Kristín var látin hafa
eftirlit með mér við lærdóm Helga-
kvers. Kristín var ströng og sagði
oft við mig: Það er ekki nóg
Nonni minn að kunna utanbókar.
Þú verður alltaf að kunna að raða
ritningargreinunum í réttri röð í
huganum. Þá er þetta sómasam-
legt. Sjálf kunni hún Helgakver
og ritningarstaði í réttri röð. Hún
þurfti ekki að nota kverið, þegar
hún hlýddi mér yfir. Eins var
þetta með 44. passíusálminn.
Þegar ég kunni sálminn og versin
öll í réttri röð, þá var hún ánægð.
En það er frá Vilhjálmi kennara
okkar að segja, að þegar þetta
hafði gengið vel hjá okkur með
44. sálminn, þá herti hann á
klónni sem kallað er og sagði: Ur
því þið eruð búin að læra 44.
sálminn, — megið þið endilega til
að læra svolítið meira hjá honum
sr. Hallgrími í þessu dásamlega
Guðsorði. Það er bæði gott og
nauðsynlegt að læra í Passíusálm-
unum, þið finnið það, þegar þið
verðið stór. Svo lét hann okkur
læra 25. og 48. sálminn. Okkur
fannst þetta mikið þá, en svo varð
að vera. Kristín Gísladóttir var
látin sjá um utanaðlærdóm minn
í þessu öllu.
Svo leið tíminn, svo liðu árin.
Alltaf kunni ég Helgakver og
passíusálmana þrjá. Svo varð ég
prestur, og þá þegar ég fór sjálfur
að búa börn undir fermingu, þá
fann ég hve gott var, að ég kunni
þetta í passíusálmunum. Þá datt
mér oft í hug orð Vilhjálms kenn-
ara míns, þegar hann sagði: Þið
finnið það, þegar þið verðið stór.
Já, ég fann það og mat það mik-
ils í sambandi við starf mitt. Eg
gerði það að reglu minni að láta öll
fermingarbörn hjá mér alla tíð
læra 10 valin vers úr Passíusálm-
unum, undir fermingu. Það var
Jön Thorarensen.
ekki mikið móts við heila sálma,
en ég lét börnin læra þessi vers ut-
an að.
Svo var það einu sinni, eftir að
Neskirkja í Reykjavík var risin,
að ég var búinn að starfa þar lík-
lega um tíu ára skeið, að ég var
vetur einn að spyrja fermingar-
börnin þar sem oftar. Var ég að
hlýða þeim yfir versin úr Passíu-
sálmunum, sem þau áttu að læra.
Þá datt mér allt í einu nokkuð í
hug, og ég sagði við þau: Nú skul-
um við-gera nokkuð nýtt að gamni
okkar. Ég er alltaf að hlýða ykkur
yfir. Nú skulum við snúa þessu
einu sinni við, og þið skuluð
hlýða mér yfir. Þið skuluð öll
fletta upp 44. sálminum í Passíu-
sálmunum og hafa hann fyrir
framan ykkur og vita, hvort ég fer
með hann réttan allan sálminn og
öll versin í réttri röð. Þið megið
ekkert leiðbeina mér eða minna
mig á. Þið eigið bara að segja mér,
þegar ég er búinn að fara með
hann allan, hvort hann hafi verið
réttur og versin í réttri röð. Nú
varð uppi mikill áhugi, allir urðu
á augabragði vel vakandi og
áhugasamir. Það hefði mátt heyra
nál detta. Nú ætluðu þau að hlýða
mér yfir. Nú var enginn annars
hugar á þessari stundu. Ég byrj-
aði, stillti mig vel af og fór með
versin, en aðalhugsunin fór í það
að raða þeim rétt, en versin sjálf
kunni ég svo vel, að ég þurfti ekk-
ert að hugsa um þau. Én með því
að fara rólega með þau, tókst mér
þetta. Þegar ég spurði börnin,
hvort þetta hefði verið rétt, þá
sögðu þau: Já, alveg rétt. Krökk-
unum þótti ákaflega gaman að
þessu, og þau færðust nær mér
við þetta.
Nú kem ég að lokaatriðinu í
þessum hugleiðingum: Á fyrstu
prestsárum mínum hér í Nessöfn-
uði í Reykjavík, líklega 1942—43,
var einu sinni hringt til mín og ég
beðinn að koma til deyjandi konu
í Kaplaskjóli. Ég fór og kom í lítið
hús og inn í hreinlega og smekk-
lega litla stofu á móti suðri, þar
sem gamla konan lá. Loftið inni
var gott og hreint, og einhver frið-
ur og alúðarblær yfir öllu. Gamla
konan lá í rúminu við gluggann.
Hún hreyfðist ekki og þagði,
en þegar ég hafði sest hjá rúmi
hennar, sagði hún lágt og dauft,
svo að það heyrðist varla: Syngdu
passíusálm. Á ég ekki að lesa
hann? Syngdu, bað hún. Ég varð
að byrja. Ég valdi nú 44. sálminn,
kunni öll versin í réttri röð, lagið
er fallegt og syngst vel. Ég byrj-
aði, söng lágt, mjög hægt og skýrt
sem bezt ég gat, svo hún nyti
Guðsorðsins. Þegar ég var búinn
með sálminn, stundi hún upp: Æ,
byriaði aftur á Sálminum. Ég var,
Guði sé lof, vel fyrir kallaður á
allan hátt, svo ég byrjaði aftur á
sálminum og söng hann allan eða
raulaði hann lágt. Gamla konan
gaf aldrei hljóð frá sér annað en:
Aftur. Er ekki að orðlengja það
frekar, að ég söng þennan sálm
alla nóttina, hvað eftir annað til ,
klukkan að ganga níu um morg-
uninn. Þá allt í einu rís gamla
konan upp í rúminu, en við höfð-
um haldið, að hún myndi skilja
við þá og þegar. Okkur brá mjög,
sem inni vorum hjá henni og héld-
um, að hún væri að taka svona
hastarleg andvörp. Nei, málróm-
ur hennar var nú gjörbreyttur
orðinn, skýr og sterkur og hún
mælti: Nú vil ég fá gott og sterkt
kaffi strax. Það fékk hún og tók
hraustlega á móti því. ,
Hún lifði 3—4 vikur eftir þetta-
Jón Thorarensen-
= 1
illlil'i ■■ » _ <m —^ V i
TRÉ
Óska öllum viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsœldar á komandi ári
TRESMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR
Iðavöllum 6 — Keflavík — Sími 3320
268-FAXI