Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 15

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 15
en tveir af þessum þremur sem við sáum fyrst voru Garðmenn, annar þeirra fæddur þar og uppalinn, en hinn hafði átt þar heima nokkur ár, en var nú burtfluttur. Eftir þetta töfðum við ekki meir og gengum á vit nýrra ævintýra og þau létu ekki á sér standa. Við áttum eftir að sjá Andey aftur þetta kvöld, en ég kem að því síðar. Þeg- ar við höfðum farið nokkurn spöl í suðaustur frá Andey varð á vegi okkar vélbátur úr Keflavík. Hann var að enda við að taka voðina og virtist lítill afli. Einhver geigur var í okkur þegar við nálguðumst þenn- an bát. Við vissum að orð fór af formanni þessa báts, að hann væri hrotti, svo ekki sé meira sagt. Við áttum eftir að finna fyrir því, að ekki væri ofsögum sagt um hrotta- skap hans. Skipverjar kölluðu og spurðu hvern djöf“.... við værum að þvælast á þessari skel hér innan um allan flotann. Við svöruðum því til að við værum að reyna að koma lögum yfir lögbrjóta eins og þá. En á meðan á þessum orða- skiptum stóð höfðu þeir lásað úr baujunni bæði tógin. Okkur hafði borið nokkurn spöl frá bátnum á meðan á þessu stóð. En allt í einu setja þeir á fullu ferð með stefnu á bátinn okkar. Vélin hjá okkur var í gangi og það kom sér vel í þetta skipti, því sennilega hefur það skipt sköpum fýrir okkur. Geirmundur Þorbergsson á Jaðri var við stýrið og hann var mjög fljótur að átta sig og skipaði að setja vélina á fulla ferð og þá hófst þessi tvísýni leikur, sem í upphafi varð ekki séð hvem enda hefði. Við vorum líklega um það bil eina sjómflu frá landi þegar þeir á stóra bátnum hófu eftirförina. Eg dáist að því enn þann dag í dag hvernig Geirmundur vatt bátnum undan þó ekki væri annað sjáan- legt en við værum komnir undir stefnið á vélbátnum. Þessi grái og ójafni leikur hefir staðið í 15-20 mínútur, að við ætluðum og svo litlu munaði að þegar vélbáturinn tók síðustu beygjuna út um, því stutt var upp í fjömna, þá lenti afturendinn á honum á stýrinu hjá okkur og braut það í tvennt um efri krókinn, munaði mjóu þar. Þá átt- um við eftir nokkra metra upp í lendinguna í Kópu, en út í Gerða- vör gátum við komist þrátt fyrir brotið stýri. Þegar við höfðum brýnt bátnum gengum við upp að sjávarskúr sem Steinn Lárusson átti. Þar vom samankomnir nokkrir menn. Ég nian vel eftir Bergi á Jaðri, Krist- inn Arnason var þama og margir fleiri, en Gísli Eggertsson koma þarna fljótlega. Við sögðum okkar sögu og fannst þá mörgum sem hér væri komið að kapítulaskiptum í þessu máli, þegar mönnum væri hótað að drepa þá, annaðhvort með því að keyra á þá, eða hótað að skjóta þá, því það höfðu þeir á orði, þessir herramenn. Var nú skotið á fundi þama undir skúr- veggnum og málin rædd frá ýms- um hliðum. Margar tillögur komu fram. Ein var sú tillaga sem fram kom, að fara heim til hreppstjór- ans og heimta að hann kæmi og gerðist foringi okkar í þessu land- varnarmáli. Eg og Atli á Jaðri voru kvaddir til fararinnar. Við vomm fúsir til að fara, gegn því að ein- hver skipstjórinn færi með okkur. Við töldum að hreppstjóri tæki meira mark á þeim, en okkur, strákunum, en ekki fékk sú hug- mynd samþykki fundarmanna, svo það varó úr að við Atli færum tveir. Okkur var uppálagt að vera kurteisir við hreppstjórann og lof- uðum við því. Við tókum nú til fótanna og hlupum inn öll tún og að Meiðarstöðum, en þar átti hrepp- stjóri heima. Klukkan hefir þá ver- ið um níu um kvöldið. Við börðum að dyrum og innan stundar kom húsfreyjan til dyra. Við gerðum boð fyrir hreppstjórann. Hún kvað hann genginn til náða, en ekki sofnaðan. Við sögðumst eiga brýnt erindi við hann, hvort við mættum ganga í bæinn og bera upp erindið. Hún fór inn og koma að vörmu spori aftur og kvað okkur heimilt að ganga í bæinn. Hreppstjórinn var sem áður sagði háttaður og kominn upp í rúm. Við köstuðum kveðju á hann og hann tók undir, en dræmt þó. Fyrir framan sig á sænginni hafði hann pappírsblöð sem hann virtist vera að sundurgreina og raða í flokka. Við bárum upp erindið og sögðum honum nöfn þeirra manna sem sendu okkur. Hann svaraði fáu til og það litla sem hann sagði var neikvætt. Okkur fór nú að leið- ast þetta þóf og spurðum að lokum hverju við ættum að skila. Hann sagði sér væri sama hverju við skil- uðum, en hinu sagðist hann ráða sjálfur hvort hann kæmi eða ekki. Að svo mæltu kvöddum við hjónin og héldum á burt. Við hlupum alla leið út að Gerðum, eins og við höfðum hlaupið alla leiðina inneft- ir. Það væri gaman að vera eins sprækur núna, þó ekki væri nema einn dag. En er við komum aftur út eftir sögðum við erindislok. Urðu menn daprir við og þótti öll- um að illa hefði til tekist og hrepp- stjórinn brugðist vonum manna og jafnvel hefði hann brugðist skyldu sinni. Og nú var ekki um annað að ræða, en láta slag standa, setja bát- inn á flot í annað sinn. Þá kom fram tillaga um það að fá Lukkuna lánaða og manna hana líka, því nóg var af mönnum. Lukkan var gamalt sex manna far með sex hestafla Búlindirvél. Þennan bát átti áður Pétur Jónsson frá Klöpp á Miðnesi. Hann var oft kallaður ,,Litli Pétur“ í gamni. Pétur var góður karl og gamansamur. En er hér var komið sögu hafði Gísli Eggertsson ráð á þessu skipi og það varð að ráði að manna Lukkuna líka og fara á henni út, ásamt litla bátnum sem við fórum á fyrr um kvöldið. Við strákamir vorum ekki ánægðir með hvemig var skipað mannskapnum á bát- ana. Við vildum fá að minnsta kost einn mann af þeim eldri og h'fs- reyndari, enda áttu þeir að hafa meiri þekkingu á siglingarreglum, en við. En þrátt fyrir beiðni okkar vorum við bornir ráðum og fómm við þeir sömu á minni bátnum og fyrr um kvöldið. Við vorum engan veginn ánægðir með það. Nú var lagt úr vör og eins og Gísli segir, þá komum við fyrst að Ingólfi, síðan að Úðafossi og var ekkert að sjá, annað en að voðin var í skrúfunni hjá Úðafossi. Skipverjamir báðu okkur að fara aðeins dýpra og biðja bátverja á mb. Sæfara að koma sér til aðstoðar. En allt fór þetta á annan veg, en til stóð. Lukkan fór frá Andey á undan litla bátnum og hélt þangað sem Sæfari var og við á litla bátnum ætluðum að halda á eftir. En án þes að gefa nokkur merki kemur Andey á fullri ferð og stefnir beint á bátinn miðjan. Það skipti engum togum að báturinn sökk og gekk undir Andey í kafi. Lukkan kom þarna fljótt. Björgun okkar tók skamm- an tíma, nema eftir einum manni var beðið og var það Geirmundur Þorbergsson. Hann var allvel syndur, en hann sagðist hafa tekið stefnu til lands, en eftir nokkum tíma leit hann við og sá ljósgeisl- ann á Andey. Þá hélt hann þangað og náði að komast alla leið - og ég fullyrði að allir drógu andann létt- ara þegar hann var kominn um borð í Lukkuna, því okkur fannst tíminn lengi að líða meðan við bið- um, en allir komumst við h'fs af. Fyrir Þorberg á Jaðri var þetta mikil áhætta. Hann átti þarna tvo syni og einn fósturson og má nærri geta að honum hefur ekki verið rótt á meðan á björguninni stóð. Þessar minningar um þetta atvik eru nú á enda. Skaðabætur feng- um við smávegis fyrir það sem við töpuðum. Ég tapaði til dæmis nýj- um gúmmístígvélum sem ég gat náð af mér til að létta mig í sjón- um. Fyrir þau fékk ég 30 krónur. Sömuleiðis var báturinn dæmdur ónýtur og fékk eigandinn nýjan bát, en vélin var talin óskemmd. Verklýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Skrifstofur félaganna eru að Hafnargötu 80 Síminn er 2085. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9 — 17. Föstudaga kl. 9—3. FAXI-271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.