Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Síða 20

Faxi - 01.12.1984, Síða 20
Kvenfélag Keflavíkur Laugardaginn 3. nóvember s.l. efndi Kvenfélag Keflavíkur til veg- legs afmælisfundar á Glóðinni, sem hófstkl. 15. Soffía Karlsdóttir, formaður fé- lagsins, setti fundinn og bauð félags- konur og gesti velkomna á 40 ára af- mælisfagnaðinn. Meðal gesta voru María Pétursdóttir form. Kvenfé- lagasambands Islands, Olöf Guðna- dóttir form. Kvenfélagasambands Gullbringusýslu, Sigrún Hauksdótt- ir bæjarstjórafrú og fulltrúar kvenfé- laga í sýslunni. Sigurbjörg Pálsdóttir, ritari, las fundargerð síðasta fundar, sem var hinn þrjúhundraðasti frá upphafi. Því næst lýsti formaður kjöri átta heiðursfélaga og afhenti þeim skrautrituð skjöl og blóm. Heiðurs- félagarnir eru: Eiríka Árnadóttir, Ólöf Pálsdóttir, Steinunn Þorsteins- dóítir, Guðrún Bergmann, Ásgerður Eyjólfsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir og Vilborg Ámundadóttir, en hún hefur verið gjaldkeri félagsins frá fýrstu tíð. Áður kjörnir heiðursfélagar voru fjórir, þær Jóna Einarsdóttir, Emilxa Snorrason, Þorgerður Einarsdóttir 40 ára og Ágústa Guðmundsdóttir, og voru þær tvær síðasttöldu mættar á fund- inum. Meðal annars dagskrárefnis á fundinum var þetta helst: Kvenfé- lagsminningar, gamansamur afmæl- isbragur saminn og fluttur af Böðv- ari Þ. Pálssyni; Ágrip af sögu félags- ins, Guðrún Árnadóttir; Rœða, María Pétursdóttir form. Kvenfé- lagasambands íslands. Færði hún félaginu að gjöf bókina Margar hlýjar hendur, en sú bók hef- ur að geyma sögu Kvenfélagasam- bands Islands. Sjö fulltrúar kvenfé- laga úr nágrenninu, auk Ólafar Guðnadóttur form. Kvenfélagasam- bands Gullbringusýslu, fluttu félag- inu árnaðaróskir og færðu því blómaskreytingar og fána sinna fél- aga. Haukur Þórðarson og Jón Kristinsson sungu nokkur lög við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. Blómaskreyting frá Bæjarstjórn Keflavíkur prýddi veglegt veislu- borð afmælisfundarins. Fundarsljórnin var í höndum Guð- rúnar Árnadóttur, sem lengi var for- maður félagsins, en fýrsti formaður- inn var Guðný Ásberg. Félagið var stofnað 15. október 1944 af 30 kon- um, en nú eru um 230 konur í félag- inu. Svo sannarlega hafa kvenfélags- konur hvorki ástæðu til né áform uppi um að lækka flugið, við þessi tímamót og fannst tíðindamanni blaðsins það skemmtilega táknrænt merki fjörs og frelsis, þegar það upp- lýstist undir lok fundarins, að for- maðurinn væri stiginn um borð í flugvél og floginn á vit nýrra óráð- inna ævintýra. Félagslegt framtak kvenna er og þarf að vera vökult og sterkt afl í þjóðfélaginu og þjóða í milli. Kvenfélagi Keflavíkur er hér eftir sem hingað til treyst til að halda á lofti og standa vörð um dýrmæt rétt- indi og skyldur kvenna. Faxi þakkar Kvenfélagi KeflaviTcur fjörutíu ára gæfuríkt starf og árnar félaginu heilla á ókomnum árum. K.A.J. MARÍA PÉTURSDÓTTIR FORMAÐUR KVENFÉLAGASAMBANDS ÍSLANDS ÁVARP Fyrstu minnisstæðu kynni mín af Keflavík urðu eina hráslagalega ágústnótt árið 1945. Ég var að koma heim eftir tveggja ára dvöl vestanhafs við nám og störf. Þetta var fyrsta flugferðin mín, og þótt hún væri ekki jafn þægileg og nú tíðkast, var hún mun auðveldari en 3ja vikna sjóferðin, er að heim- an var haldið. Ég kom frá sumar- hitum og gróðursæld, en okkur varð hrollkalt þar sem við hímd- um undir húsvegg, meðan við biðum morguns og fyrstu rútunn- ar til Reykjavíkur. Sennilega höfum við verið eitt- hvað að spjalla saman og þar með truflað nætursvefn góðra Keflvík- inga, er mild karlmannsrödd heyrðist bjóða góðan dag. Mér datt strax í hug að nú myndi hann ætla að skamma okkur fyrir að raska svefnró manna. En blessað- ur maðurinn spurði bara hæ- versklega hvort við vildum koma inn og sitja í hlýjunni. Þetta er fyrsta myndin af Kefl- víkingi sem ég a.m.k. festi í huga mér og vil geyma sem lengst. A þessum árum voru kvenfélagsmál mér ekki enn hugleikin og ég hafði áreiðanlega ekki hugmynd um ársgamalt Kvenfélag Kefla- víkur. Það var í gegnum stéttarfélag mitt, Hjúkrunarfélagið, sem ég smám saman kynntist kvenfélög- um og Kvenfélagasambandi ís- lands, en kvenfélögin hafa alla tíð verið aflvakar til framfara í heil- brigðismálum og öðrum fremur veitt íjárhagslegan stuðning til framkvæmda. Nýverið kom á skrifstofu K.í. ung kona, útlendingur, og vildi fá upplýsingar um sambandið okk- ar, þar sem hún er að skrifa rit- gerð um Kvennalistann og fleiri samtök kvenna. Með mér voru hinar 2 stjórnarkonurnar. Við fræddum hana um fyrstu kvenfé- lögin á íslandi, stofnun Kvenfé- lagasambands íslands, markmið þess og stefnu, sögðum henni frá héraðssamböndunum 22, tölu að- ildarfélaganna, sem eru sam- kvæmt síðustu tölu 252, og hefur þá íjölgað á s.l. ári um 4 félög og fjölda félaga okkar, sem munu vera 22,333 að mig minnir. Við gáfum henni upplýsingar um íjöl- þætta starfsemi aðildarfélaganna og samstarf okkar innan Kvenfé- lagasambands íslands, m.a. í 276-FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.